Rúlletta við hestaheilsu Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2017 17:34 Rúlletta ásamt Ólafi Jónssyni, bónda. mynd/einar ófeigur björnsson „Ég skil ekki hvernig lambið gat lifað í þrjá mánuði og hreinlega ekki dáið úr þorsta. Það er ofar mínum skilning,“ segir bóndinn Ólafur Jónsson á Fjöllum 1 í Öxarfirði. Lambið Rúlletta, eins og Ólafur hefur nefnt, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og önnur lömb og dvaldi inn í einni heyrúllunni í hartnær þrjá mánuði. Át sig inn í heyrúllustæðu Ólafs og hafði það að því er virðist nokkuð fínt. Því lá allavega ekkert á að láta finna sig. Ólafur var að sækja heyrúllu, rúma 120 metra frá bænum, og þegar hann lyfti upp einni slíkri blasti stórt gat við honum. Inn í því var lambið. Vissi hann strax að þetta væri lamb númer 146 sem hafði verið saknað í hartnær þrjá mánuði. „Ég er miður mín að þetta hafi gerst aðeins 120 metrum frá húsunum. Ég mátti hreinlega fá mér bjór til að róa mig, einn fyrir svefninn,“ segir hann.Rúlletta er hér í rúllunni sem hún dvaldi í í um þrjá mánuði.mynd/einar ófeigur björnsson„Lambið fer inn í stæðuna og hverfur alveg. Þetta er á þannig stað að ég fer þangað bara á dráttarvél. En það mátti sjá skítaslóðina eftir lambið og hvernig það hefur étið sig inn. Hún var eðlilega mjög stygg og en byrjaði að jórtra alveg um leið og drakk nánast 10 lítra.“ Hann segir að lambið hafi hreinlega ekki geta bakkað og því borðað sig áfram. „Ég kíkti í morgun á Rúllettu hún hefur það nokkuð fínt. Þetta er þrílembingur, sem eru nú yfirleitt minni. Hér hefur ekki fundist fé eftir áramót sem ég man eftir. Það komu einhvern tímann tveir lambhrútar en þetta er þannig svæði að hér finnast ekki lömb eftir áramót.“ Ólafur er miður sín yfir að Rúlletta hafi þurft að dúsa þarna inn í stæðunni í allan þennan tíma svona skammt frá bænum. En hann ætlar að hlaupa undir bagga með að koma lambinu til heilsu. Það er stutt í gleðina hjá Ólafi sem samdi limru í tilefni dagsins:Hún Rúlletta óð undir stæðuog ætlaði að ná sér í fæðuEn hún komst ekki burtog varð því um kjurrtog varð þetta að mikilli mæðuLesendur Vísis eru hvattir til að semja limru eða vísu um Rúllettu og hennar raunir og senda þær á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig lambið gat lifað í þrjá mánuði og hreinlega ekki dáið úr þorsta. Það er ofar mínum skilning,“ segir bóndinn Ólafur Jónsson á Fjöllum 1 í Öxarfirði. Lambið Rúlletta, eins og Ólafur hefur nefnt, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og önnur lömb og dvaldi inn í einni heyrúllunni í hartnær þrjá mánuði. Át sig inn í heyrúllustæðu Ólafs og hafði það að því er virðist nokkuð fínt. Því lá allavega ekkert á að láta finna sig. Ólafur var að sækja heyrúllu, rúma 120 metra frá bænum, og þegar hann lyfti upp einni slíkri blasti stórt gat við honum. Inn í því var lambið. Vissi hann strax að þetta væri lamb númer 146 sem hafði verið saknað í hartnær þrjá mánuði. „Ég er miður mín að þetta hafi gerst aðeins 120 metrum frá húsunum. Ég mátti hreinlega fá mér bjór til að róa mig, einn fyrir svefninn,“ segir hann.Rúlletta er hér í rúllunni sem hún dvaldi í í um þrjá mánuði.mynd/einar ófeigur björnsson„Lambið fer inn í stæðuna og hverfur alveg. Þetta er á þannig stað að ég fer þangað bara á dráttarvél. En það mátti sjá skítaslóðina eftir lambið og hvernig það hefur étið sig inn. Hún var eðlilega mjög stygg og en byrjaði að jórtra alveg um leið og drakk nánast 10 lítra.“ Hann segir að lambið hafi hreinlega ekki geta bakkað og því borðað sig áfram. „Ég kíkti í morgun á Rúllettu hún hefur það nokkuð fínt. Þetta er þrílembingur, sem eru nú yfirleitt minni. Hér hefur ekki fundist fé eftir áramót sem ég man eftir. Það komu einhvern tímann tveir lambhrútar en þetta er þannig svæði að hér finnast ekki lömb eftir áramót.“ Ólafur er miður sín yfir að Rúlletta hafi þurft að dúsa þarna inn í stæðunni í allan þennan tíma svona skammt frá bænum. En hann ætlar að hlaupa undir bagga með að koma lambinu til heilsu. Það er stutt í gleðina hjá Ólafi sem samdi limru í tilefni dagsins:Hún Rúlletta óð undir stæðuog ætlaði að ná sér í fæðuEn hún komst ekki burtog varð því um kjurrtog varð þetta að mikilli mæðuLesendur Vísis eru hvattir til að semja limru eða vísu um Rúllettu og hennar raunir og senda þær á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira