Rúlletta við hestaheilsu Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2017 17:34 Rúlletta ásamt Ólafi Jónssyni, bónda. mynd/einar ófeigur björnsson „Ég skil ekki hvernig lambið gat lifað í þrjá mánuði og hreinlega ekki dáið úr þorsta. Það er ofar mínum skilning,“ segir bóndinn Ólafur Jónsson á Fjöllum 1 í Öxarfirði. Lambið Rúlletta, eins og Ólafur hefur nefnt, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og önnur lömb og dvaldi inn í einni heyrúllunni í hartnær þrjá mánuði. Át sig inn í heyrúllustæðu Ólafs og hafði það að því er virðist nokkuð fínt. Því lá allavega ekkert á að láta finna sig. Ólafur var að sækja heyrúllu, rúma 120 metra frá bænum, og þegar hann lyfti upp einni slíkri blasti stórt gat við honum. Inn í því var lambið. Vissi hann strax að þetta væri lamb númer 146 sem hafði verið saknað í hartnær þrjá mánuði. „Ég er miður mín að þetta hafi gerst aðeins 120 metrum frá húsunum. Ég mátti hreinlega fá mér bjór til að róa mig, einn fyrir svefninn,“ segir hann.Rúlletta er hér í rúllunni sem hún dvaldi í í um þrjá mánuði.mynd/einar ófeigur björnsson„Lambið fer inn í stæðuna og hverfur alveg. Þetta er á þannig stað að ég fer þangað bara á dráttarvél. En það mátti sjá skítaslóðina eftir lambið og hvernig það hefur étið sig inn. Hún var eðlilega mjög stygg og en byrjaði að jórtra alveg um leið og drakk nánast 10 lítra.“ Hann segir að lambið hafi hreinlega ekki geta bakkað og því borðað sig áfram. „Ég kíkti í morgun á Rúllettu hún hefur það nokkuð fínt. Þetta er þrílembingur, sem eru nú yfirleitt minni. Hér hefur ekki fundist fé eftir áramót sem ég man eftir. Það komu einhvern tímann tveir lambhrútar en þetta er þannig svæði að hér finnast ekki lömb eftir áramót.“ Ólafur er miður sín yfir að Rúlletta hafi þurft að dúsa þarna inn í stæðunni í allan þennan tíma svona skammt frá bænum. En hann ætlar að hlaupa undir bagga með að koma lambinu til heilsu. Það er stutt í gleðina hjá Ólafi sem samdi limru í tilefni dagsins:Hún Rúlletta óð undir stæðuog ætlaði að ná sér í fæðuEn hún komst ekki burtog varð því um kjurrtog varð þetta að mikilli mæðuLesendur Vísis eru hvattir til að semja limru eða vísu um Rúllettu og hennar raunir og senda þær á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig lambið gat lifað í þrjá mánuði og hreinlega ekki dáið úr þorsta. Það er ofar mínum skilning,“ segir bóndinn Ólafur Jónsson á Fjöllum 1 í Öxarfirði. Lambið Rúlletta, eins og Ólafur hefur nefnt, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og önnur lömb og dvaldi inn í einni heyrúllunni í hartnær þrjá mánuði. Át sig inn í heyrúllustæðu Ólafs og hafði það að því er virðist nokkuð fínt. Því lá allavega ekkert á að láta finna sig. Ólafur var að sækja heyrúllu, rúma 120 metra frá bænum, og þegar hann lyfti upp einni slíkri blasti stórt gat við honum. Inn í því var lambið. Vissi hann strax að þetta væri lamb númer 146 sem hafði verið saknað í hartnær þrjá mánuði. „Ég er miður mín að þetta hafi gerst aðeins 120 metrum frá húsunum. Ég mátti hreinlega fá mér bjór til að róa mig, einn fyrir svefninn,“ segir hann.Rúlletta er hér í rúllunni sem hún dvaldi í í um þrjá mánuði.mynd/einar ófeigur björnsson„Lambið fer inn í stæðuna og hverfur alveg. Þetta er á þannig stað að ég fer þangað bara á dráttarvél. En það mátti sjá skítaslóðina eftir lambið og hvernig það hefur étið sig inn. Hún var eðlilega mjög stygg og en byrjaði að jórtra alveg um leið og drakk nánast 10 lítra.“ Hann segir að lambið hafi hreinlega ekki geta bakkað og því borðað sig áfram. „Ég kíkti í morgun á Rúllettu hún hefur það nokkuð fínt. Þetta er þrílembingur, sem eru nú yfirleitt minni. Hér hefur ekki fundist fé eftir áramót sem ég man eftir. Það komu einhvern tímann tveir lambhrútar en þetta er þannig svæði að hér finnast ekki lömb eftir áramót.“ Ólafur er miður sín yfir að Rúlletta hafi þurft að dúsa þarna inn í stæðunni í allan þennan tíma svona skammt frá bænum. En hann ætlar að hlaupa undir bagga með að koma lambinu til heilsu. Það er stutt í gleðina hjá Ólafi sem samdi limru í tilefni dagsins:Hún Rúlletta óð undir stæðuog ætlaði að ná sér í fæðuEn hún komst ekki burtog varð því um kjurrtog varð þetta að mikilli mæðuLesendur Vísis eru hvattir til að semja limru eða vísu um Rúllettu og hennar raunir og senda þær á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira