Haggis, viskí og sveitt þjóðlagatónlist Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. janúar 2017 10:00 Arnar Eggert Thoroddsen hefur haft mikinn áhuga á Skotlandi lengi og bjó meðal annars þar í landi um tíma. Vísir/Stefán „Skotar standa nær okkur Íslendingum en marga grunar. Skotar eru ekki Englendingar og ég fann mjög sterkt þegar ég bjó í Skotlandi hversu ólíkar þessar þjóðir eru og ég er ekki hissa á áhuga margra þar að skilja sig frá Breska heimsveldinu. Skotar eru eins og Englendingar með Skandinavíukryddi. Þannig að okkur þótti það einsýnt að við yrðum að styðja við þessa bræður okkar og systur með þessum hætti,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi skoskrar menningarhátíðar sem verður haldin á Kexi hosteli dagana annan og þriðja febrúar. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin á Kexi og er hún haldin bæði til heiðurs Skotum og þjóðskáldi Skotlands, Robert Burns, en afmælisdagur hans er 25. janúar – í Skotlandi er haldið upp á það á svokallaðri Burns-nótt. Á boðstólum verður skoskur matur og drykkur; haggis, lambakássa úr Hálöndunum og að sjálfsögðu viskí. Ljóðlist og tónlist verða í hávegum höfð en skoska sveitin Dosca mun spila fyrir dansi.Arnar Eggert er listrænn stjórnandi skoskrar menningarhátíðar annað árið í röð.Vísir/Stefán„Þetta er annað árið í röð sem ég er listrænn stjórnandi og ég sé um að bóka inn hljómsveitir og búa til almenna, skoska stemningu. Pælingin með bandinu í fyrra (Daimh) var að fá ungt og „svalt“ fólk en samt með ræturnar og þjóðlagatónlistina á hreinu. Í ár göngum við enn lengra með Dosca. Kornungir strákar frá Glasgow, margverðlaunaðir, þekkja arfinn inn og út en framreiða hann með adrenalíni og svita,“ segir Arnar Eggert sem bjó í Skotlandi þar sem hann var í námi og skrifaði mastersritgerð um skoska tónlist og tengingu hennar við skoska þjóðarsál. „Skotarnir elska haggis og allt þetta Skotadæmi. Það get ég staðfest. Allir sem vettlingi geta valdið fara í þessi kilt á hátíðisdögum og tónlistarþekking og næmi er mjög algengt. Það er eins og fólk fæðist með sekkjapípur eða fiðlu í hendinni, sérstaklega í Hálöndunum sem ég heimsótti stundum. Persónulega hef ég verið heillaður af Skotlandi frá því að ég man eftir mér, ég hlýt eiginlega að hafa verið Skoti í fyrra lífi, dó mögulega í örmum Williams Wallace. Þegar ég heyrði í sekkjapípunum á Princes Street, nýkominn til Skotlands fyrir fimm árum, vissi ég að ég var kominn heim. Og það verður gaman að fá fleiri „heim“ til Skotlands þessa daga á Kexi.“ Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Skotar standa nær okkur Íslendingum en marga grunar. Skotar eru ekki Englendingar og ég fann mjög sterkt þegar ég bjó í Skotlandi hversu ólíkar þessar þjóðir eru og ég er ekki hissa á áhuga margra þar að skilja sig frá Breska heimsveldinu. Skotar eru eins og Englendingar með Skandinavíukryddi. Þannig að okkur þótti það einsýnt að við yrðum að styðja við þessa bræður okkar og systur með þessum hætti,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður, tónlistarfræðingur og listrænn stjórnandi skoskrar menningarhátíðar sem verður haldin á Kexi hosteli dagana annan og þriðja febrúar. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin á Kexi og er hún haldin bæði til heiðurs Skotum og þjóðskáldi Skotlands, Robert Burns, en afmælisdagur hans er 25. janúar – í Skotlandi er haldið upp á það á svokallaðri Burns-nótt. Á boðstólum verður skoskur matur og drykkur; haggis, lambakássa úr Hálöndunum og að sjálfsögðu viskí. Ljóðlist og tónlist verða í hávegum höfð en skoska sveitin Dosca mun spila fyrir dansi.Arnar Eggert er listrænn stjórnandi skoskrar menningarhátíðar annað árið í röð.Vísir/Stefán„Þetta er annað árið í röð sem ég er listrænn stjórnandi og ég sé um að bóka inn hljómsveitir og búa til almenna, skoska stemningu. Pælingin með bandinu í fyrra (Daimh) var að fá ungt og „svalt“ fólk en samt með ræturnar og þjóðlagatónlistina á hreinu. Í ár göngum við enn lengra með Dosca. Kornungir strákar frá Glasgow, margverðlaunaðir, þekkja arfinn inn og út en framreiða hann með adrenalíni og svita,“ segir Arnar Eggert sem bjó í Skotlandi þar sem hann var í námi og skrifaði mastersritgerð um skoska tónlist og tengingu hennar við skoska þjóðarsál. „Skotarnir elska haggis og allt þetta Skotadæmi. Það get ég staðfest. Allir sem vettlingi geta valdið fara í þessi kilt á hátíðisdögum og tónlistarþekking og næmi er mjög algengt. Það er eins og fólk fæðist með sekkjapípur eða fiðlu í hendinni, sérstaklega í Hálöndunum sem ég heimsótti stundum. Persónulega hef ég verið heillaður af Skotlandi frá því að ég man eftir mér, ég hlýt eiginlega að hafa verið Skoti í fyrra lífi, dó mögulega í örmum Williams Wallace. Þegar ég heyrði í sekkjapípunum á Princes Street, nýkominn til Skotlands fyrir fimm árum, vissi ég að ég var kominn heim. Og það verður gaman að fá fleiri „heim“ til Skotlands þessa daga á Kexi.“
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira