Nauðalíkir listamenn sýna í Newcastle Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. janúar 2017 10:00 Margeir Sigurðsson og Örn Tönsberg eru ótrúlega samstíga bæði í tónlist og myndlist. Vísir/Anton Brink Þeir Margeir Sigurðsson og Örn Tönsberg eru fjölhæfir listamenn sem munu nú í lok mánaðar halda til Newcastle þar sem þeir sýna myndlist á veggjum Gallery Abject þar í borg. „Sýningin heitir Flow – það er út af því að ég er að fara að gera strokumálverk eins og ég geri oftast og Örn er að fara að gera sitt línu „grúv“ – það er flæðið sem bindur okkar stíla. Við erum alltaf að tala um svipaða hluti í málverkunum okkar. Við mætum út 26. og höfum tvo daga til að mála allt galleríið. Við klæðum það allt að innan með plötum og þurfum bara að „go nuts“ í tvo daga. Þetta eru sem sagt tveir gagnstæðir veggir, ég mála annan og Örn málar hinn og síðan er það þriðji veggurinn sem tengir þá, þar munum við mætast og mála sameiginlegt verk,“ segir Margeir Sigurðsson, eða Margeir Dire eins og hann kallar sig. Margeir og Örn Tönsberg eru á leiðinni út til Newcastle að sýna vegglist í galleríi þar í borg en þeir hafa verið mjög stórtækir í þeim bransa hér heima fyrir og hafa skreytt marga veggi bæjarins, allt frá vinnusvæðum og öldurhúsum í miðbænum til bankaútibúa Íslandsbanka.Örnin, ásamt öðrum fuglum reyndar, er Erni ákaflega hugleikinn.Mynd/AðsendGeturðu útskýrt samstarf ykkar og mismunandi stíl? „Við höfum unnið saman í mörg, mörg ár, þannig að við þekkjum hvor annan það vel að við þurfum ekkert að tala saman og finnum bara „grúvið“ hjá hvor öðrum á meðan við málum. Við erum líka eins og ég segi oftast í sömu pælingunum og erum báðir jafnhæfir í að gera realísk verk og líka þessar abstrakt grúvpælingar. Þetta tvennt bindur okkur svolítið saman. Við munum blanda þessum stílum saman á sýningunni. Ég persónulega er annars hrifnastur af verkum sem þarf ekkert að útskýra; annaðhvort hafa þau áhrif á þig eða ekki. Ef það hefur áhrif á áhorfandann þá er verkið gott.“Hvernig er þetta gallerí sem þið sýnið í og hvernig kom það til að ykkur var boðið þangað? „Þetta er þriggja hæða listamiðstöð sem við sýnum í – á neðstu hæðinni er klúbbur, á annarri hæð er svo galleríið sjálft og á þriðju hæðinni eru vinnustofur fyrir listamenn. Aðstandendur þessa batterís komu hingað til landsins sumarið 2015 til að leita að listamönnum fyrir galleríið og ég hitti þau á Bar Ananas – en þau höfðu verið að spyrjast fyrir um hverjir hefðu málað veggina þar, en ég og Örn sáum einmitt um það. Það var búið að benda þeim á Bar Ananas í leitinni og þau höfðu líka verið búin að „spotta“ verk eftir okkur hér og þar – það er ekki mikið eftir af þeim í dag, en þá voru verk í kringum Hjartagarðsreitinn og annars staðar. Þau höfðu líka kíkt við í Gallery Gallera þar sem við vorum báðir með verk til sölu. Við ætlum svo líka að spila tónleika niðri í klúbbnum, eða Örn ætlar að taka lagið og ég verð bak við hann að mála á meðan.“Margeir og Örn hafa unnið saman að verkum sem lífga upp á grindverk vinnusvæða. Hér er verk þeirra hjá Hjartagarðsreitnum svokallaða.Mynd/AðsendHvað hafið þið félagarnir annars verið að brasa upp á síðkastið og hver eru plönin á árinu? „Örn er búinn að sjá um myndefni fyrir Veganúar upp á síðkastið og svo er hann einn af þeim sem eru með Gallery Gallera, sem er bæði verslun og gallerí. Ég hef verið í alls konar verkefnum en lifi aðallega á því að selja málverk. Síðan höfum við báðir verið í stórum verkefnum fyrir Secret Solstice-hátíðina, höfum verið þar öll árin að sjá um alla „visuals“ á svæðinu sem er alltaf mjög spennandi verkefni þar sem við fáum algjört frelsi til að gera það sem við viljum. Planið á þessu ári er að ferðast mikið og sýna úti, er með nokkur slík verkefni í bígerð – síðan ætla ég mögulega til Mexíkó eftir þessa sýningu og mála nokkra veggi þar. Við erum síðan báðir á fullu í tónlist. Það er rosa fínt að hafa bæði tónlist og myndlist því að það er svo margt sem maður nær ekki að losa í myndlistinni sem er hægt að koma út í tónlist. Það er einn eitt atriðið sem gerir okkur að líkum listamönnum. Við erum eiginlega sami maðurinn.“ Sýningin hefst þann 28. janúar í Gallery Abject og stendur yfir í mánuð. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
Þeir Margeir Sigurðsson og Örn Tönsberg eru fjölhæfir listamenn sem munu nú í lok mánaðar halda til Newcastle þar sem þeir sýna myndlist á veggjum Gallery Abject þar í borg. „Sýningin heitir Flow – það er út af því að ég er að fara að gera strokumálverk eins og ég geri oftast og Örn er að fara að gera sitt línu „grúv“ – það er flæðið sem bindur okkar stíla. Við erum alltaf að tala um svipaða hluti í málverkunum okkar. Við mætum út 26. og höfum tvo daga til að mála allt galleríið. Við klæðum það allt að innan með plötum og þurfum bara að „go nuts“ í tvo daga. Þetta eru sem sagt tveir gagnstæðir veggir, ég mála annan og Örn málar hinn og síðan er það þriðji veggurinn sem tengir þá, þar munum við mætast og mála sameiginlegt verk,“ segir Margeir Sigurðsson, eða Margeir Dire eins og hann kallar sig. Margeir og Örn Tönsberg eru á leiðinni út til Newcastle að sýna vegglist í galleríi þar í borg en þeir hafa verið mjög stórtækir í þeim bransa hér heima fyrir og hafa skreytt marga veggi bæjarins, allt frá vinnusvæðum og öldurhúsum í miðbænum til bankaútibúa Íslandsbanka.Örnin, ásamt öðrum fuglum reyndar, er Erni ákaflega hugleikinn.Mynd/AðsendGeturðu útskýrt samstarf ykkar og mismunandi stíl? „Við höfum unnið saman í mörg, mörg ár, þannig að við þekkjum hvor annan það vel að við þurfum ekkert að tala saman og finnum bara „grúvið“ hjá hvor öðrum á meðan við málum. Við erum líka eins og ég segi oftast í sömu pælingunum og erum báðir jafnhæfir í að gera realísk verk og líka þessar abstrakt grúvpælingar. Þetta tvennt bindur okkur svolítið saman. Við munum blanda þessum stílum saman á sýningunni. Ég persónulega er annars hrifnastur af verkum sem þarf ekkert að útskýra; annaðhvort hafa þau áhrif á þig eða ekki. Ef það hefur áhrif á áhorfandann þá er verkið gott.“Hvernig er þetta gallerí sem þið sýnið í og hvernig kom það til að ykkur var boðið þangað? „Þetta er þriggja hæða listamiðstöð sem við sýnum í – á neðstu hæðinni er klúbbur, á annarri hæð er svo galleríið sjálft og á þriðju hæðinni eru vinnustofur fyrir listamenn. Aðstandendur þessa batterís komu hingað til landsins sumarið 2015 til að leita að listamönnum fyrir galleríið og ég hitti þau á Bar Ananas – en þau höfðu verið að spyrjast fyrir um hverjir hefðu málað veggina þar, en ég og Örn sáum einmitt um það. Það var búið að benda þeim á Bar Ananas í leitinni og þau höfðu líka verið búin að „spotta“ verk eftir okkur hér og þar – það er ekki mikið eftir af þeim í dag, en þá voru verk í kringum Hjartagarðsreitinn og annars staðar. Þau höfðu líka kíkt við í Gallery Gallera þar sem við vorum báðir með verk til sölu. Við ætlum svo líka að spila tónleika niðri í klúbbnum, eða Örn ætlar að taka lagið og ég verð bak við hann að mála á meðan.“Margeir og Örn hafa unnið saman að verkum sem lífga upp á grindverk vinnusvæða. Hér er verk þeirra hjá Hjartagarðsreitnum svokallaða.Mynd/AðsendHvað hafið þið félagarnir annars verið að brasa upp á síðkastið og hver eru plönin á árinu? „Örn er búinn að sjá um myndefni fyrir Veganúar upp á síðkastið og svo er hann einn af þeim sem eru með Gallery Gallera, sem er bæði verslun og gallerí. Ég hef verið í alls konar verkefnum en lifi aðallega á því að selja málverk. Síðan höfum við báðir verið í stórum verkefnum fyrir Secret Solstice-hátíðina, höfum verið þar öll árin að sjá um alla „visuals“ á svæðinu sem er alltaf mjög spennandi verkefni þar sem við fáum algjört frelsi til að gera það sem við viljum. Planið á þessu ári er að ferðast mikið og sýna úti, er með nokkur slík verkefni í bígerð – síðan ætla ég mögulega til Mexíkó eftir þessa sýningu og mála nokkra veggi þar. Við erum síðan báðir á fullu í tónlist. Það er rosa fínt að hafa bæði tónlist og myndlist því að það er svo margt sem maður nær ekki að losa í myndlistinni sem er hægt að koma út í tónlist. Það er einn eitt atriðið sem gerir okkur að líkum listamönnum. Við erum eiginlega sami maðurinn.“ Sýningin hefst þann 28. janúar í Gallery Abject og stendur yfir í mánuð.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira