Hvar hvílir ábyrgðin á bættum heimi? Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 08:12 Við gerum okkur flest grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að tryggja að komandi kynslóðir geti búið við sambærilegar aðstæður og við búum við í dag. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og huga að sjálfbærri nýtingu á náttúruauðlindum. Undirritun Parísarsáttmálans var stórt skref í rétta átt en líkt og komið hefur fram þá þarf mikið að breytast til að markmið sem þar eru sett fram náist. Hvernig getum við þá tryggt að árangur náist – á hverjum hvílir ábyrgðin? Hvert skref í rétta átt, hversu stórt sem það er, skiptir máli. Árangur byggist ekki aðeins á því að stjórnvöld beiti þeim aðferðum og hvötum sem þau hafa valda á eða á aðgerðum einstaklinga. Fyrirtæki og stofnanir gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að árangur náist í loftslagsmálum. Fyrirtæki og stofnanir eru leiðandi afl í samfélaginu, kannanir sýna að einstaklingar sem að t.d. flokka í vinnunni eru líklegri til þess að gera það líka heima hjá sér. Á vinnustöðum hvílir því mikil ábyrgð þegar kemur að því að sýna gott fordæmi og vinna að bættri umhverfisvitund í samfélaginu. Hver vinnustaður er ólíkur öðrum og sérsniðin stefnumótun í samstarfi við starfsfólk sem tekur á þeim þáttum sem að snertir starfsemi fyrirtækis eða stofnunarinnar er besta leiðin að árangri. Innleiðing stefnu sem felur í sér mælanleg markmið getur aðstoðað vinnustaði við að skilgreina hvar það getur haft áhrif og fylgjast með árangri sínum. Huga þarf ekki aðeins að starfseminni sjálfri heldur einnig hagsmunaaðilum og virðiskeðju vinnustaðar við mótun stefnunnar ásamt áhrifum þess á umhverfi og samfélag í víðu samhengi. Slíka stefnu er hægt að kalla sjálfbærnistefnu vinnustaðar þar sem hún tekur tillit til áhrifa á bæði umhverfi og samfélag með það að upplagi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum þarf ekki að vera flókið ferli og byggist í megindráttum á því sama og önnur stefnumörkun. Fyrst þarf að kortleggja hvar vinnustaðurinn stendur þegar kemur að umhverfismálum, auðlindanotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Að því loknu eru sett niður markmið um úrbætur, leiðir til að ná þeim markmiðum og mælikvarðar til að meta frammistöðu. Lykilatriði er að skilgreina mælikvarða en það gerir vinnustað kleift að fylgjast með árangri sínum og hvar þarf að gera betur. Það þarf ekki að byrja á því að bjarga heiminum og oft er gott að byrja á raunhæfum markmiðum. Fyrsta verkefnið getur því verið að setja sér markmið um að draga úr úrgangi eða pappírsnotkun á vinnustað og í framhaldinu eru skilgreindar aðgerðir til þess að ná markmiðum. Með tímanum er hægt að fjölga markmiðunum og gera þau víðtækari og metnaðarfyllri. Staðreyndin er sú að margar hendur vinna létt verk og ef við leggjum öll okkar af mörkum eru meiri líkur en minni á að við getum dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga – ábyrgðin um bættan heim hvílir á okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við gerum okkur flest grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að tryggja að komandi kynslóðir geti búið við sambærilegar aðstæður og við búum við í dag. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og huga að sjálfbærri nýtingu á náttúruauðlindum. Undirritun Parísarsáttmálans var stórt skref í rétta átt en líkt og komið hefur fram þá þarf mikið að breytast til að markmið sem þar eru sett fram náist. Hvernig getum við þá tryggt að árangur náist – á hverjum hvílir ábyrgðin? Hvert skref í rétta átt, hversu stórt sem það er, skiptir máli. Árangur byggist ekki aðeins á því að stjórnvöld beiti þeim aðferðum og hvötum sem þau hafa valda á eða á aðgerðum einstaklinga. Fyrirtæki og stofnanir gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að árangur náist í loftslagsmálum. Fyrirtæki og stofnanir eru leiðandi afl í samfélaginu, kannanir sýna að einstaklingar sem að t.d. flokka í vinnunni eru líklegri til þess að gera það líka heima hjá sér. Á vinnustöðum hvílir því mikil ábyrgð þegar kemur að því að sýna gott fordæmi og vinna að bættri umhverfisvitund í samfélaginu. Hver vinnustaður er ólíkur öðrum og sérsniðin stefnumótun í samstarfi við starfsfólk sem tekur á þeim þáttum sem að snertir starfsemi fyrirtækis eða stofnunarinnar er besta leiðin að árangri. Innleiðing stefnu sem felur í sér mælanleg markmið getur aðstoðað vinnustaði við að skilgreina hvar það getur haft áhrif og fylgjast með árangri sínum. Huga þarf ekki aðeins að starfseminni sjálfri heldur einnig hagsmunaaðilum og virðiskeðju vinnustaðar við mótun stefnunnar ásamt áhrifum þess á umhverfi og samfélag í víðu samhengi. Slíka stefnu er hægt að kalla sjálfbærnistefnu vinnustaðar þar sem hún tekur tillit til áhrifa á bæði umhverfi og samfélag með það að upplagi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum þarf ekki að vera flókið ferli og byggist í megindráttum á því sama og önnur stefnumörkun. Fyrst þarf að kortleggja hvar vinnustaðurinn stendur þegar kemur að umhverfismálum, auðlindanotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Að því loknu eru sett niður markmið um úrbætur, leiðir til að ná þeim markmiðum og mælikvarðar til að meta frammistöðu. Lykilatriði er að skilgreina mælikvarða en það gerir vinnustað kleift að fylgjast með árangri sínum og hvar þarf að gera betur. Það þarf ekki að byrja á því að bjarga heiminum og oft er gott að byrja á raunhæfum markmiðum. Fyrsta verkefnið getur því verið að setja sér markmið um að draga úr úrgangi eða pappírsnotkun á vinnustað og í framhaldinu eru skilgreindar aðgerðir til þess að ná markmiðum. Með tímanum er hægt að fjölga markmiðunum og gera þau víðtækari og metnaðarfyllri. Staðreyndin er sú að margar hendur vinna létt verk og ef við leggjum öll okkar af mörkum eru meiri líkur en minni á að við getum dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga – ábyrgðin um bættan heim hvílir á okkur öllum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar