Áheyrnaprufan hefði getað gengið betur fyrir Black og hefur hann staðið sig betur í þáttunum.
Það er skemmst frá því að segja að kappinn komst ekki áfram, en hann bað um sviðið rétt áður en hann gekk út úr salnum. Því næst kallaði hann á kærustuna sína, Emmu, og bað hana um að giftast sér fyrir framan dómarana og alla í salnum.
Hún sagði sem betur fer já og var um mjög tilfinningaþrungna stund að ræða.