Tobba snýr vörn í sókn: „Ég held að Íslendingar eigi heimsmet í að móðgast fyrir hönd annarra“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 22:29 Tobba Marinósdóttir bjóst ekki við þeim viðbrögðum sem Facebook-færsla hennar um klæðaburð tiltekins manns í hátíðarkvöldverði Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Amalíuhöll í gær fékk. Hún segir að hún hafi verið að grínast og að Íslendingar eigi heimsmet í að móðgast fyrir hönd annarra. „Ég held að Íslendingar eigi heimsmet í að móðgast fyrir hönd annarra. Ég sjálf hef alveg tekið það að mér þannig að ég ætla ekki að kasta steinum úr glerhúsi. Það verður þarna mikil óánægja með að ég þekki ekki grænlenska þjóðbúninginn og hverslags kjáni ég sé,“ sagði Tobba í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún svaraði fyrir mikið fjaðrafok sem varð á Facebook vegna færslu hennar. Með færslu Tobbu mátti sjá mynd af Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugar Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Við hlið hennar var maður sem virtist vera í hvítri hettupeysu. Velti Tobba því fyrir sér hver færi í slíkri hettupeysu í hátíðarkvöldverð. Óhætt er að segja að internetið hafi farið á hliðina líkt og lesa má um hér.Sjá einnig: Uppnám á Facebook eftir færslu Tobbu um grænlenska „hettupeysu“Friðrik og María Elísabet í heimsókn á Grænlandi. Þau klæðast grænlenska þjóðbúningnum á myndinni.Vísir/EPAÍ ljós kom að maðurinn sem um ræðir er Kim Kielsen, formaður Siumut-flokksins og formaður grænlensku landstjórnarinnar. Var hann klæddur í grænlenska þjóðbúningin. „Ég leyfði mér að grínast með það hvort að maðurinn væri í hettupeysu í höll. Mér fannst það eitthvað fyndið. Þessi mynd grípur,“ sagði Tobba og benti á andstæðurnar sem sjá mátti á myndinni. „Hann er þungur á svip og hún brosandi, hún í blúndukjólnum og hann í einhverju alvöru hvítu sem líkist stakk eða peysu,“ sagði Tobba og bætti við að í ljósi þeirra hefða sem ríki í kringum dönsku konungsfjölskylduna hefði henni þótt þetta undarlegt. Tobba var sökuð um dónaskap og að hún væri að gera lítið úr grænlenskri menningu. Hún segir þó að hún hafi verið að grínast og hafi helst unnið það sér til sakar að þekkja ekki grænlenska þjóðbúninginn sem varla gæti talist mikið sakarefni. „Sumir gátu hlegið að þessu en öðrum fannst þetta erfitt. Ég viðurkenni fúslega að ég vissi ekki hver þessi maður var og ég vissi ekki að þetta væri grænlenski þjóðbúningurinn. Ég get ekki séð að það sé dónaskapur að þekkja ekki grænlenska þjóðbúninginn,“ sagði Tobba Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Uppnám á Facebook eftir færslu Tobbu um grænlenska „hettupeysu“ "Okei hver fer í veislu í höll í hettupeysu?“ spyr Tobba á Facebook í morgun og virkar við fyrstu sýn hneyksluð á klæðaburði umrædds manns. 25. janúar 2017 13:30 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Tobba Marinósdóttir bjóst ekki við þeim viðbrögðum sem Facebook-færsla hennar um klæðaburð tiltekins manns í hátíðarkvöldverði Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Amalíuhöll í gær fékk. Hún segir að hún hafi verið að grínast og að Íslendingar eigi heimsmet í að móðgast fyrir hönd annarra. „Ég held að Íslendingar eigi heimsmet í að móðgast fyrir hönd annarra. Ég sjálf hef alveg tekið það að mér þannig að ég ætla ekki að kasta steinum úr glerhúsi. Það verður þarna mikil óánægja með að ég þekki ekki grænlenska þjóðbúninginn og hverslags kjáni ég sé,“ sagði Tobba í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún svaraði fyrir mikið fjaðrafok sem varð á Facebook vegna færslu hennar. Með færslu Tobbu mátti sjá mynd af Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugar Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Við hlið hennar var maður sem virtist vera í hvítri hettupeysu. Velti Tobba því fyrir sér hver færi í slíkri hettupeysu í hátíðarkvöldverð. Óhætt er að segja að internetið hafi farið á hliðina líkt og lesa má um hér.Sjá einnig: Uppnám á Facebook eftir færslu Tobbu um grænlenska „hettupeysu“Friðrik og María Elísabet í heimsókn á Grænlandi. Þau klæðast grænlenska þjóðbúningnum á myndinni.Vísir/EPAÍ ljós kom að maðurinn sem um ræðir er Kim Kielsen, formaður Siumut-flokksins og formaður grænlensku landstjórnarinnar. Var hann klæddur í grænlenska þjóðbúningin. „Ég leyfði mér að grínast með það hvort að maðurinn væri í hettupeysu í höll. Mér fannst það eitthvað fyndið. Þessi mynd grípur,“ sagði Tobba og benti á andstæðurnar sem sjá mátti á myndinni. „Hann er þungur á svip og hún brosandi, hún í blúndukjólnum og hann í einhverju alvöru hvítu sem líkist stakk eða peysu,“ sagði Tobba og bætti við að í ljósi þeirra hefða sem ríki í kringum dönsku konungsfjölskylduna hefði henni þótt þetta undarlegt. Tobba var sökuð um dónaskap og að hún væri að gera lítið úr grænlenskri menningu. Hún segir þó að hún hafi verið að grínast og hafi helst unnið það sér til sakar að þekkja ekki grænlenska þjóðbúninginn sem varla gæti talist mikið sakarefni. „Sumir gátu hlegið að þessu en öðrum fannst þetta erfitt. Ég viðurkenni fúslega að ég vissi ekki hver þessi maður var og ég vissi ekki að þetta væri grænlenski þjóðbúningurinn. Ég get ekki séð að það sé dónaskapur að þekkja ekki grænlenska þjóðbúninginn,“ sagði Tobba Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Uppnám á Facebook eftir færslu Tobbu um grænlenska „hettupeysu“ "Okei hver fer í veislu í höll í hettupeysu?“ spyr Tobba á Facebook í morgun og virkar við fyrstu sýn hneyksluð á klæðaburði umrædds manns. 25. janúar 2017 13:30 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Uppnám á Facebook eftir færslu Tobbu um grænlenska „hettupeysu“ "Okei hver fer í veislu í höll í hettupeysu?“ spyr Tobba á Facebook í morgun og virkar við fyrstu sýn hneyksluð á klæðaburði umrædds manns. 25. janúar 2017 13:30