Einkaviðtal við Michael McIntyre: Gylfi Sig hin eina sanna ást sem slapp Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2017 11:30 McIntyre er rosalegur Spurs-aðdáandi. „Ég get sagt þér að ég burstaði í mér tennurnar fyrir þetta viðtal, mig langaði sýna þér þá virðingu,“ segir breski grínistinn Michael McIntyre léttur í símaviðtali við blaðamann. Hann verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. Sýningin verður sú fyrsta á nýju uppistandsferðalandi hans, Big World Tour. „Ég hef aldrei komið til Íslands og er því mjög spenntur fyrir ferðalaginu yfir. Ég veit akkúrat ekkert um landið, ekki nokkurn skapaðan hlut en ég ætla aftur á móti að undirbúa mig vel og kynna mér land og þjóð um leið og lendi.“ McIntyre segist vera spenntur fyrir því að ferðast um landið og skoða þær náttúruperlur sem Ísland hefur að bjóða en þegar viðtalið var tekið var hann ekki viss hvort hann hefði hreinlega tíma.McIntyre með James Corden á leik Tottenham og West Ham.visir/getty„Það er alltaf gaman að koma á nýja staði og þá sérstaklega fyrir grínista. Maður er snöggur að sjá muninn á menningunni og þá nær maður oftast að semja tíu til fimmtán mínútna uppistand bara um nærumhverfið, sem er sérstaklega sniðið fyrir áhorfendur í sal. Ég elska að fara með uppistand fyrir utan Bretland, það gefur mér oft svo mikið og maður nær í nýtt efni.“ Árið 2012 fór McIntyre af stað með uppistandsýninguna Showtime sem varð langstærsti uppistandstúrinn það ár. Náði McIntyre þar að að slá fyrra met Rihönnu fyrir fjölda miða selda í O2-höllina í London þar sem um 640 þúsund áhorfendur mættu. „Ég ætla reyna vera eins fyndinn og ég get á Íslandi. Ég hef einu sinni áður komið fram í Noregi og það er spurning hvort það verði eitthvað skandínavískt andrúmsloft á svæðinu og þá kannski nýti ég mér það,“ segir Bretinn og bætir við að hann ætli sér að fara með alla bestu brandarana sína og bæta við gríni sem sé miðað að Íslendingum. „Mig langar að reyna læra einhver orð á íslensku og einhver nöfn. Ég hef heyrt að Íslendingar séu uppteknir af því að nöfn séu rétt borin fram. Vonandi gengur þetta bara vel hjá mér í maí, ef ekki þá kem ég aldrei aftur til Íslands. Ef ég slæ í gegn, þá mun ég alltaf koma aftur þegar ég fer af stað með nýja sýningu.“ McIntyre segist vera tala við Íslending í annað sinn á ævinni en hann er mikill aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs en landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson lék með félaginu á árunum 2012-14.Bretinn segist vera spenntur fyrir komu sinni til landsins.„Hann var auðvitað leikmaður hjá okkur og ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að hann sé sá leikmaður sem við hefðum aldrei átt að missa. Hann er; „the one who got away“. Ég er reglulegur gestur á heimaleikjum Tottenham og fæ stundum að fara niður í búningsklefann og hitta leikmennina. Ég man vel eftir því að hafa hitt Gylfa og ég lít alltaf á þessa leikmenn sem hetjurnar mínar. Oftast hef ég reyndar lítið að segja við þá, og þeir sömuleiðis við mig.“ Hann segist ekki horfa mikið á uppistand frá öðrum grínistum. „Ég vinn í gríni og þegar ég kem heim þá langar mig í raun ekkert að horfa á grín. Ég verð reyndar mjög spenntur þegar einhver grínisti er að standa sig illa, því þá veit ég að ég get staðið mig betur en hann,“ segir McIntyre og hlær. „Aftur á móti þegar grínistar eru að slá í gegn í kringum mig, þá stressast ég allur upp. Ég tók þátt í góðgerðasýningu í gær með nokkrum grínistum og þeir voru svo ótrúlega fyndnir að það setti mig nánast úr jafnvægi. Sumir þeirra voru til að mynda mjög grófir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera dónalegur þegar maður kemur fram. Sumir voru bandarískir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera Bandaríkjamaður,“ segir Bretinn léttur. Hann segir að grínistaferill hans hafi í raun hafist í grunnskóla og þá hafi hann verið bekkjartrúðurinn. „Það var þá sem ég fattaði að mér fannst gaman að láta aðra hlæja. Ég var reyndar ekki sá fyndnasti í bekknum, sá fyndnasti fór í bankageirann, sem betur fer. Ég fór hægt og rólega að skrifa brandara og loks fór ég alfarið yfir í uppistand, en þetta er mjög langt ferli. Þú verður að vera mjög afslappaður til að ná að vera algjörlega þú sjálfur uppi á sviði og það tekur bara mjög langan tíma að ná þeirra æfingu,“ segir McIntyre og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir Íslandsförinni. Tengdar fréttir Michael McIntyre með uppistand í Höllinni í vor Breski skemmtikrafturinn Michael McIntyre verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. 9. febrúar 2017 11:11 Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Ég get sagt þér að ég burstaði í mér tennurnar fyrir þetta viðtal, mig langaði sýna þér þá virðingu,“ segir breski grínistinn Michael McIntyre léttur í símaviðtali við blaðamann. Hann verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. Sýningin verður sú fyrsta á nýju uppistandsferðalandi hans, Big World Tour. „Ég hef aldrei komið til Íslands og er því mjög spenntur fyrir ferðalaginu yfir. Ég veit akkúrat ekkert um landið, ekki nokkurn skapaðan hlut en ég ætla aftur á móti að undirbúa mig vel og kynna mér land og þjóð um leið og lendi.“ McIntyre segist vera spenntur fyrir því að ferðast um landið og skoða þær náttúruperlur sem Ísland hefur að bjóða en þegar viðtalið var tekið var hann ekki viss hvort hann hefði hreinlega tíma.McIntyre með James Corden á leik Tottenham og West Ham.visir/getty„Það er alltaf gaman að koma á nýja staði og þá sérstaklega fyrir grínista. Maður er snöggur að sjá muninn á menningunni og þá nær maður oftast að semja tíu til fimmtán mínútna uppistand bara um nærumhverfið, sem er sérstaklega sniðið fyrir áhorfendur í sal. Ég elska að fara með uppistand fyrir utan Bretland, það gefur mér oft svo mikið og maður nær í nýtt efni.“ Árið 2012 fór McIntyre af stað með uppistandsýninguna Showtime sem varð langstærsti uppistandstúrinn það ár. Náði McIntyre þar að að slá fyrra met Rihönnu fyrir fjölda miða selda í O2-höllina í London þar sem um 640 þúsund áhorfendur mættu. „Ég ætla reyna vera eins fyndinn og ég get á Íslandi. Ég hef einu sinni áður komið fram í Noregi og það er spurning hvort það verði eitthvað skandínavískt andrúmsloft á svæðinu og þá kannski nýti ég mér það,“ segir Bretinn og bætir við að hann ætli sér að fara með alla bestu brandarana sína og bæta við gríni sem sé miðað að Íslendingum. „Mig langar að reyna læra einhver orð á íslensku og einhver nöfn. Ég hef heyrt að Íslendingar séu uppteknir af því að nöfn séu rétt borin fram. Vonandi gengur þetta bara vel hjá mér í maí, ef ekki þá kem ég aldrei aftur til Íslands. Ef ég slæ í gegn, þá mun ég alltaf koma aftur þegar ég fer af stað með nýja sýningu.“ McIntyre segist vera tala við Íslending í annað sinn á ævinni en hann er mikill aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspurs en landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson lék með félaginu á árunum 2012-14.Bretinn segist vera spenntur fyrir komu sinni til landsins.„Hann var auðvitað leikmaður hjá okkur og ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að hann sé sá leikmaður sem við hefðum aldrei átt að missa. Hann er; „the one who got away“. Ég er reglulegur gestur á heimaleikjum Tottenham og fæ stundum að fara niður í búningsklefann og hitta leikmennina. Ég man vel eftir því að hafa hitt Gylfa og ég lít alltaf á þessa leikmenn sem hetjurnar mínar. Oftast hef ég reyndar lítið að segja við þá, og þeir sömuleiðis við mig.“ Hann segist ekki horfa mikið á uppistand frá öðrum grínistum. „Ég vinn í gríni og þegar ég kem heim þá langar mig í raun ekkert að horfa á grín. Ég verð reyndar mjög spenntur þegar einhver grínisti er að standa sig illa, því þá veit ég að ég get staðið mig betur en hann,“ segir McIntyre og hlær. „Aftur á móti þegar grínistar eru að slá í gegn í kringum mig, þá stressast ég allur upp. Ég tók þátt í góðgerðasýningu í gær með nokkrum grínistum og þeir voru svo ótrúlega fyndnir að það setti mig nánast úr jafnvægi. Sumir þeirra voru til að mynda mjög grófir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera dónalegur þegar maður kemur fram. Sumir voru bandarískir og þá fer maður að efast um það hvort maður eigi sjálfur að vera Bandaríkjamaður,“ segir Bretinn léttur. Hann segir að grínistaferill hans hafi í raun hafist í grunnskóla og þá hafi hann verið bekkjartrúðurinn. „Það var þá sem ég fattaði að mér fannst gaman að láta aðra hlæja. Ég var reyndar ekki sá fyndnasti í bekknum, sá fyndnasti fór í bankageirann, sem betur fer. Ég fór hægt og rólega að skrifa brandara og loks fór ég alfarið yfir í uppistand, en þetta er mjög langt ferli. Þú verður að vera mjög afslappaður til að ná að vera algjörlega þú sjálfur uppi á sviði og það tekur bara mjög langan tíma að ná þeirra æfingu,“ segir McIntyre og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir Íslandsförinni.
Tengdar fréttir Michael McIntyre með uppistand í Höllinni í vor Breski skemmtikrafturinn Michael McIntyre verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. 9. febrúar 2017 11:11 Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Menning Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Michael McIntyre með uppistand í Höllinni í vor Breski skemmtikrafturinn Michael McIntyre verður með uppistand í Laugardalshöllinni þann 4. maí næstkomandi. 9. febrúar 2017 11:11