Talar opinskátt um ófrjósemina á samfélagsmiðlum Guðný Hrönn skrifar 5. janúar 2017 09:45 Förðunarfræðingurinn Ása Lind Elíasdóttir tók nýverið ákvörðun um að tala opinskátt um ófrjósemi. Ása Lind Elíasdóttir byrjaði á Snapchat sumarið 2015. Upprunalega var hugmyndin að tala aðeins um snyrtivörur á þessum samfélagsmiðli, en hlutirnir hafa þróast á undanförnum mánuðum og núna vekur hún athygli fyrir opinskáa umræðu um ófrjósemi sem hún glímir við „Snyrtivörur eru mitt helsta áhugamál og draumurinn var að opna YouTube-rás og taka upp förðunarmyndbönd. Ég hef alltaf þurft að taka lítil skref í átt að markmiðum mínum og ákvað að opna Snapchat til að prófa mig áfram,“ segir hin 28 ára Ása Lind. Eftir að hafa verið á Snapchat í ákveðinn tíma fór hún að taka eftir að þeir sem fylgdust með henni á samfélagsmiðlinum vildu fá að kynnast henni betur. „Já, fólk vildi sjá meira en bara snyrtivörutal. Það þótti mér rosalega merkilegt því ég var bara að gera þetta til að blaðra um förðun,“ segir Ása Lind sem hefur opnað sig mikið á undanförnum misserum. „Ég get verið rosalega feimin en mér hefur tekist að leyfa mér að sýna meira af mér sjálfri síðan ég byrjaði að „snappa“ og fólk virðist kunna að meta það.“Ása Lind og Helgi S. Guðjónsson giftu sig um sumarið 2014. Þau hafa reynt að eignast barn í um sex ár.Mynd/Stúdíó StundÁsa Lind tók sér pásu frá Snapchat í apríl á seinasta ári og þá vöknuðu spurningar hjá þeim sem fylgdu henni. „Í apríl 2016 fórum við hjónin í tæknisæðingu þar sem við fengum mjög leiðinlegar fréttir. Vandamálið hefur alltaf verið bara hjá mér. Ég er með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eða polycystic ovary syndrome (PCOS). Á uppsetningardegi fengum við að vita að það voru of fáar sæðisfrumur sem þýddi að tækni- og glasafrjóvgun myndi ekki virka fyrir okkur. Ég varð svo rosalega leið og hvarf af Snapchat. Þá hugsaði ég að það væri gott ef fólk bara vissi af hverju ég væri svona leið. Planið var svo að fara í smásjárfrjóvgun um haustið og um sumarið töluðum við Helgi, maðurinn minn, mikið um kosti og galla þess að opna sig um þetta opinberlega. Við tókum svo ákvörðun um að hætta að vera feimin við þetta, það er í lagi að tala um svona hluti. Í ágúst sögðum við svo öllum frá, bæði á Snapchat og fólkinu í kringum okkur,“ segir Ása, sem leyfir áhugasömum að fylgjast með ferlinu bæði á Snapchat og á blogginu sínu, asalindmua.com.Léttir að geta talað opinskátt um ófrjóseminaÞungu fargi var létt af Ásu Lind þegar hún byrjaði að tala um ófrjósemina opinskátt. „Ég fann strax, eftir fyrsta „snappið“ þar sem ég sagði frá, hvað mér leið miklu betur. Ég mæli eindregið með því að fólk tali um þetta. Það þarf ekki að vera eins opinberlega og í mínu tilfelli, en það er svo gott ef fólkið í kringum mann veit hvernig staðan er.“ Ása Lind hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð við umfjöllun sinni. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Og skilaboðin sem ég fæ eru svo yndisleg, þá sérstaklega frá fólki sem hefur líka verið að glíma við ófrjósemi. Það gleður mig að geta hjálpað öðrum og mögulega að opna umræðuna um ófrjósemi aðeins. Að fólk gefi sér tíma til að senda mér sínar sögur eða hvatningu er ómetanlegt.“ Hvað er svo fram undan hjá þeim Ásu og Helga? „Það styttist í næstu smásjárfrjóvgun en hún á að vera núna í janúar eða febrúar. Svo vorum við að kaupa draumahúsið og við tökum við því næsta sumar,“ segir Ása og bendir áhugasömum á að fylgjast með framhaldinu á Snapchat undir notandanafninu asalindmua. Eins verður hægt að fylgjast með henni á YouTube og Instagram undir sama notandanafni. Og ekki má gleyma blogginu, asalindmua.com. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Ása Lind Elíasdóttir byrjaði á Snapchat sumarið 2015. Upprunalega var hugmyndin að tala aðeins um snyrtivörur á þessum samfélagsmiðli, en hlutirnir hafa þróast á undanförnum mánuðum og núna vekur hún athygli fyrir opinskáa umræðu um ófrjósemi sem hún glímir við „Snyrtivörur eru mitt helsta áhugamál og draumurinn var að opna YouTube-rás og taka upp förðunarmyndbönd. Ég hef alltaf þurft að taka lítil skref í átt að markmiðum mínum og ákvað að opna Snapchat til að prófa mig áfram,“ segir hin 28 ára Ása Lind. Eftir að hafa verið á Snapchat í ákveðinn tíma fór hún að taka eftir að þeir sem fylgdust með henni á samfélagsmiðlinum vildu fá að kynnast henni betur. „Já, fólk vildi sjá meira en bara snyrtivörutal. Það þótti mér rosalega merkilegt því ég var bara að gera þetta til að blaðra um förðun,“ segir Ása Lind sem hefur opnað sig mikið á undanförnum misserum. „Ég get verið rosalega feimin en mér hefur tekist að leyfa mér að sýna meira af mér sjálfri síðan ég byrjaði að „snappa“ og fólk virðist kunna að meta það.“Ása Lind og Helgi S. Guðjónsson giftu sig um sumarið 2014. Þau hafa reynt að eignast barn í um sex ár.Mynd/Stúdíó StundÁsa Lind tók sér pásu frá Snapchat í apríl á seinasta ári og þá vöknuðu spurningar hjá þeim sem fylgdu henni. „Í apríl 2016 fórum við hjónin í tæknisæðingu þar sem við fengum mjög leiðinlegar fréttir. Vandamálið hefur alltaf verið bara hjá mér. Ég er með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni eða polycystic ovary syndrome (PCOS). Á uppsetningardegi fengum við að vita að það voru of fáar sæðisfrumur sem þýddi að tækni- og glasafrjóvgun myndi ekki virka fyrir okkur. Ég varð svo rosalega leið og hvarf af Snapchat. Þá hugsaði ég að það væri gott ef fólk bara vissi af hverju ég væri svona leið. Planið var svo að fara í smásjárfrjóvgun um haustið og um sumarið töluðum við Helgi, maðurinn minn, mikið um kosti og galla þess að opna sig um þetta opinberlega. Við tókum svo ákvörðun um að hætta að vera feimin við þetta, það er í lagi að tala um svona hluti. Í ágúst sögðum við svo öllum frá, bæði á Snapchat og fólkinu í kringum okkur,“ segir Ása, sem leyfir áhugasömum að fylgjast með ferlinu bæði á Snapchat og á blogginu sínu, asalindmua.com.Léttir að geta talað opinskátt um ófrjóseminaÞungu fargi var létt af Ásu Lind þegar hún byrjaði að tala um ófrjósemina opinskátt. „Ég fann strax, eftir fyrsta „snappið“ þar sem ég sagði frá, hvað mér leið miklu betur. Ég mæli eindregið með því að fólk tali um þetta. Það þarf ekki að vera eins opinberlega og í mínu tilfelli, en það er svo gott ef fólkið í kringum mann veit hvernig staðan er.“ Ása Lind hefur fengið mikil og jákvæð viðbrögð við umfjöllun sinni. „Viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Og skilaboðin sem ég fæ eru svo yndisleg, þá sérstaklega frá fólki sem hefur líka verið að glíma við ófrjósemi. Það gleður mig að geta hjálpað öðrum og mögulega að opna umræðuna um ófrjósemi aðeins. Að fólk gefi sér tíma til að senda mér sínar sögur eða hvatningu er ómetanlegt.“ Hvað er svo fram undan hjá þeim Ásu og Helga? „Það styttist í næstu smásjárfrjóvgun en hún á að vera núna í janúar eða febrúar. Svo vorum við að kaupa draumahúsið og við tökum við því næsta sumar,“ segir Ása og bendir áhugasömum á að fylgjast með framhaldinu á Snapchat undir notandanafninu asalindmua. Eins verður hægt að fylgjast með henni á YouTube og Instagram undir sama notandanafni. Og ekki má gleyma blogginu, asalindmua.com.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira