En ég vil ekki verða fræðimaður Esther Hallsdóttir skrifar 28. janúar 2017 14:58 Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það.
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar