Hvar hvílir ábyrgðin á bættum heimi? Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 08:12 Við gerum okkur flest grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að tryggja að komandi kynslóðir geti búið við sambærilegar aðstæður og við búum við í dag. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og huga að sjálfbærri nýtingu á náttúruauðlindum. Undirritun Parísarsáttmálans var stórt skref í rétta átt en líkt og komið hefur fram þá þarf mikið að breytast til að markmið sem þar eru sett fram náist. Hvernig getum við þá tryggt að árangur náist – á hverjum hvílir ábyrgðin? Hvert skref í rétta átt, hversu stórt sem það er, skiptir máli. Árangur byggist ekki aðeins á því að stjórnvöld beiti þeim aðferðum og hvötum sem þau hafa valda á eða á aðgerðum einstaklinga. Fyrirtæki og stofnanir gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að árangur náist í loftslagsmálum. Fyrirtæki og stofnanir eru leiðandi afl í samfélaginu, kannanir sýna að einstaklingar sem að t.d. flokka í vinnunni eru líklegri til þess að gera það líka heima hjá sér. Á vinnustöðum hvílir því mikil ábyrgð þegar kemur að því að sýna gott fordæmi og vinna að bættri umhverfisvitund í samfélaginu. Hver vinnustaður er ólíkur öðrum og sérsniðin stefnumótun í samstarfi við starfsfólk sem tekur á þeim þáttum sem að snertir starfsemi fyrirtækis eða stofnunarinnar er besta leiðin að árangri. Innleiðing stefnu sem felur í sér mælanleg markmið getur aðstoðað vinnustaði við að skilgreina hvar það getur haft áhrif og fylgjast með árangri sínum. Huga þarf ekki aðeins að starfseminni sjálfri heldur einnig hagsmunaaðilum og virðiskeðju vinnustaðar við mótun stefnunnar ásamt áhrifum þess á umhverfi og samfélag í víðu samhengi. Slíka stefnu er hægt að kalla sjálfbærnistefnu vinnustaðar þar sem hún tekur tillit til áhrifa á bæði umhverfi og samfélag með það að upplagi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum þarf ekki að vera flókið ferli og byggist í megindráttum á því sama og önnur stefnumörkun. Fyrst þarf að kortleggja hvar vinnustaðurinn stendur þegar kemur að umhverfismálum, auðlindanotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Að því loknu eru sett niður markmið um úrbætur, leiðir til að ná þeim markmiðum og mælikvarðar til að meta frammistöðu. Lykilatriði er að skilgreina mælikvarða en það gerir vinnustað kleift að fylgjast með árangri sínum og hvar þarf að gera betur. Það þarf ekki að byrja á því að bjarga heiminum og oft er gott að byrja á raunhæfum markmiðum. Fyrsta verkefnið getur því verið að setja sér markmið um að draga úr úrgangi eða pappírsnotkun á vinnustað og í framhaldinu eru skilgreindar aðgerðir til þess að ná markmiðum. Með tímanum er hægt að fjölga markmiðunum og gera þau víðtækari og metnaðarfyllri. Staðreyndin er sú að margar hendur vinna létt verk og ef við leggjum öll okkar af mörkum eru meiri líkur en minni á að við getum dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga – ábyrgðin um bættan heim hvílir á okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við gerum okkur flest grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að tryggja að komandi kynslóðir geti búið við sambærilegar aðstæður og við búum við í dag. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og huga að sjálfbærri nýtingu á náttúruauðlindum. Undirritun Parísarsáttmálans var stórt skref í rétta átt en líkt og komið hefur fram þá þarf mikið að breytast til að markmið sem þar eru sett fram náist. Hvernig getum við þá tryggt að árangur náist – á hverjum hvílir ábyrgðin? Hvert skref í rétta átt, hversu stórt sem það er, skiptir máli. Árangur byggist ekki aðeins á því að stjórnvöld beiti þeim aðferðum og hvötum sem þau hafa valda á eða á aðgerðum einstaklinga. Fyrirtæki og stofnanir gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að árangur náist í loftslagsmálum. Fyrirtæki og stofnanir eru leiðandi afl í samfélaginu, kannanir sýna að einstaklingar sem að t.d. flokka í vinnunni eru líklegri til þess að gera það líka heima hjá sér. Á vinnustöðum hvílir því mikil ábyrgð þegar kemur að því að sýna gott fordæmi og vinna að bættri umhverfisvitund í samfélaginu. Hver vinnustaður er ólíkur öðrum og sérsniðin stefnumótun í samstarfi við starfsfólk sem tekur á þeim þáttum sem að snertir starfsemi fyrirtækis eða stofnunarinnar er besta leiðin að árangri. Innleiðing stefnu sem felur í sér mælanleg markmið getur aðstoðað vinnustaði við að skilgreina hvar það getur haft áhrif og fylgjast með árangri sínum. Huga þarf ekki aðeins að starfseminni sjálfri heldur einnig hagsmunaaðilum og virðiskeðju vinnustaðar við mótun stefnunnar ásamt áhrifum þess á umhverfi og samfélag í víðu samhengi. Slíka stefnu er hægt að kalla sjálfbærnistefnu vinnustaðar þar sem hún tekur tillit til áhrifa á bæði umhverfi og samfélag með það að upplagi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum þarf ekki að vera flókið ferli og byggist í megindráttum á því sama og önnur stefnumörkun. Fyrst þarf að kortleggja hvar vinnustaðurinn stendur þegar kemur að umhverfismálum, auðlindanotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Að því loknu eru sett niður markmið um úrbætur, leiðir til að ná þeim markmiðum og mælikvarðar til að meta frammistöðu. Lykilatriði er að skilgreina mælikvarða en það gerir vinnustað kleift að fylgjast með árangri sínum og hvar þarf að gera betur. Það þarf ekki að byrja á því að bjarga heiminum og oft er gott að byrja á raunhæfum markmiðum. Fyrsta verkefnið getur því verið að setja sér markmið um að draga úr úrgangi eða pappírsnotkun á vinnustað og í framhaldinu eru skilgreindar aðgerðir til þess að ná markmiðum. Með tímanum er hægt að fjölga markmiðunum og gera þau víðtækari og metnaðarfyllri. Staðreyndin er sú að margar hendur vinna létt verk og ef við leggjum öll okkar af mörkum eru meiri líkur en minni á að við getum dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga – ábyrgðin um bættan heim hvílir á okkur öllum.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar