Lífið

Aron og stelpan hágrétu saman á fyrsta deitinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Már hefur verið einn vinsælasti snappari landsins undanfarna mánuði.
Aron Már hefur verið einn vinsælasti snappari landsins undanfarna mánuði.
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Kvikmyndin var frumsýnd fyrir viku en framleiðendur myndarinnar hvetja Íslendinga til að segja frá æskuminningum sínum á Twitter undir kassamerkinu #hjartasteinn.

Kvikmynd á eflaust eftir að vekja upp margar æskuminningar hjá áhorfendum og að því tilefni fengu framleiðendur myndarinnar til sín nokkra þjóðþekkta einstaklinga til að rifja upp sínar æskuminningar en að þessu sinni er komið að Snapchat-stjörnunni Aroni Má Ólafssyni, betur þekktur sem Aron Mola. Hann segir frá hans fyrsta stefnumóti sem endaði með því að þau hágrétu bæði.

„Fyrsta alvöru bíódeitið mitt var bíódeit. Ég var svona þrettán ár og fer þá með stelpu sem ég kynntist á MySpace í bíó og við ætluðum að fara á einhverja grínmynd saman og hafa gaman,“ segir Aron Már.

„Það var uppselt á grínmyndina en það var ein mynd sem var nýbyrjuð og við hlupum bara inn. Það var kvikmyndin P.S I Love you. Á fyrstu mínútum myndarinnar gerast rosalegir hlutir og deitið mitt byrjar bara að hágráta. Svo byrja ég að hágráta en ég passaði reyndar að sýna það ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×