Til forseta Íslands: Skilgreining á Íslendingum, Íslandi og þínu forsetahlutverki Ole Anton Bieltvedt skrifar 17. janúar 2017 07:00 Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ágæti Guðni. Ég fluttist hingað heim, eftir 27 ára dvöl erlendis, sl. haust. Ég hef því verið að skoða og setja mig inn í mál hér síðustu 3-4 mánuði, en á sama tíma hefur þú verið að byggja upp þinn forsetastíl, sem mér líkar afar vel. Ég segi ekki, að máltækið „Glöggt er gests augað“ eigi við um mig, en ég sé ýmislegt, alla vega til að byrja með – sem aðkomumaður – öðruvísi en heimamenn. Á sama hátt og margt kemur mér hér jákvætt og vel fyrir sjónir, er sumt, sem mér finnst miður fara. Ég á hér einkum við viðhorf þjóðfélagsins til dýra, lífríkisins í kringum okkur og náttúrunnar. Í nýliðnum kosningum talaði enginn stjórnmálaflokkur fyrir þessum málefnum í mín eyru. Ekki einu sinni Vinstri grænir. Fyrir hvað skyldi „grænir“ standa í þeirra flokksheiti? Nú er það svo að menn eru bara lítill hluti af lífverum jarðar, lítill hluti af sköpunarverkinu. Margir virðast samt vera þeirrar skoðunar, að lífið á jörðunni snúist bara um mannfólkið; öll dýr, allar aðrar lífverur, náttúran og sköpunarverkið í heild sinni skipti hér litlu máli. Augljóst er auðvitað, að án heildarsköpunarverksins væri mannfólkið ekki til. Kristindómurinn, með sínum annmörkum, ber að nokkru leyti ábyrgð á þessari dýrkun mannsins. Kristindómurinn nær bara til mannfólksins, aðrar lífverur eru ekki teknar inn í myndina. Það er mikil fátækt í því. Í þessu er búddismi miklu fullkomnari og ríkari trúarbrögð. Hann nær til alls lífs á jörðu og setur það í rétt samhengi. Í nýársávarpi þínu, sem mér fannst með ágætum, saknaði ég þó þess að þú nefndir dýrin, lífríkið og náttúru Íslands. Þegar þú sagðir „Forseti Íslands á að vera fulltrúi og málsvari allra Íslendinga, allra sem búa á þessu landi“, hefði ég kosið að heyra þig skírskota til hins íslenzka lífríkis í heild sinni svo og til hinnar íslenzku náttúru líka. Væru Íslendingar eitthvað, væri Ísland eitthvað án þessa!? Þú ert nýr og ferskur í þínu háa starfi, og það leynir sér ekki, að þú vilt vel og munt gera vel. Ég bið þig í allri vinsemd að hugleiða, hvort að það væri ekki við hæfi, að forseti Íslands beitti sér fyrir öryggi, lífskjörum og velferð allra lífvera og alls, sem lifir og hrærist, í þessu landi við þetta land og yfir þessu landi. Þú talar réttilega um, að það þurfi að hlúa að sjúkum, fötluðum og öðrum, sem eiga undir högg að sækja í lífinu. En hverjir eru mest umkomulausir og mestu smælingjarnir, sem enga hönd geta borið fyrir höfuð sér, en eru samt í grundvallaratriðum mörg hver sköpuð eins og við, hafa vitund eins og við og skynja og finna til eins og við, þó að líkamsformið sé annað? Ég bið þig að verða forseti og málsvari þessara smælingja líka! Guð blessi forseta Íslands, Íslendinga og allt lífríki Íslands! Með vinsemd og virðingu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun