Erlent

Telur að íbúar muni berjast gegn yfirvöldum Norður-Kóreu

Samúel Karl Ólason skrifar
"Kim Jong-un veit að kjarnorkuvopn eru eina leiðin til að tryggja yfirráð hans.“
"Kim Jong-un veit að kjarnorkuvopn eru eina leiðin til að tryggja yfirráð hans.“ Vísir/AFP
Thae Yong-ho er einn hæst setti erindreki Norður-Kóreu sem hefur svikist undan merkjum sínum og flúið undan oki yfirvalda þar í landi. Hann telur að ríkisstjórn Kim Jong-un muni falla á endanum þegar íbúar Norður-Kóreu rísa upp gegn honum. Þá segir hann víst að einræðisherrann sé tilbúinn til að beita kjarnorkuvopnum.

Hann segist staðráðinn í því að berjast gegn yfirvöldum Norður-Kóreu þar sem Thae Yong-ho er fullviss um að fjölskylda sín þar í landi séu að þjást vegna ákvörðunar hans.

„Ég er viss um að ættingjar mínir og bræður mínir og systur hafa verið sendi í fangabúðir eða á fjarlæg lokuð svæði og það fyllir mig af sorg,“ segir hann í viðtali við BBC.

Hann býr nú í Suður-Kóreu, en var erindreki Norður-Kóreu í London. Þaðan hvarf hann, eiginkona hans og börnr einn góðan veðurdag þar til þau stungu aftur upp kollinum í Suður-Kóreu. Yong-ho vill ekkert segja blaðamönnum um hvernig það ferðalag kom til.

Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í sendiráðinu í London. Hann segir sífellt hafa þurft að verja heimalandið fyrir börnunum. Þau hafi til dæmis spurt hann af hverju íbúar Norður-Kóreu fái ekki að fara á internetið og fleira. Á endanum hafi hann sjálfur gefist upp á Norður-Kóreu.

Yong-ho segist lítið vita um Kim Jong-un sjálfan, þar sem einræðisherran lifi mjög leyndu lífi. Fáir viti til dæmis hvar hann búi. Þrátt fyrir það er Yong-ho sannfærður um að Kim Jong-un sé vægðarlaus og verði lífi hans ógnað muni hann beita öllum leiðum til að eyða því sem hann geti. Þar á meðal gæti hann beitt kjarnorkuvopnum.

„Kim Jong-un veit að kjarnorkuvopn eru eina leiðin til að tryggja yfirráð hans,“ segir Yong-ho. Hann segist telja að verði yfirráðum Kim Jong-un ógnað muni hann beita þessum hættulegu vopnum.

Hann myndi hvort eð er láta lífið um leið og hann missir völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×