Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir skrifar 4. desember 2017 09:45 Borgarstjóri telur sig hafa mikla samúð með heimilislausu fólki. Svo mikla að hann skammar sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur fyrir að fara illa með fólk. Sveitarfélögin hafi ekki byggt nógu mikið af félagslegum íbúðum og að hans mati er ástandið því svona slæmt. Þetta er nokkuð öfugsnúið hjá borgarstjóra. Því ástandið í Reykjavík er eins og aðrir vita bein afleiðing af stefnu hans í húsnæðismálum. Í Reykjavík hefur íbúðum ekki fjölgað nægilega síðustu árin. Þétting byggðar gengur hægar en áætlað var og hótel spretta upp hraðar en íbúðir. Hundruð íbúða hafa farið í leigu til ferðamanna og horfið þannig út af almennum leigumarkaði sem eykur enn á skortinn. Þrátt fyrir að þetta hafi lengi legið ljóst fyrir hefur þörfum borgarbúa ekki verið sinnt. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur ríghaldið í þéttingaráformin án þess að endurskoða nægilega áætlanir miðað við breyttar forsendur. Ef nóg væri af íbúðum í borginni væri ekki sama þörf á að fjölga félagslegum íbúðum. Félagslegt húsnæði í Reykjavík er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið fylgir leiguverði á markaði að miklu leyti. Húsaleigubætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði). Þetta hafa sveitarfélögin í kring skilið og uppbygging þar hefur verið hraðari en í Reykjavík. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Með stefnu sinni hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand fyrir allt of margar fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um félagslegt húsnæði. Borgarstjóri ætti því að láta af þeim leiða vana að hlaupast undan ábyrgð, fjarlægja bjálkann úr eigin auga og einsetja sér að gera eins mörgum og hægt er kleift að bjarga sér sjálfum. Sú stefna skilar mun betri árangri en sú sem stunduð er í ráðhúsinu um þessar mundir.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjóri telur sig hafa mikla samúð með heimilislausu fólki. Svo mikla að hann skammar sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur fyrir að fara illa með fólk. Sveitarfélögin hafi ekki byggt nógu mikið af félagslegum íbúðum og að hans mati er ástandið því svona slæmt. Þetta er nokkuð öfugsnúið hjá borgarstjóra. Því ástandið í Reykjavík er eins og aðrir vita bein afleiðing af stefnu hans í húsnæðismálum. Í Reykjavík hefur íbúðum ekki fjölgað nægilega síðustu árin. Þétting byggðar gengur hægar en áætlað var og hótel spretta upp hraðar en íbúðir. Hundruð íbúða hafa farið í leigu til ferðamanna og horfið þannig út af almennum leigumarkaði sem eykur enn á skortinn. Þrátt fyrir að þetta hafi lengi legið ljóst fyrir hefur þörfum borgarbúa ekki verið sinnt. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur ríghaldið í þéttingaráformin án þess að endurskoða nægilega áætlanir miðað við breyttar forsendur. Ef nóg væri af íbúðum í borginni væri ekki sama þörf á að fjölga félagslegum íbúðum. Félagslegt húsnæði í Reykjavík er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið fylgir leiguverði á markaði að miklu leyti. Húsaleigubætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði). Þetta hafa sveitarfélögin í kring skilið og uppbygging þar hefur verið hraðari en í Reykjavík. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Með stefnu sinni hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand fyrir allt of margar fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um félagslegt húsnæði. Borgarstjóri ætti því að láta af þeim leiða vana að hlaupast undan ábyrgð, fjarlægja bjálkann úr eigin auga og einsetja sér að gera eins mörgum og hægt er kleift að bjarga sér sjálfum. Sú stefna skilar mun betri árangri en sú sem stunduð er í ráðhúsinu um þessar mundir.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar