Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir skrifar 4. desember 2017 09:45 Borgarstjóri telur sig hafa mikla samúð með heimilislausu fólki. Svo mikla að hann skammar sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur fyrir að fara illa með fólk. Sveitarfélögin hafi ekki byggt nógu mikið af félagslegum íbúðum og að hans mati er ástandið því svona slæmt. Þetta er nokkuð öfugsnúið hjá borgarstjóra. Því ástandið í Reykjavík er eins og aðrir vita bein afleiðing af stefnu hans í húsnæðismálum. Í Reykjavík hefur íbúðum ekki fjölgað nægilega síðustu árin. Þétting byggðar gengur hægar en áætlað var og hótel spretta upp hraðar en íbúðir. Hundruð íbúða hafa farið í leigu til ferðamanna og horfið þannig út af almennum leigumarkaði sem eykur enn á skortinn. Þrátt fyrir að þetta hafi lengi legið ljóst fyrir hefur þörfum borgarbúa ekki verið sinnt. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur ríghaldið í þéttingaráformin án þess að endurskoða nægilega áætlanir miðað við breyttar forsendur. Ef nóg væri af íbúðum í borginni væri ekki sama þörf á að fjölga félagslegum íbúðum. Félagslegt húsnæði í Reykjavík er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið fylgir leiguverði á markaði að miklu leyti. Húsaleigubætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði). Þetta hafa sveitarfélögin í kring skilið og uppbygging þar hefur verið hraðari en í Reykjavík. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Með stefnu sinni hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand fyrir allt of margar fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um félagslegt húsnæði. Borgarstjóri ætti því að láta af þeim leiða vana að hlaupast undan ábyrgð, fjarlægja bjálkann úr eigin auga og einsetja sér að gera eins mörgum og hægt er kleift að bjarga sér sjálfum. Sú stefna skilar mun betri árangri en sú sem stunduð er í ráðhúsinu um þessar mundir.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Borgarstjóri telur sig hafa mikla samúð með heimilislausu fólki. Svo mikla að hann skammar sveitarfélögin í nágrenni Reykjavíkur fyrir að fara illa með fólk. Sveitarfélögin hafi ekki byggt nógu mikið af félagslegum íbúðum og að hans mati er ástandið því svona slæmt. Þetta er nokkuð öfugsnúið hjá borgarstjóra. Því ástandið í Reykjavík er eins og aðrir vita bein afleiðing af stefnu hans í húsnæðismálum. Í Reykjavík hefur íbúðum ekki fjölgað nægilega síðustu árin. Þétting byggðar gengur hægar en áætlað var og hótel spretta upp hraðar en íbúðir. Hundruð íbúða hafa farið í leigu til ferðamanna og horfið þannig út af almennum leigumarkaði sem eykur enn á skortinn. Þrátt fyrir að þetta hafi lengi legið ljóst fyrir hefur þörfum borgarbúa ekki verið sinnt. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur ríghaldið í þéttingaráformin án þess að endurskoða nægilega áætlanir miðað við breyttar forsendur. Ef nóg væri af íbúðum í borginni væri ekki sama þörf á að fjölga félagslegum íbúðum. Félagslegt húsnæði í Reykjavík er ekki ódýrt húsnæði, leiguverðið fylgir leiguverði á markaði að miklu leyti. Húsaleigubætur og greiðsla sérstakra húsaleigubóta er óháð því hvort fólk býr í húsnæði í einkaeigu, eigu leigufélaga eða í eigu sveitarfélaganna (félagslegu húsnæði). Þetta hafa sveitarfélögin í kring skilið og uppbygging þar hefur verið hraðari en í Reykjavík. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru því ekki í líkingu við það sem er í Reykjavík. Með stefnu sinni hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand fyrir allt of margar fjölskyldur sem hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að sækja um félagslegt húsnæði. Borgarstjóri ætti því að láta af þeim leiða vana að hlaupast undan ábyrgð, fjarlægja bjálkann úr eigin auga og einsetja sér að gera eins mörgum og hægt er kleift að bjarga sér sjálfum. Sú stefna skilar mun betri árangri en sú sem stunduð er í ráðhúsinu um þessar mundir.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar