Fundu kjálkabein af manni í fjöruborðinu: „Strákurinn minn var fyrst bara að leika sér með þetta“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. júní 2017 13:00 Álfheiður segir að þeim hafi brugðið þegar þau áttuðu sig á því að beinið var úr manni. Álfheiður Gunnsteinsdóttir Álfheiður Gunnsteinsdóttir var í fjöruferð ásamt manni sínum og syni síðastliðinn föstudag í Borgarnesi þegar þau rákust á heldur óvenjulegan grip í fjöruborðinu. Um var að ræða kjálkabein af manni.Lék sér að beini „Við vorum að veiða beint fyrir neðan Hafnarfjallið. Ég og litli strákurinn minn vorum að rölta og skoða steina og tína krabba og rákumst á þetta. Strákurinn minn var fyrst bara að leika sér með þetta og var að reyna að ná tönnunum úr og ég fattaði þetta ekki fyrst hvað þetta var. Þetta voru tveir heilir jaxlar,“ segir Álfheiður í samtal við Vísi. Álfheiður tók kjálkann með sér heim og skoðaði hann daginn eftir. „Ég ætlaði að fullvissa mig að þetta væri örugglega úr manni. En það fer ekkert á milli mála þegar maður fer að skoða þetta,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að þeim hafi brugðið þegar þau áttuðu sig á því að beinið var úr manni. „Það er bara vonandi að það finnist út hver á þessi bein,“ segir Álfheiður.Gamall kjálki „Við höldum að þetta sé kjálki af manni og virðist vera gamall. Það er eiginlega það eina sem við vitum. Hann er mikið slitinn, búinn að velkjast greinilega lengi,“ segir Jón Ólafsson yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Kjálkinn verður sendur í greiningu hjá Kennslanefnd. Ekki er vitað hvenær niðurstöðu er að vænta frá nefndinni. Hvort að kjálkinn tengist mannshvarfi sé hins vegar erfitt að segja. Hann telur þó að ef svo sé þá sé um að ræða gamalt mál. Jón segir fundur sem þessi sé ekki algengur. Búist er við því að svæðið verði skoðað nánar og athugað hvort að fleiri bein finnist. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Álfheiður Gunnsteinsdóttir var í fjöruferð ásamt manni sínum og syni síðastliðinn föstudag í Borgarnesi þegar þau rákust á heldur óvenjulegan grip í fjöruborðinu. Um var að ræða kjálkabein af manni.Lék sér að beini „Við vorum að veiða beint fyrir neðan Hafnarfjallið. Ég og litli strákurinn minn vorum að rölta og skoða steina og tína krabba og rákumst á þetta. Strákurinn minn var fyrst bara að leika sér með þetta og var að reyna að ná tönnunum úr og ég fattaði þetta ekki fyrst hvað þetta var. Þetta voru tveir heilir jaxlar,“ segir Álfheiður í samtal við Vísi. Álfheiður tók kjálkann með sér heim og skoðaði hann daginn eftir. „Ég ætlaði að fullvissa mig að þetta væri örugglega úr manni. En það fer ekkert á milli mála þegar maður fer að skoða þetta,“ segir Álfheiður. Álfheiður segir að þeim hafi brugðið þegar þau áttuðu sig á því að beinið var úr manni. „Það er bara vonandi að það finnist út hver á þessi bein,“ segir Álfheiður.Gamall kjálki „Við höldum að þetta sé kjálki af manni og virðist vera gamall. Það er eiginlega það eina sem við vitum. Hann er mikið slitinn, búinn að velkjast greinilega lengi,“ segir Jón Ólafsson yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Kjálkinn verður sendur í greiningu hjá Kennslanefnd. Ekki er vitað hvenær niðurstöðu er að vænta frá nefndinni. Hvort að kjálkinn tengist mannshvarfi sé hins vegar erfitt að segja. Hann telur þó að ef svo sé þá sé um að ræða gamalt mál. Jón segir fundur sem þessi sé ekki algengur. Búist er við því að svæðið verði skoðað nánar og athugað hvort að fleiri bein finnist.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira