Einkaviðtal við Michael McIntyre: Gylfi Sig hin eina sanna ást sem slapp Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2017 11:30 McIntyre er rosalegur Spurs-aðdáandi. „Ég get sagt þér að ég burstaði í mér tennurnar fyrir þetta viðtal, mig langaði sýna þér þá virðingu,“ segir breski grínistinn Michael McIntyre léttur í símaviðtali við blaðamann. Hann verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. Sýningin verður sú fyrsta á nýju uppistandsferðalandi hans, Big World Tour. „Ég hef aldrei komið til Íslands og er því mjög spenntur fyrir ferðalaginu yfir. Ég veit akkúrat ekkert um landið, ekki nokkurn skapaðan hlut en ég ætla aftur á móti að undirbúa mig vel og kynna mér land og þjóð um leið og lendi.“ McIntyre segist vera spenntur fyrir því að ferðast um landið og skoða þær náttúruperlur sem Ísland hefur að bjóða en þegar viðtalið var tekið var hann ekki viss hvort hann hefði hreinlega tíma.McIntyre með James Corden á leik Tottenham og West Ham.visir/getty„Það er alltaf gaman að koma á nýja staði og þá sérstaklega fyrir grínista. Maður er snöggur að sjá muninn á menningunni og þá nær maður oftast að semja tíu til fimmtán mínútna uppistand bara um nærumhverfið, sem er sérstaklega sniðið fyrir áhorfendur í sal. Ég elska að fara með uppistand fyrir utan Bretland, það gefur mér oft svo mikið og maður nær í nýtt efni.“ Árið 2012 fór McIntyre af stað með uppistandsýninguna Showtime sem varð langstærsti uppistandstúrinn það ár. Náði McIntyre þar að að slá fyrra met Rihönnu fyrir fjölda miða selda í O2-höllina í London þar sem um 640 þúsund áhorfendur mættu. „Ég ætla reyna vera eins fyndinn og ég get á Íslandi. Ég hef einu sinni áður komið fram í Noregi og það er spurning hvort það verði eitthvað skandínavískt andrúmsloft á svæðinu og þá kannski nýti ég mér það,“ segir Bretinn og bætir við að hann ætli sér að fara með alla bestu brandarana sína og bæta við gríni sem sé miðað að Íslendingum. „Mig langar að reyna læra einhver orð á íslensku og einhver nöfn. Ég hef heyrt að Íslendingar séu uppteknir af því að nöfn séu rétt borin fram. Vonandi gengur þetta bara vel hjá mér í maí, ef ekki þá kem ég aldrei aftur til Íslands. Ef ég slæ í gegn, þá mun ég alltaf koma aftur þegar ég fer af stað með nýja sýningu.“ McIntyre segist vera tala við Íslending í annað sinn á ævinni en hann er mikill aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs en landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson lék með félaginu á árunum 2012-14.Bretinn segist vera spenntur fyrir komu sinni til landsins.„Hann var auðvitað leikmaður hjá okkur og ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að hann sé sá leikmaður sem við hefðum aldrei átt að missa. Hann er; „the one who got away“. Ég er reglulegur gestur á heimaleikjum Tottenham og fæ stundum að fara niður í búningsklefann og hitta leikmennina. Ég man vel eftir því að hafa hitt Gylfa og ég lít alltaf á þessa leikmenn sem hetjurnar mínar. Oftast hef ég reyndar lítið að segja við þá, og þeir sömuleiðis við mig.“ Hann segist ekki horfa mikið á uppistand frá öðrum grínistum. „Ég vinn í gríni og þegar ég kem heim þá langar mig í raun ekkert að horfa á grín. Ég verð reyndar mjög spenntur þegar einhver grínisti er að standa sig illa, því þá veit ég að ég get staðið mig betur en hann,“ segir McIntyre og hlær. „Aftur á móti þegar grínistar eru að slá í gegn í kringum mig, þá stressast ég allur upp. Ég tók þátt í góðgerðasýningu í gær með nokkrum grínistum og þeir voru svo ótrúlega fyndnir að það setti mig nánast úr jafnvægi. Sumir þeirra voru til að mynda mjög grófir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera dónalegur þegar maður kemur fram. Sumir voru bandarískir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera Bandaríkjamaður,“ segir Bretinn léttur. Hann segir að grínistaferill hans hafi í raun hafist í grunnskóla og þá hafi hann verið bekkjartrúðurinn. „Það var þá sem ég fattaði að mér fannst gaman að láta aðra hlæja. Ég var reyndar ekki sá fyndnasti í bekknum, sá fyndnasti fór í bankageirann, sem betur fer. Ég fór hægt og rólega að skrifa brandara og loks fór ég alfarið yfir í uppistand, en þetta er mjög langt ferli. Þú verður að vera mjög afslappaður til að ná að vera algjörlega þú sjálfur uppi á sviði og það tekur bara mjög langan tíma að ná þeirra æfingu,“ segir McIntyre og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir Íslandsförinni. Tengdar fréttir Michael McIntyre með uppistand í Höllinni í vor Breski skemmtikrafturinn Michael McIntyre verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. 9. febrúar 2017 11:11 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
„Ég get sagt þér að ég burstaði í mér tennurnar fyrir þetta viðtal, mig langaði sýna þér þá virðingu,“ segir breski grínistinn Michael McIntyre léttur í símaviðtali við blaðamann. Hann verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. Sýningin verður sú fyrsta á nýju uppistandsferðalandi hans, Big World Tour. „Ég hef aldrei komið til Íslands og er því mjög spenntur fyrir ferðalaginu yfir. Ég veit akkúrat ekkert um landið, ekki nokkurn skapaðan hlut en ég ætla aftur á móti að undirbúa mig vel og kynna mér land og þjóð um leið og lendi.“ McIntyre segist vera spenntur fyrir því að ferðast um landið og skoða þær náttúruperlur sem Ísland hefur að bjóða en þegar viðtalið var tekið var hann ekki viss hvort hann hefði hreinlega tíma.McIntyre með James Corden á leik Tottenham og West Ham.visir/getty„Það er alltaf gaman að koma á nýja staði og þá sérstaklega fyrir grínista. Maður er snöggur að sjá muninn á menningunni og þá nær maður oftast að semja tíu til fimmtán mínútna uppistand bara um nærumhverfið, sem er sérstaklega sniðið fyrir áhorfendur í sal. Ég elska að fara með uppistand fyrir utan Bretland, það gefur mér oft svo mikið og maður nær í nýtt efni.“ Árið 2012 fór McIntyre af stað með uppistandsýninguna Showtime sem varð langstærsti uppistandstúrinn það ár. Náði McIntyre þar að að slá fyrra met Rihönnu fyrir fjölda miða selda í O2-höllina í London þar sem um 640 þúsund áhorfendur mættu. „Ég ætla reyna vera eins fyndinn og ég get á Íslandi. Ég hef einu sinni áður komið fram í Noregi og það er spurning hvort það verði eitthvað skandínavískt andrúmsloft á svæðinu og þá kannski nýti ég mér það,“ segir Bretinn og bætir við að hann ætli sér að fara með alla bestu brandarana sína og bæta við gríni sem sé miðað að Íslendingum. „Mig langar að reyna læra einhver orð á íslensku og einhver nöfn. Ég hef heyrt að Íslendingar séu uppteknir af því að nöfn séu rétt borin fram. Vonandi gengur þetta bara vel hjá mér í maí, ef ekki þá kem ég aldrei aftur til Íslands. Ef ég slæ í gegn, þá mun ég alltaf koma aftur þegar ég fer af stað með nýja sýningu.“ McIntyre segist vera tala við Íslending í annað sinn á ævinni en hann er mikill aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs en landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson lék með félaginu á árunum 2012-14.Bretinn segist vera spenntur fyrir komu sinni til landsins.„Hann var auðvitað leikmaður hjá okkur og ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að hann sé sá leikmaður sem við hefðum aldrei átt að missa. Hann er; „the one who got away“. Ég er reglulegur gestur á heimaleikjum Tottenham og fæ stundum að fara niður í búningsklefann og hitta leikmennina. Ég man vel eftir því að hafa hitt Gylfa og ég lít alltaf á þessa leikmenn sem hetjurnar mínar. Oftast hef ég reyndar lítið að segja við þá, og þeir sömuleiðis við mig.“ Hann segist ekki horfa mikið á uppistand frá öðrum grínistum. „Ég vinn í gríni og þegar ég kem heim þá langar mig í raun ekkert að horfa á grín. Ég verð reyndar mjög spenntur þegar einhver grínisti er að standa sig illa, því þá veit ég að ég get staðið mig betur en hann,“ segir McIntyre og hlær. „Aftur á móti þegar grínistar eru að slá í gegn í kringum mig, þá stressast ég allur upp. Ég tók þátt í góðgerðasýningu í gær með nokkrum grínistum og þeir voru svo ótrúlega fyndnir að það setti mig nánast úr jafnvægi. Sumir þeirra voru til að mynda mjög grófir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera dónalegur þegar maður kemur fram. Sumir voru bandarískir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera Bandaríkjamaður,“ segir Bretinn léttur. Hann segir að grínistaferill hans hafi í raun hafist í grunnskóla og þá hafi hann verið bekkjartrúðurinn. „Það var þá sem ég fattaði að mér fannst gaman að láta aðra hlæja. Ég var reyndar ekki sá fyndnasti í bekknum, sá fyndnasti fór í bankageirann, sem betur fer. Ég fór hægt og rólega að skrifa brandara og loks fór ég alfarið yfir í uppistand, en þetta er mjög langt ferli. Þú verður að vera mjög afslappaður til að ná að vera algjörlega þú sjálfur uppi á sviði og það tekur bara mjög langan tíma að ná þeirra æfingu,“ segir McIntyre og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir Íslandsförinni.
Tengdar fréttir Michael McIntyre með uppistand í Höllinni í vor Breski skemmtikrafturinn Michael McIntyre verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. 9. febrúar 2017 11:11 Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Fleiri fréttir Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Sjá meira
Michael McIntyre með uppistand í Höllinni í vor Breski skemmtikrafturinn Michael McIntyre verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. 9. febrúar 2017 11:11