Var í sýndarveruleika í átta tíma á dag Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. janúar 2017 11:30 Baldur Helgason fékk þann heiður að starfa að nýju sýndarveruleikaforriti frá Google. Vísir/Hanna „Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira