Hetjudáðir eiga aldrei við í vopnuðum ránum Benedikt Bóas skrifar 25. mars 2017 07:00 Arnór Sigurðsson á námskeiðinu Ógnandi hegðun. Mynd/Öryggismiðstöðin Eftir tvö vopnuð rán í mars, annað í Glæsibæ og hitt á Bíldshöfða, hefur fyrirspurnum til Öryggismiðstöðvarinnar um námskeiðið Ógnandi hegðun fjölgað töluvert og fyrirtæki sýnt áhuga á að senda starfsmenn sína á það. Þar er reynt að undirbúa starfsfólk eins vel og mögulegt er lendi það í vopnuðu ráni. „Þetta kemur í skorpum. Þegar tvö rán verða þá fara atvinnurekendur að hugsa hvernig þeir geti brugðist við ef þeirra verslun og þeirra starfsfólk lenti í svona,“ segir Arnór Sigurðsson, sem er einn af kennurum á námskeiðinu. Arnór segir að farið sé yfir ýmsa þætti á námskeiðinu eins og hvernig sé að lenda í vopnuðu ráni og viðbrögð við því. Þeir sem lenda í ráni eru oftar en ekki lengi að jafna sig. Það sé mikið sjokk að fá öskrandi og ógnandi ræningja, sem eru oftast vopnaðir, inn í verslun til sín. „Það er eðlilegt að taka svona nærri sér. Þegar einhverjum er ógnað og það er farið inn á persónulegt svæði manneskju, þá getur það verið mikið áfall. Þess vegna skiptir miklu máli vinnan sem fer af stað eftir ránið. Við komum ekki í veg fyrir að svona hlutir gerist en við getum unnið rétt úr þeim eftir á. Fyrir fyrirtæki og atvinnurekendur skiptir miklu máli að bregðast rétt við með réttum stuðningi fyrir starfsfólk sitt.“ Arnór segir að það sé meiri skilningur nú hjá atvinnurekendum gagnvart starfsfólki sínu. „Viðskiptavinum sem hafa komið á námskeið er umhugað um starfsfólkið enda er það grunnurinn að starfseminni. Það er verið að fjárfesta í þeim og það skiptir máli að sýna þeim þann stuðning ef eitthvað kemur upp á og undirbúa það.“ Ef einhver lendir í vopnuðu ráni þá er aðalatriðið að reyna ekki að leika hetju. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Það vilja allir komast heim til sín eftir vinnudaginn og í flestum tilfellum eru þetta dauðir hlutir og heilsa starfsmannsins er aðalatriðið. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að leika hetju. Það er gullna reglan í þessu, að hugsa um sitt eigið öryggi,“ segir Arnór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Eftir tvö vopnuð rán í mars, annað í Glæsibæ og hitt á Bíldshöfða, hefur fyrirspurnum til Öryggismiðstöðvarinnar um námskeiðið Ógnandi hegðun fjölgað töluvert og fyrirtæki sýnt áhuga á að senda starfsmenn sína á það. Þar er reynt að undirbúa starfsfólk eins vel og mögulegt er lendi það í vopnuðu ráni. „Þetta kemur í skorpum. Þegar tvö rán verða þá fara atvinnurekendur að hugsa hvernig þeir geti brugðist við ef þeirra verslun og þeirra starfsfólk lenti í svona,“ segir Arnór Sigurðsson, sem er einn af kennurum á námskeiðinu. Arnór segir að farið sé yfir ýmsa þætti á námskeiðinu eins og hvernig sé að lenda í vopnuðu ráni og viðbrögð við því. Þeir sem lenda í ráni eru oftar en ekki lengi að jafna sig. Það sé mikið sjokk að fá öskrandi og ógnandi ræningja, sem eru oftast vopnaðir, inn í verslun til sín. „Það er eðlilegt að taka svona nærri sér. Þegar einhverjum er ógnað og það er farið inn á persónulegt svæði manneskju, þá getur það verið mikið áfall. Þess vegna skiptir miklu máli vinnan sem fer af stað eftir ránið. Við komum ekki í veg fyrir að svona hlutir gerist en við getum unnið rétt úr þeim eftir á. Fyrir fyrirtæki og atvinnurekendur skiptir miklu máli að bregðast rétt við með réttum stuðningi fyrir starfsfólk sitt.“ Arnór segir að það sé meiri skilningur nú hjá atvinnurekendum gagnvart starfsfólki sínu. „Viðskiptavinum sem hafa komið á námskeið er umhugað um starfsfólkið enda er það grunnurinn að starfseminni. Það er verið að fjárfesta í þeim og það skiptir máli að sýna þeim þann stuðning ef eitthvað kemur upp á og undirbúa það.“ Ef einhver lendir í vopnuðu ráni þá er aðalatriðið að reyna ekki að leika hetju. „Það er númer eitt, tvö og þrjú. Það vilja allir komast heim til sín eftir vinnudaginn og í flestum tilfellum eru þetta dauðir hlutir og heilsa starfsmannsins er aðalatriðið. Við brýnum fyrir fólki að vera ekki að leika hetju. Það er gullna reglan í þessu, að hugsa um sitt eigið öryggi,“ segir Arnór. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira