Gleymdir þolendur Hans Jónsson skrifar 4. desember 2017 18:08 Þegar við heyrum talað um heimilisofbeldi, eða sambandsofbeldi, þá sjáum við flest fyrir okkur sömu myndina, þá mynd sem að mestöll umræða tekur mynd af og málar. Þá skiptir litlu máli hvort við tölum um líkamlegt ofbeldi, andlegt, eða aðrar tegundir af ofbeldi í nánu sambandi fólks á milli. Þessi mynd er af konu sem að er kúguð á einn eða annann máta af karlmanni. Stundum fylgir þó með neðanmálsgrein þar sem það er bent á og viðurkennt að konur geti einnig verið gerendur og karlmenn þolendur. Það er svosem eðlilegt að áherslurnar séu þær sem þær eru, enda eru í flestum tilvika sambandsofbeldis um að ræða gagnkynhneigt samband þar sem gerandi er karlmaður og taka úrræði og umræður augljóslega mið af því. En sjaldan fylgir það með neðanmálsgreininni sú staðreynd að heimilisofbeldi er ekki eingöngu sértækt vandamál gagnkynhneigðra, heldur er það vandamál sem að finnst í öllum sambandsformum og geta gerendur og þolendur verið af hvaða kyni, hvaða kynvitund og hvaða kynhneigð sem er. Hinsegin gerendur og þolendur virðast hafa gleymst. Það er engin illska sem veldur þessu. Það er erfitt að hafa í huga alla þá mismunandi minnihlutahópa sem að fyrirfinnast í samfélaginu og ef maður er ekki hinsegin þá viljum við oft einfaldlega gleymast nema að við minnum á okkur. En þegar umræða og úrræði miða svo sterkt við gagnkynhneigt getur það virkað útilokandi á hinsegin fólk, að tilvist okkar sé ekki tekin með í reikninginn sendir ákveðin skilaboð, þó svo að þau séu óviljandi send og engin illska fylgi. Vissulega er það að minnsta kosti að einhverju leiti á ábyrgð hinsegin fólks að láta heyra í sér, að hafa hátt sjálft, en það er verulega erfitt að byrja, að vera fyrstur. Það er erfitt að hefja umræðuna. En ég er að reyna. Ég er hinsegin og ég hef verið þolandi, meðal annars í ofbeldissambandi. Það sem gerir erfitt að hefja þessa umræðu er ekki bara það að sá sem er fyrstur hefur ekki sjálfkrafa stuðning af öðrum röddum, heldur líka það að ég hef orðið vitni að því þegar að svona játningar eru notaðar gegn hinsegin fólki. Frá því að vera sagt að þetta sé rangur tími og að maður sé að taka pláss frá öðrum, yfir í að vera sagt að maður sé að koma óorði á hinsegin fólk. Verstu viðbrögðin eru þó þegar að ofbeldið er notað til að útskýra hinseginleikann. Þolendur þá aðra umferð andlegs ofbeldis þegar að sjálfsskilgreiningaréttur þeirra er tekinn af þeim og þeir stimplaðir skemmdir, eða geðsjúkir. Við þurfum að opna fyrir breiðari umræðu um heimilisofbeldi ef að hinsegin þolendur eiga að vita að þeir eigi rétt á hjálp og hvert þeir geti leitað eftir henni. Allir þolendur eiga skilið viðurkenningu á tilvist sinni, úrræði við hæfi, og virðingu. Fyrsta skrefið til að standa vörð um hinsegin þolendur er því að viðurkenna tilvist þeirra, koma fram við þá af virðingu, og koma til móts við þá í þeim úrræðum sem hægt væri að opna fyrir þeim.Höfundur er Hans Jónsson, upplýsingafulltrúi og formaður fræðslunefndar Hinsegin Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Þegar við heyrum talað um heimilisofbeldi, eða sambandsofbeldi, þá sjáum við flest fyrir okkur sömu myndina, þá mynd sem að mestöll umræða tekur mynd af og málar. Þá skiptir litlu máli hvort við tölum um líkamlegt ofbeldi, andlegt, eða aðrar tegundir af ofbeldi í nánu sambandi fólks á milli. Þessi mynd er af konu sem að er kúguð á einn eða annann máta af karlmanni. Stundum fylgir þó með neðanmálsgrein þar sem það er bent á og viðurkennt að konur geti einnig verið gerendur og karlmenn þolendur. Það er svosem eðlilegt að áherslurnar séu þær sem þær eru, enda eru í flestum tilvika sambandsofbeldis um að ræða gagnkynhneigt samband þar sem gerandi er karlmaður og taka úrræði og umræður augljóslega mið af því. En sjaldan fylgir það með neðanmálsgreininni sú staðreynd að heimilisofbeldi er ekki eingöngu sértækt vandamál gagnkynhneigðra, heldur er það vandamál sem að finnst í öllum sambandsformum og geta gerendur og þolendur verið af hvaða kyni, hvaða kynvitund og hvaða kynhneigð sem er. Hinsegin gerendur og þolendur virðast hafa gleymst. Það er engin illska sem veldur þessu. Það er erfitt að hafa í huga alla þá mismunandi minnihlutahópa sem að fyrirfinnast í samfélaginu og ef maður er ekki hinsegin þá viljum við oft einfaldlega gleymast nema að við minnum á okkur. En þegar umræða og úrræði miða svo sterkt við gagnkynhneigt getur það virkað útilokandi á hinsegin fólk, að tilvist okkar sé ekki tekin með í reikninginn sendir ákveðin skilaboð, þó svo að þau séu óviljandi send og engin illska fylgi. Vissulega er það að minnsta kosti að einhverju leiti á ábyrgð hinsegin fólks að láta heyra í sér, að hafa hátt sjálft, en það er verulega erfitt að byrja, að vera fyrstur. Það er erfitt að hefja umræðuna. En ég er að reyna. Ég er hinsegin og ég hef verið þolandi, meðal annars í ofbeldissambandi. Það sem gerir erfitt að hefja þessa umræðu er ekki bara það að sá sem er fyrstur hefur ekki sjálfkrafa stuðning af öðrum röddum, heldur líka það að ég hef orðið vitni að því þegar að svona játningar eru notaðar gegn hinsegin fólki. Frá því að vera sagt að þetta sé rangur tími og að maður sé að taka pláss frá öðrum, yfir í að vera sagt að maður sé að koma óorði á hinsegin fólk. Verstu viðbrögðin eru þó þegar að ofbeldið er notað til að útskýra hinseginleikann. Þolendur þá aðra umferð andlegs ofbeldis þegar að sjálfsskilgreiningaréttur þeirra er tekinn af þeim og þeir stimplaðir skemmdir, eða geðsjúkir. Við þurfum að opna fyrir breiðari umræðu um heimilisofbeldi ef að hinsegin þolendur eiga að vita að þeir eigi rétt á hjálp og hvert þeir geti leitað eftir henni. Allir þolendur eiga skilið viðurkenningu á tilvist sinni, úrræði við hæfi, og virðingu. Fyrsta skrefið til að standa vörð um hinsegin þolendur er því að viðurkenna tilvist þeirra, koma fram við þá af virðingu, og koma til móts við þá í þeim úrræðum sem hægt væri að opna fyrir þeim.Höfundur er Hans Jónsson, upplýsingafulltrúi og formaður fræðslunefndar Hinsegin Norðurlands.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar