Lánaði skallann á sér í herferð Krafts Guðný Hrönn skrifar 24. janúar 2017 10:30 Sigrún og eiginmaður hennar, Högni Ingimarsson, ásamt Lexí, dóttur þeirra. Myndin er tekin daginn sem Sigrún frétti formlega að hún væri laus við krabbameinið. Sigrún Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem lögðu sitt af mörkum fyrir nýjustu herferð stuðningsfélagsins Krafts. „Já, ég lánaði skallann,“ segir Sigrún en höfuð hennar leikur stórt hlutverk í auglýsingunum. Mér finnst þetta bara æði, virkilega flott,“ segir hin 29 ára gamla Sigrún Þorsteinsdóttir um auglýsingar Krafts sem vakið hafa athygli en í þeim má sjá þjóðþekkta einstaklinga sem gerðir hafa verið sköllóttir með hjálp myndvinnsluforrits, og Sigrún á eitt höfuðið.Sigrún giskar á að kollurinn á henni hafi verið „fótósjoppaður“ á Sögu.„Ég er búin að rannsaka þetta mikið og ég held að ég sé skallinn hennar Sögu Garðarsdóttur. Saga var einmitt í myndatöku á sama tíma og ég og við hlógum að því að ég yrði örugglega rosa flott „fitt“ fyrir hana, við erum báðar með freknur og svona,“ útskýrir Sigrún sem er himinlifandi með útkomuna. „Vinir og fjölskylda hafa svo verið að senda á mig og reyna að giska á hvaða skalla ég eigi. Það er skemmtilegt að sjá þessar auglýsingar úti um allt og gaman að sjá þetta fræga fólk vekja athygli á þessu fyrir okkur. Sigrún greindist með brjóstakrabbamein í júní í fyrra. „Þá var ég nýhætt með níu mánaða gamla dóttur mína á brjósti. Þetta byrjaði þannig að ég fann fyrir kúlu undir hendinni og skellti mér þá í „tékk“. En dóttir mín hafði áður fengið sveppasýkingu í munninn og þess vegna var þetta greint þannig að ég hefði fengið sveppasýkingu í brjóstið,“ segir hún.Ung með sjaldgæfa tegund krabbameinsEftir fimm mánuði var Sigrún svo loks greind með brjóstakrabbamein, hún segir það hafa tekið svona langan tíma þar sem enginn bjóst við að um krabbamein væri að ræða. „Bæði vegna þess að ég er svo ung og einnig þar sem ég var með dóttur mína á brjósti sem var með sveppasýkingu. Og svo er þetta líka sjaldgæf tegund krabbameins, þetta heitir bólgukrabbamein og það eru margir innan læknageirans sem hafa bara aldrei séð þetta.“ Við tók lyfjameðferð hjá Sigrúnu. „Ég byrjaði í lyfjameðferð 29. júní, mér var alveg hent af stað. Og ég þurfti að fara í sex skipti. Í nóvember fékk ég svo góðar fréttir um að ég væri laus við krabbameinið. Meðferðin hafði heppnast vel og læknirinn minn sagði við mig að ef hann vissi ekki betur þá myndi hann bara halda að ég hefði aldrei verið með krabbamein,“ útskýrir Sigrún sem gekkst undir brjóstnám skömmu eftir að hafa fengið góðu fréttirnar.Þessa mynd tók Sigrún á afmælisdaginn sinn, 22.nóvember, nokkrum dögum eftir brjóstnám.„Já, ég fór í brjóstnám um miðjan nóvember. Mér var sagt að ég færi í brjóstnám eftir meðferðina, alveg sama hvernig meðferðin myndi ganga. Það væri bara til forvarnar, til að reyna að koma í veg fyrir að krabbameinið gæti tekið sig upp aftur. Ég lét taka hægra brjóstið og vinstra brjóstið var minnkað. Svo fer ég líklega í brjóstauppbyggingu fyrir næstu jól. Þá verð ég vonandi komin með tvö brjóst aftur.“ Sigrún kveðst ekki hafa stressað sig mikið á brjóstnáminu. „Nei, ég vil frekar lifa og vera með eitt brjóst heldur en að deyja, þannig að mér fannst það bara allt í lagi. Ég var búin að undirbúa mig rosalega vel og skoða alls konar myndir og myndbönd. Ég var orðin ónæm fyrir því að sjá konur með eitt brjóst þegar ég loksins sá sjálfa mig með eitt brjóst, þannig að þetta var ekkert sjokk.“ Sigrún er áberandi glaðleg þegar hún talar um veikindi sín og það er óhætt að segja að hún hafi tileinkað sér jákvætt hugarfar. „Já, ég er ekki mjög stressuð týpa,“ segir Sigrún og hlær. „Það hjálpar örugglega heilan helling, svo kem ég líka úr stórri fjölskyldu þar sem allir eru mjög hjálpsamir, það bjargar mér líka.“ Áhugsamir geta kynnt sér stuðningsfélagið Kraft nánar á vefsíðu félgasins. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Sigrún Þorsteinsdóttir er ein þeirra sem lögðu sitt af mörkum fyrir nýjustu herferð stuðningsfélagsins Krafts. „Já, ég lánaði skallann,“ segir Sigrún en höfuð hennar leikur stórt hlutverk í auglýsingunum. Mér finnst þetta bara æði, virkilega flott,“ segir hin 29 ára gamla Sigrún Þorsteinsdóttir um auglýsingar Krafts sem vakið hafa athygli en í þeim má sjá þjóðþekkta einstaklinga sem gerðir hafa verið sköllóttir með hjálp myndvinnsluforrits, og Sigrún á eitt höfuðið.Sigrún giskar á að kollurinn á henni hafi verið „fótósjoppaður“ á Sögu.„Ég er búin að rannsaka þetta mikið og ég held að ég sé skallinn hennar Sögu Garðarsdóttur. Saga var einmitt í myndatöku á sama tíma og ég og við hlógum að því að ég yrði örugglega rosa flott „fitt“ fyrir hana, við erum báðar með freknur og svona,“ útskýrir Sigrún sem er himinlifandi með útkomuna. „Vinir og fjölskylda hafa svo verið að senda á mig og reyna að giska á hvaða skalla ég eigi. Það er skemmtilegt að sjá þessar auglýsingar úti um allt og gaman að sjá þetta fræga fólk vekja athygli á þessu fyrir okkur. Sigrún greindist með brjóstakrabbamein í júní í fyrra. „Þá var ég nýhætt með níu mánaða gamla dóttur mína á brjósti. Þetta byrjaði þannig að ég fann fyrir kúlu undir hendinni og skellti mér þá í „tékk“. En dóttir mín hafði áður fengið sveppasýkingu í munninn og þess vegna var þetta greint þannig að ég hefði fengið sveppasýkingu í brjóstið,“ segir hún.Ung með sjaldgæfa tegund krabbameinsEftir fimm mánuði var Sigrún svo loks greind með brjóstakrabbamein, hún segir það hafa tekið svona langan tíma þar sem enginn bjóst við að um krabbamein væri að ræða. „Bæði vegna þess að ég er svo ung og einnig þar sem ég var með dóttur mína á brjósti sem var með sveppasýkingu. Og svo er þetta líka sjaldgæf tegund krabbameins, þetta heitir bólgukrabbamein og það eru margir innan læknageirans sem hafa bara aldrei séð þetta.“ Við tók lyfjameðferð hjá Sigrúnu. „Ég byrjaði í lyfjameðferð 29. júní, mér var alveg hent af stað. Og ég þurfti að fara í sex skipti. Í nóvember fékk ég svo góðar fréttir um að ég væri laus við krabbameinið. Meðferðin hafði heppnast vel og læknirinn minn sagði við mig að ef hann vissi ekki betur þá myndi hann bara halda að ég hefði aldrei verið með krabbamein,“ útskýrir Sigrún sem gekkst undir brjóstnám skömmu eftir að hafa fengið góðu fréttirnar.Þessa mynd tók Sigrún á afmælisdaginn sinn, 22.nóvember, nokkrum dögum eftir brjóstnám.„Já, ég fór í brjóstnám um miðjan nóvember. Mér var sagt að ég færi í brjóstnám eftir meðferðina, alveg sama hvernig meðferðin myndi ganga. Það væri bara til forvarnar, til að reyna að koma í veg fyrir að krabbameinið gæti tekið sig upp aftur. Ég lét taka hægra brjóstið og vinstra brjóstið var minnkað. Svo fer ég líklega í brjóstauppbyggingu fyrir næstu jól. Þá verð ég vonandi komin með tvö brjóst aftur.“ Sigrún kveðst ekki hafa stressað sig mikið á brjóstnáminu. „Nei, ég vil frekar lifa og vera með eitt brjóst heldur en að deyja, þannig að mér fannst það bara allt í lagi. Ég var búin að undirbúa mig rosalega vel og skoða alls konar myndir og myndbönd. Ég var orðin ónæm fyrir því að sjá konur með eitt brjóst þegar ég loksins sá sjálfa mig með eitt brjóst, þannig að þetta var ekkert sjokk.“ Sigrún er áberandi glaðleg þegar hún talar um veikindi sín og það er óhætt að segja að hún hafi tileinkað sér jákvætt hugarfar. „Já, ég er ekki mjög stressuð týpa,“ segir Sigrún og hlær. „Það hjálpar örugglega heilan helling, svo kem ég líka úr stórri fjölskyldu þar sem allir eru mjög hjálpsamir, það bjargar mér líka.“ Áhugsamir geta kynnt sér stuðningsfélagið Kraft nánar á vefsíðu félgasins.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira