Jafnlaunafrumvarp gæti orðið óþarft ef samkomulag næst Sveinn Arnarsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Jöfn laun kvenna og karla hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar lengi. vísir/daníel Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira