Elín hlaut bjartsýnisverðlaunin Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. janúar 2017 11:00 Elín Hansdóttir ásamt Rannveigu Rist og Guðna Th. Jóhannessyni. Vísir/Ernir „Þetta er að sjálfsögðu mjög mikil viðurkenning, ekki síst vegna þess að það veitir ekki af því að minna samfélagið á vægi menningarinnar, það er alls ekki mikið um menningarverðlaun á Íslandi,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarkona sem hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin annan janúar. Í dómnefnd sátu frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson. Íslensku bjartsýnisverðlaunin voru fyrst afhent árið 1981 og voru allt til ársins 1999 kennd við upphafsmann sinn, Danann Peter Brøste. „Þau voru á sínum tíma stofnuð vegna þess að Brøste varð svo uppnuminn af því þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Það var ekki síst mikið gleðiefni í mínu lífi að fá að hitta hana við afhendingu verðlaunanna, þar sem hún er mér mikil fyrirmynd og verður líklega alltaf ein stærsta fyrirmynd íslenskra kvenna,“ segir Elín. Íslensku bjartsýnisverðlaunin hafa fyrir löngu fest sig í sessi. En árið 2000 varð ISAL bakhjarl verðlaunanna. „Verðlaunin eru auðvitað mikil viðurkenning og hafa hvetjandi áhrif fyrir mig til að halda áfram starfi mínu. Sköpunarferli myndlistarmanna er mikið óvissuferli og maður er í stöðugri rússíbanaferð svo þetta er virkilega mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram,“ útskýrir Elín. Elín útskrifaðist með BA-próf frá Listaháskóla Íslands og magisterspróf frá Berlín-Weissensee listaháskólanum. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víðsvegar um heiminn. Nú er hún með sýningu í Galleríi i8 sem stendur til 4. febrúar. „Þetta eru níu ljósmyndir sem ég er að sýna, sem eru samt sem áður mjög rýmisbundnar, en þær eru teknar inni í sýningarrýminu sjálfu. Ég er að nota gamla blekkingaraðferð úr kvikmyndaheiminum, þar sem glerplötum var stillt upp fyrir framan kvikmyndavélina, og viðbætur við landslag eða rými voru málaðar á glerið, svo var skotið í gegn um glerið, sem þjónaði þeim tilgangi að bæta við eða breyta rými frá sjónarhorni myndavélarinnar. Það sem ég er að gera í þessu tilfelli er að reyna að stroka út stóra súlu í miðju rýminu með því að setja í hennar stað svífandi blómvönd sem sést frá níu mismunandi sjónarhornum,“ útskýrir Elín og bætir við að þetta sé alls ekki eins flókið og það hljómar. Á næstunni mun Elín einblína á vinnustofuvinnu, þar sem hún ætlar að taka sér tíma til að skapa og búa til ný verk. „Ég mun taka mér tíma á næstunni til að þess að vinna verk. Ég legg það nú ekki í vana minn að plana marga mánuði fram í tímann. En það koma alltaf ný og spennandi verkefni til að takast á við,“ segir Elín að lokum. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
„Þetta er að sjálfsögðu mjög mikil viðurkenning, ekki síst vegna þess að það veitir ekki af því að minna samfélagið á vægi menningarinnar, það er alls ekki mikið um menningarverðlaun á Íslandi,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarkona sem hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin annan janúar. Í dómnefnd sátu frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson. Íslensku bjartsýnisverðlaunin voru fyrst afhent árið 1981 og voru allt til ársins 1999 kennd við upphafsmann sinn, Danann Peter Brøste. „Þau voru á sínum tíma stofnuð vegna þess að Brøste varð svo uppnuminn af því þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Það var ekki síst mikið gleðiefni í mínu lífi að fá að hitta hana við afhendingu verðlaunanna, þar sem hún er mér mikil fyrirmynd og verður líklega alltaf ein stærsta fyrirmynd íslenskra kvenna,“ segir Elín. Íslensku bjartsýnisverðlaunin hafa fyrir löngu fest sig í sessi. En árið 2000 varð ISAL bakhjarl verðlaunanna. „Verðlaunin eru auðvitað mikil viðurkenning og hafa hvetjandi áhrif fyrir mig til að halda áfram starfi mínu. Sköpunarferli myndlistarmanna er mikið óvissuferli og maður er í stöðugri rússíbanaferð svo þetta er virkilega mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram,“ útskýrir Elín. Elín útskrifaðist með BA-próf frá Listaháskóla Íslands og magisterspróf frá Berlín-Weissensee listaháskólanum. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga víðsvegar um heiminn. Nú er hún með sýningu í Galleríi i8 sem stendur til 4. febrúar. „Þetta eru níu ljósmyndir sem ég er að sýna, sem eru samt sem áður mjög rýmisbundnar, en þær eru teknar inni í sýningarrýminu sjálfu. Ég er að nota gamla blekkingaraðferð úr kvikmyndaheiminum, þar sem glerplötum var stillt upp fyrir framan kvikmyndavélina, og viðbætur við landslag eða rými voru málaðar á glerið, svo var skotið í gegn um glerið, sem þjónaði þeim tilgangi að bæta við eða breyta rými frá sjónarhorni myndavélarinnar. Það sem ég er að gera í þessu tilfelli er að reyna að stroka út stóra súlu í miðju rýminu með því að setja í hennar stað svífandi blómvönd sem sést frá níu mismunandi sjónarhornum,“ útskýrir Elín og bætir við að þetta sé alls ekki eins flókið og það hljómar. Á næstunni mun Elín einblína á vinnustofuvinnu, þar sem hún ætlar að taka sér tíma til að skapa og búa til ný verk. „Ég mun taka mér tíma á næstunni til að þess að vinna verk. Ég legg það nú ekki í vana minn að plana marga mánuði fram í tímann. En það koma alltaf ný og spennandi verkefni til að takast á við,“ segir Elín að lokum.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira