Taktlaus dans Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Fjárlög 2017 voru afgreidd með 25 milljarða króna afgangi sem svarar til eins prósents af landsframleiðslu. Þetta er of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður. Hagvöxtur var óvenju mikill á síðasta ári og verður það fyrirsjáanlega einnig á þessu ári. Góð hagstjórn felst í því að jafna hagsveiflur með því að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi þegar hagvöxtur er mikill og halla þegar hann er lítill. Ekki er að sjá ábyrga hagstjórn í nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir að útgjöld ríkissjóðs hafi aukist um níu prósent árið 2016, og hafi vaxið samfleytt frá árinu 2012, þá á enn að bæta í og er gert ráð fyrir fjögurra prósenta aukningu árið 2017. Yfir hagsveifluna þarf afkoman að vera í jafnvægi, það er afgangur þegar vel árar þarf að vera jafn hallanum þegar illa árar. Í ljósi mikils hagvaxtar þyrfti aðhald ríkisins að vera mun meira og afkoman betri. Áætlanir gera ráð fyrir að núverandi hagvaxtarskeið, sem þegar er orðið eitt hið lengsta í Íslandssögunni, lengist enn. Útgjöld vaxa hraðar en á síðasta hagvaxtarskeiði sem stóð frá 2004 til 2007. Skuldir ríkissjóðs eru tvöfalt meiri en þá. Áhyggjuefni er hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Að mati efnahagssviðs SA nema þensluáhrif fjárlaga 2017 um tveimur prósentum af landsframleiðslu. Reynsla undangenginna ára kennir að þensluáhrif ríkisfjármála verða mun meiri en ákveðið hefur verið í fjárlögum. Samkvæmt ríkisreikningi fóru ríkisútgjöld að jafnaði fimm prósent umfram fjárlög á árunum 2010-2015. Sporin hræða í þessum efnum. Vandinn er alltaf sá sami. Helsta áskorun hagstjórnar á Íslandi er sú að opinberu fjármálin, peningastefnan og vinnumarkaðurinn vinna ekki saman. Því þarf að breyta. Þeir sem ekki dansa í takt troða öðrum um tær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjárlög 2017 voru afgreidd með 25 milljarða króna afgangi sem svarar til eins prósents af landsframleiðslu. Þetta er of lítill afgangur miðað við ríkjandi efnahagsaðstæður. Hagvöxtur var óvenju mikill á síðasta ári og verður það fyrirsjáanlega einnig á þessu ári. Góð hagstjórn felst í því að jafna hagsveiflur með því að reka ríkissjóð með myndarlegum afgangi þegar hagvöxtur er mikill og halla þegar hann er lítill. Ekki er að sjá ábyrga hagstjórn í nýsamþykktum fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir að útgjöld ríkissjóðs hafi aukist um níu prósent árið 2016, og hafi vaxið samfleytt frá árinu 2012, þá á enn að bæta í og er gert ráð fyrir fjögurra prósenta aukningu árið 2017. Yfir hagsveifluna þarf afkoman að vera í jafnvægi, það er afgangur þegar vel árar þarf að vera jafn hallanum þegar illa árar. Í ljósi mikils hagvaxtar þyrfti aðhald ríkisins að vera mun meira og afkoman betri. Áætlanir gera ráð fyrir að núverandi hagvaxtarskeið, sem þegar er orðið eitt hið lengsta í Íslandssögunni, lengist enn. Útgjöld vaxa hraðar en á síðasta hagvaxtarskeiði sem stóð frá 2004 til 2007. Skuldir ríkissjóðs eru tvöfalt meiri en þá. Áhyggjuefni er hversu lítill viðbúnaður er vegna óvæntra atburða og hugsanlegs viðsnúnings í efnahagslífinu því núverandi uppsveifla mun taka enda. Að mati efnahagssviðs SA nema þensluáhrif fjárlaga 2017 um tveimur prósentum af landsframleiðslu. Reynsla undangenginna ára kennir að þensluáhrif ríkisfjármála verða mun meiri en ákveðið hefur verið í fjárlögum. Samkvæmt ríkisreikningi fóru ríkisútgjöld að jafnaði fimm prósent umfram fjárlög á árunum 2010-2015. Sporin hræða í þessum efnum. Vandinn er alltaf sá sami. Helsta áskorun hagstjórnar á Íslandi er sú að opinberu fjármálin, peningastefnan og vinnumarkaðurinn vinna ekki saman. Því þarf að breyta. Þeir sem ekki dansa í takt troða öðrum um tær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar