Alþjóðadagur fatlaðs fólks í tuttugasta og fimmta sinn Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2017 07:00 Þuríður er formaður Öryrkjabandalagsins. Hún segir mikilvægt að skapa jákvæða ímynd um fatlað fólk út á við. Fréttablaðið/Hanna Alþjóðadagur fatlaðra var í gær, 3. desember. Dagurinn var fyrst haldinn af Sameinuðu þjóðunum árið 1992 og er haldinn til stuðnings réttindum fatlaðs fólks alþjóðlega. Sameinuðu þjóðirnar telja að einn af hverjum sjö fæðist með eða fái einhvers konar fötlun á lífsleiðinni. Á Íslandi má gera ráð fyrir að á milli 4.000 og 5.000 einstaklingar séu með fötlun, þar af 34 prósent börn. Í dag veitir Öryrkjabandalag Íslands Hvatningarverðlaun sín, í ellefta sinn. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að eins samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Verndari verðlaunanna er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hönnuður verðlaunagripsins er Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður. Niðurstöður dómnefndar verða kunngerðar við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 14-16. „Við höfum reynt að halda pínulítið upp á daginn, og eins með Hvatningarverðlaunin þá notum við þau til að vekja athygli á góðum verkum í samfélaginu okkar og þeim fyrirtækjum sem hafa lagt eitthvað gott til málanna. Þau eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur í samfélaginu og endurspegla okkar einkunnarorð, eitt samfélag fyrir alla,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Alþjóðadagur fatlaðra er tileinkaður fötluðu fólki, baráttu þess og lífi þess. Þetta er einn partur af því að geta verið sýnileg út á við og að það sé munað eftir þessum hópi. Hann er mjög mikilvægur,“ segir Þuríður Harpa. „Núna getum við notað hann til að varpa ljósi út frá einhverju baráttumáli. Fyrir öryrkja og fatlaða á Íslandi eru það númer eitt, tvö og þrjú kjör öryrkja og fatlaðs fólks og þessar skelfilegu skerðingar sem eru að koma á þennan þjóðfélagshóp sem getur enga björg sér veitt,“ segir hún. „Við erum búin að berjast fyrir NPA í mörg ár. Þetta er algert mannréttindatól. Fyrir þann sem lendir í því að vera hreyfihamlaður eða með hvers kyns hömlun sem er, þá skiptir þetta gríðarlega miklu máli, hvort hann hafi þetta tæki til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þetta skiptir bara öllu máli. Hvort þú liggur í rúminu hjálparlaus heilu helgarnar eða vikurnar. Eða hvort þú færð að fara út á þínum forsendum.“ Þuríður víkur einnig að mikilvægi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann var fullgiltur á Íslandi á síðasta ári. Samningurinn er alþjóðasamningur sem felur í sér skyldur aðildarríkja til þess að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Þuríður segir að hún hefði viljað sjá lögfestingu sáttmálans í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Ef þú ert búinn að lögfesta, þá hefurðu aðeins meiri pressu á að innleiða lög, en ef þú ert ekki búinn að lögfesta, þá er engin pressa. Þá gera bara stjórnvöld þetta einhvern veginn. Ég hefði viljað sjá að þeir hefðu ætlað sér að lögfesta og ef það á að innleiða að það væri tímarammi á þessu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Alþjóðadagur fatlaðra var í gær, 3. desember. Dagurinn var fyrst haldinn af Sameinuðu þjóðunum árið 1992 og er haldinn til stuðnings réttindum fatlaðs fólks alþjóðlega. Sameinuðu þjóðirnar telja að einn af hverjum sjö fæðist með eða fái einhvers konar fötlun á lífsleiðinni. Á Íslandi má gera ráð fyrir að á milli 4.000 og 5.000 einstaklingar séu með fötlun, þar af 34 prósent börn. Í dag veitir Öryrkjabandalag Íslands Hvatningarverðlaun sín, í ellefta sinn. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að eins samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. Verndari verðlaunanna er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Hönnuður verðlaunagripsins er Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður. Niðurstöður dómnefndar verða kunngerðar við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 14-16. „Við höfum reynt að halda pínulítið upp á daginn, og eins með Hvatningarverðlaunin þá notum við þau til að vekja athygli á góðum verkum í samfélaginu okkar og þeim fyrirtækjum sem hafa lagt eitthvað gott til málanna. Þau eiga að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Þau eiga að vera hvatning til að gera enn betur í samfélaginu og endurspegla okkar einkunnarorð, eitt samfélag fyrir alla,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Alþjóðadagur fatlaðra er tileinkaður fötluðu fólki, baráttu þess og lífi þess. Þetta er einn partur af því að geta verið sýnileg út á við og að það sé munað eftir þessum hópi. Hann er mjög mikilvægur,“ segir Þuríður Harpa. „Núna getum við notað hann til að varpa ljósi út frá einhverju baráttumáli. Fyrir öryrkja og fatlaða á Íslandi eru það númer eitt, tvö og þrjú kjör öryrkja og fatlaðs fólks og þessar skelfilegu skerðingar sem eru að koma á þennan þjóðfélagshóp sem getur enga björg sér veitt,“ segir hún. „Við erum búin að berjast fyrir NPA í mörg ár. Þetta er algert mannréttindatól. Fyrir þann sem lendir í því að vera hreyfihamlaður eða með hvers kyns hömlun sem er, þá skiptir þetta gríðarlega miklu máli, hvort hann hafi þetta tæki til að geta tekið þátt í samfélaginu. Þetta skiptir bara öllu máli. Hvort þú liggur í rúminu hjálparlaus heilu helgarnar eða vikurnar. Eða hvort þú færð að fara út á þínum forsendum.“ Þuríður víkur einnig að mikilvægi samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann var fullgiltur á Íslandi á síðasta ári. Samningurinn er alþjóðasamningur sem felur í sér skyldur aðildarríkja til þess að tryggja réttindi fatlaðs fólks. Þuríður segir að hún hefði viljað sjá lögfestingu sáttmálans í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. „Ef þú ert búinn að lögfesta, þá hefurðu aðeins meiri pressu á að innleiða lög, en ef þú ert ekki búinn að lögfesta, þá er engin pressa. Þá gera bara stjórnvöld þetta einhvern veginn. Ég hefði viljað sjá að þeir hefðu ætlað sér að lögfesta og ef það á að innleiða að það væri tímarammi á þessu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira