Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir skrifar 4. desember 2017 09:45 Borgarstjóri telur sig hafa mikla samúð með heimilislausu fólki. Svo mikla að hann skammar sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur fyrir að fara illa með fólk. Sveitarfélögin hafi ekki byggt nógu mikið af félagslegum íbúðum og að hans mati er ástandið því svona slæmt. Þetta er nokkuð öfugsnúið hjá borgarstjóra. Því ástandið í Reykjavík er eins og aðrir vita bein afleiðing af stefnu hans í húsnæðismálum. Í Reykjavík hefur íbúðum ekki fjölgað nægilega síðustu árin. Þétting byggðar gengur hægar en áætlað var og hótel spretta upp hraðar en íbúðir. Hundruð íbúða hafa farið í leigu til ferðamanna og horfið þannig út af almennum leigumarkaði sem eykur enn á skortinn. Þrátt fyrir að þetta hafi lengi legið ljóst fyrir hefur þörfum borgarbúa ekki verið sinnt. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur ríghaldið í þéttingaráformin án þess að endurskoða nægilega áætlanir miðað við breyttar forsendur. Ef nóg væri af íbúðum í borginni væri ekki sama þörf á að fjölga félagslegum íbúðum. Félagslegt húsnæði í Reykjavík er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið fylgir leiguverði á markaði að miklu leyti. Húsaleigubætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði). Þetta hafa sveitarfélögin í kring skilið og uppbygging þar hefur verið hraðari en í Reykjavík. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Með stefnu sinni hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand fyrir allt of margar fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um félagslegt húsnæði. Borgarstjóri ætti því að láta af þeim leiða vana að hlaupast undan ábyrgð, fjarlægja bjálkann úr eigin auga og einsetja sér að gera eins mörgum og hægt er kleift að bjarga sér sjálfum. Sú stefna skilar mun betri árangri en sú sem stunduð er í ráðhúsinu um þessar mundir.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Borgarstjóri telur sig hafa mikla samúð með heimilislausu fólki. Svo mikla að hann skammar sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur fyrir að fara illa með fólk. Sveitarfélögin hafi ekki byggt nógu mikið af félagslegum íbúðum og að hans mati er ástandið því svona slæmt. Þetta er nokkuð öfugsnúið hjá borgarstjóra. Því ástandið í Reykjavík er eins og aðrir vita bein afleiðing af stefnu hans í húsnæðismálum. Í Reykjavík hefur íbúðum ekki fjölgað nægilega síðustu árin. Þétting byggðar gengur hægar en áætlað var og hótel spretta upp hraðar en íbúðir. Hundruð íbúða hafa farið í leigu til ferðamanna og horfið þannig út af almennum leigumarkaði sem eykur enn á skortinn. Þrátt fyrir að þetta hafi lengi legið ljóst fyrir hefur þörfum borgarbúa ekki verið sinnt. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur ríghaldið í þéttingaráformin án þess að endurskoða nægilega áætlanir miðað við breyttar forsendur. Ef nóg væri af íbúðum í borginni væri ekki sama þörf á að fjölga félagslegum íbúðum. Félagslegt húsnæði í Reykjavík er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið fylgir leiguverði á markaði að miklu leyti. Húsaleigubætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði). Þetta hafa sveitarfélögin í kring skilið og uppbygging þar hefur verið hraðari en í Reykjavík. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Með stefnu sinni hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand fyrir allt of margar fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um félagslegt húsnæði. Borgarstjóri ætti því að láta af þeim leiða vana að hlaupast undan ábyrgð, fjarlægja bjálkann úr eigin auga og einsetja sér að gera eins mörgum og hægt er kleift að bjarga sér sjálfum. Sú stefna skilar mun betri árangri en sú sem stunduð er í ráðhúsinu um þessar mundir.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar