En ég vil ekki verða fræðimaður Esther Hallsdóttir skrifar 28. janúar 2017 14:58 Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það.
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar