Tíundi hver lögreglumaður fjarverandi frá vinnu sinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Handtaka í Fellsmúla. Lögreglumenn geta þurft að vera frá vinnu með áverka vegna handtöku brotamanna. vísir/gva Á síðasta ári var alltaf einn af hverjum tíu lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fjarverandi úr vinnu. Þetta kom fram í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra á ráðstefnunni Álag og fjölgun slysa hjá lögreglunni sem fram fór í fyrradag. Í máli Sigríðar kom fram að fjarvistahlutfall hefur aukist úr 7,45 prósent frá árinu 2011 í 9,57 prósent í fyrra. Það er að segja að af 320 lögreglumönnum sem voru í starfi 2011 voru alltaf 23 fjarverandi. Árið 2016 voru hins vegar alltaf 28 manns af 290 lögregluþjónum fjarverandi „Þetta er náttúrlega allt of hátt hlutfall en eins og fram hefur komið eru langtímaveikindi líka hluti af þessu,“ sagði Sigríður Björk. Hún segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna gegn þessari þróun í samstarfi við trúnaðarlækni og starfsmenn.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuSigríður Björk segir að lögreglumönnum fjölgi ekki í samræmi við þarfir. „Á sama tíma eykst álagið á þá sem fyrir eru. Og þess vegna eru fjarvistir vegna flókins samspils margra þátta. Til dæmis fjölgun á höfuðborgarsvæðinu og verkefnin eru að breytast,“ segir Sigríður. Hún segir að í starfi sínu hjá lögreglunni á Suðurnesjum, áður en hún hóf starf á höfuðborgarsvæðinu, hafi hún komist að því að um helmingur fjarvista væri vegna íþróttaiðkunar, helmingur vegna veikinda og slysa og talsvert af slysum væri vegna þjálfunar. „Þannig að við komumst að því að þjálfuninni væri ábótavant og við höfum verið að reyna að laga það hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæður fyrir fjarvist lögreglumanna úr vinnu vera margvíslegar. „Þetta eru í raun ótrúlegustu hlutir. Afleiðingar umferðarslysa vegna vinnu, afleiðingar áverka vegna handtöku brotamanna og fleiri og fleiri ástæður,“ segir hann. Snorri tekur undir með Sigríði Björk að fjarvistir lögreglumanna skapi enn þá meira álag fyrir þá sem eru við vinnu. „Því þeir þurfa náttúrlega að taka á sig yfirvinnu til þess að bjarga þeim sem veikir eru heima eða frá vinnu vegna þessara ástæðna sem ég nefndi,“ segir Snorri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Á síðasta ári var alltaf einn af hverjum tíu lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fjarverandi úr vinnu. Þetta kom fram í máli Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra á ráðstefnunni Álag og fjölgun slysa hjá lögreglunni sem fram fór í fyrradag. Í máli Sigríðar kom fram að fjarvistahlutfall hefur aukist úr 7,45 prósent frá árinu 2011 í 9,57 prósent í fyrra. Það er að segja að af 320 lögreglumönnum sem voru í starfi 2011 voru alltaf 23 fjarverandi. Árið 2016 voru hins vegar alltaf 28 manns af 290 lögregluþjónum fjarverandi „Þetta er náttúrlega allt of hátt hlutfall en eins og fram hefur komið eru langtímaveikindi líka hluti af þessu,“ sagði Sigríður Björk. Hún segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna gegn þessari þróun í samstarfi við trúnaðarlækni og starfsmenn.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuSigríður Björk segir að lögreglumönnum fjölgi ekki í samræmi við þarfir. „Á sama tíma eykst álagið á þá sem fyrir eru. Og þess vegna eru fjarvistir vegna flókins samspils margra þátta. Til dæmis fjölgun á höfuðborgarsvæðinu og verkefnin eru að breytast,“ segir Sigríður. Hún segir að í starfi sínu hjá lögreglunni á Suðurnesjum, áður en hún hóf starf á höfuðborgarsvæðinu, hafi hún komist að því að um helmingur fjarvista væri vegna íþróttaiðkunar, helmingur vegna veikinda og slysa og talsvert af slysum væri vegna þjálfunar. „Þannig að við komumst að því að þjálfuninni væri ábótavant og við höfum verið að reyna að laga það hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæður fyrir fjarvist lögreglumanna úr vinnu vera margvíslegar. „Þetta eru í raun ótrúlegustu hlutir. Afleiðingar umferðarslysa vegna vinnu, afleiðingar áverka vegna handtöku brotamanna og fleiri og fleiri ástæður,“ segir hann. Snorri tekur undir með Sigríði Björk að fjarvistir lögreglumanna skapi enn þá meira álag fyrir þá sem eru við vinnu. „Því þeir þurfa náttúrlega að taka á sig yfirvinnu til þess að bjarga þeim sem veikir eru heima eða frá vinnu vegna þessara ástæðna sem ég nefndi,“ segir Snorri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira