Átti enginn „séns“ í Hafþór í WOW Stronger Birgir Olgeirsson skrifar 8. janúar 2017 14:56 Lið Annie Mist hafði sigur í þessari keppni en með henni voru Hafþór Júlíus og Daninn Frederick Ægidius. Vísir/Facebook Uppselt var á aflraunakeppnina WOW Stronger sem haldin var í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík í Faxafeni í gær. Þar komu saman stærstu aflraunastjörnur Íslands ásamt nokkrum erlendum keppendum sem tóku þátt í keppni þar sem Strongman-greinum var blandað saman við CrossFit-greinar. Á meðal keppenda voru Hafþór Júlíus Björnsson sterkasti maður Íslands og keppandi og Strongman-greinum, Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í CrossFit, Annie Mist Þórisdóttir fyrrverandi heimsmeistari í CrossFit og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Evrópumeistari í CrossFit en hún hafnaði einnig í 3. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í CrossFit. Keppt var í liðakeppni þar sem lið Annie Mist fór með sigur af hólmi en með henni voru Hafþór Júlíus og Daninn Frederick Ægidius, sem er kærasti Annie Mist. „Það var engin keppni hjá þessum CrossFit-gaurum þó þeir séu sterkari en meðalmaðurinn. Það er enginn eins og Hafþór,“ segir Evert Víglundsson, einn af skipuleggjendum keppninnar, og á þar við að Hafþór Júlíus hafði mikla yfirburði í kraftagreinum í þessari keppni.500 áhorfendur vildu meira Hann segir að meira hafi verið hugsað út í skemmtanagildi þessarar keppni og segir mikla stemningu hafa verið í húsinu. 500 miðar voru settir á sölu fyrir keppnina sem ruku út í miðasölu og skemmtu áhorfendur sér konunglega að sögn Everts. „Áhorfendur voru sammála um það að þeir myndu vilja sjá þetta aftur og við sem héldum þetta erum sammála að við getum gert þetta stærra og flottara á næsta ári,“ segir Evert og vonast til að þessi keppni verði að árlegum viðburði í janúar. „Þetta gæti orðið þrefalt, jafnvel fjórfalt stærra á næsta ári,“ segir Evert og segir alla þá útlendinga sem sóttu þessa keppni hafa verið stórhrifna, enda sé Ísland ofarlega í huga áhugafólks um CrossFit- og Strongman-keppnir.Ljóst hvar CrossFit-sambandið stendurFyrir helgi birtist gagnrýni á þessa keppni í Fréttatímanum frá Ingimundi Björgvinssyni, formanni þjálfararáðs Kraftlyftingasambandsins, og Birgi Sverrissyni, verkefnisstjóra lyfjaeftirlitsnefndar Íþróttasambands hjá Íþróttasambandi Íslands. Birgir sagði það algjöran tvískinnung, að vilja bæta ímynd CrossFit en blanda íþróttinni saman við aflraunir sem eru ekki undir neinu eftirliti. Evert segir vafalaust hægt að gagnrýna þetta fyrirkomulag. „En það var ekki það sem við vorum að hugsa með þessu. Við vorum að hugsa um að búa til skemmtilega umgjörð um þessar tvær greinar.“ Hann segir skipuleggjendur keppninnar hafa átt í viðræðum við Hafþór sem langar að bæta við Strongman-keppni á Íslandi. „Það má vafalaust færa einhver rök fyrir því að það sé óþarfi. Mér finnst þetta bara leiðinleg komment sem eru óþörf,“ segir Evert. Hann rifjar upp að tveir einstaklingar voru teknir í lyfjapróf eftir Íslandsmeistaramóti í CrossFit í Digranesi í nóvember síðastliðnum sem þeir féllu á. Um var að ræða keppendur sem höfnuðu í efstu tveimur sætunum. „Þeir voru bara útskúfaðir úr sportinu samstundis. Það er alveg augljóst hvar CrossFit-samfélagið stendur í því máli.“ Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Uppselt var á aflraunakeppnina WOW Stronger sem haldin var í höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík í Faxafeni í gær. Þar komu saman stærstu aflraunastjörnur Íslands ásamt nokkrum erlendum keppendum sem tóku þátt í keppni þar sem Strongman-greinum var blandað saman við CrossFit-greinar. Á meðal keppenda voru Hafþór Júlíus Björnsson sterkasti maður Íslands og keppandi og Strongman-greinum, Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í CrossFit, Annie Mist Þórisdóttir fyrrverandi heimsmeistari í CrossFit og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir Evrópumeistari í CrossFit en hún hafnaði einnig í 3. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í CrossFit. Keppt var í liðakeppni þar sem lið Annie Mist fór með sigur af hólmi en með henni voru Hafþór Júlíus og Daninn Frederick Ægidius, sem er kærasti Annie Mist. „Það var engin keppni hjá þessum CrossFit-gaurum þó þeir séu sterkari en meðalmaðurinn. Það er enginn eins og Hafþór,“ segir Evert Víglundsson, einn af skipuleggjendum keppninnar, og á þar við að Hafþór Júlíus hafði mikla yfirburði í kraftagreinum í þessari keppni.500 áhorfendur vildu meira Hann segir að meira hafi verið hugsað út í skemmtanagildi þessarar keppni og segir mikla stemningu hafa verið í húsinu. 500 miðar voru settir á sölu fyrir keppnina sem ruku út í miðasölu og skemmtu áhorfendur sér konunglega að sögn Everts. „Áhorfendur voru sammála um það að þeir myndu vilja sjá þetta aftur og við sem héldum þetta erum sammála að við getum gert þetta stærra og flottara á næsta ári,“ segir Evert og vonast til að þessi keppni verði að árlegum viðburði í janúar. „Þetta gæti orðið þrefalt, jafnvel fjórfalt stærra á næsta ári,“ segir Evert og segir alla þá útlendinga sem sóttu þessa keppni hafa verið stórhrifna, enda sé Ísland ofarlega í huga áhugafólks um CrossFit- og Strongman-keppnir.Ljóst hvar CrossFit-sambandið stendurFyrir helgi birtist gagnrýni á þessa keppni í Fréttatímanum frá Ingimundi Björgvinssyni, formanni þjálfararáðs Kraftlyftingasambandsins, og Birgi Sverrissyni, verkefnisstjóra lyfjaeftirlitsnefndar Íþróttasambands hjá Íþróttasambandi Íslands. Birgir sagði það algjöran tvískinnung, að vilja bæta ímynd CrossFit en blanda íþróttinni saman við aflraunir sem eru ekki undir neinu eftirliti. Evert segir vafalaust hægt að gagnrýna þetta fyrirkomulag. „En það var ekki það sem við vorum að hugsa með þessu. Við vorum að hugsa um að búa til skemmtilega umgjörð um þessar tvær greinar.“ Hann segir skipuleggjendur keppninnar hafa átt í viðræðum við Hafþór sem langar að bæta við Strongman-keppni á Íslandi. „Það má vafalaust færa einhver rök fyrir því að það sé óþarfi. Mér finnst þetta bara leiðinleg komment sem eru óþörf,“ segir Evert. Hann rifjar upp að tveir einstaklingar voru teknir í lyfjapróf eftir Íslandsmeistaramóti í CrossFit í Digranesi í nóvember síðastliðnum sem þeir féllu á. Um var að ræða keppendur sem höfnuðu í efstu tveimur sætunum. „Þeir voru bara útskúfaðir úr sportinu samstundis. Það er alveg augljóst hvar CrossFit-samfélagið stendur í því máli.“
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira