Allir dagar eru eins og föstudagar á Drunk Rabbit Guðný Hrönn skrifar 17. mars 2017 09:30 Andrés Þór Björnsson og Ómar Ingimarsson, eigendur Drunk Rabbit. Fréttablaðið/Hanna Það verður líf og fjör á Drunk Rabbit Irish Pub í dag en staðurinn fagnar nú eins árs afmæli. Í tilefni þess munu írskir trúbadorar halda uppi stuðinu. Eigendur staðarins segja fyrsta árið hafa gengið eins og í sögu og að Íslendingar séu með írskt blóð í æðum. Það verður heldur betur fjör á Drunk Rabbit alla helgina, við erum búnir að flytja inn tvo írska trúbadora frá Dublin sem lentu í gær. Þeir ásamt okkar fríða föruneyti ætla að halda uppi stemningu,“ segir Andrés Þór Björnsson, eigandi Drunk Rabbit Irish Pub í Austurstrætinu en sá staður er eins árs um þessar mundir. Í tilefni þess verður dagurinn tekinn snemma á Drunk Rabbit en staðurinn verður opnaður klukkan 10.00 og það verður húllumhæ fram eftir degi. Spurður út í hvernig fyrsta árið á Drunk Rabbit hafi gengið segir Andrés: „Þetta ár hefur verið alveg ótrúlega gott og miklu betra heldur en við bjuggumst við. Fjölgun ferðamanna hjálpar auðvitað til og það virðist vera svo að írskir pöbbar séu málið. Hvar sem þú ert staddur í heiminum þá fylgir því alltaf stemning að kíkja á írskan pöbb. Og það virðist ekki skipta máli hvaða dagur er, allir dagar hjá okkur eru eins og föstudagar.“ Andrés segir írska barstemningu vera ávísun á góða skemmtun. „Við erum ekki að einblína á einhvern sérstakan markhóp, það eru allir velkomnir á Drunk Rabbit. Írska stemningin er svo afslöppuð og skemmtileg, hvort sem þú ert 20 ára eða 70 ára þá erum við þarna til að skemmta okkur og hafa gaman. Gleðin ræður ríkjum á Drunk Rabbit.“ Andrés segir Íslendinga passa sérlega vel inn í írsku stemninguna. „Okkur finnst alltaf fleiri og fleiri Íslendingar koma til okkar, það tekur alltaf smá tíma að sannfæra Íslendinginn um nýja staði, en ég held að við séum öll með írskt blóð í okkur og nú er klárlega kjörið tækifæri fyrir landann að mæta á degi heilags Patreks í afmælið og upplifa alvöru írska stemningu og dúndrandi tilboð.“ Í tilefni afmælisins settu eigendur skemmtilegan leik á laggirnar. „Leikurinn er á Facebook og í vinning er ferð fyrir tvo til Cork á Írlandi. Einnig erum við með nokkra aukavinninga eins og bjórkort á Drunk Rabbit, Guinness-bjórkassa ásamt glösum, Jameson Whiskey-körfu og snúning í Lukkuhjólinu okkar. Þannig að það er fullt af skemmtilegum vinningum í boði,“ segir Andrés. Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Það verður líf og fjör á Drunk Rabbit Irish Pub í dag en staðurinn fagnar nú eins árs afmæli. Í tilefni þess munu írskir trúbadorar halda uppi stuðinu. Eigendur staðarins segja fyrsta árið hafa gengið eins og í sögu og að Íslendingar séu með írskt blóð í æðum. Það verður heldur betur fjör á Drunk Rabbit alla helgina, við erum búnir að flytja inn tvo írska trúbadora frá Dublin sem lentu í gær. Þeir ásamt okkar fríða föruneyti ætla að halda uppi stemningu,“ segir Andrés Þór Björnsson, eigandi Drunk Rabbit Irish Pub í Austurstrætinu en sá staður er eins árs um þessar mundir. Í tilefni þess verður dagurinn tekinn snemma á Drunk Rabbit en staðurinn verður opnaður klukkan 10.00 og það verður húllumhæ fram eftir degi. Spurður út í hvernig fyrsta árið á Drunk Rabbit hafi gengið segir Andrés: „Þetta ár hefur verið alveg ótrúlega gott og miklu betra heldur en við bjuggumst við. Fjölgun ferðamanna hjálpar auðvitað til og það virðist vera svo að írskir pöbbar séu málið. Hvar sem þú ert staddur í heiminum þá fylgir því alltaf stemning að kíkja á írskan pöbb. Og það virðist ekki skipta máli hvaða dagur er, allir dagar hjá okkur eru eins og föstudagar.“ Andrés segir írska barstemningu vera ávísun á góða skemmtun. „Við erum ekki að einblína á einhvern sérstakan markhóp, það eru allir velkomnir á Drunk Rabbit. Írska stemningin er svo afslöppuð og skemmtileg, hvort sem þú ert 20 ára eða 70 ára þá erum við þarna til að skemmta okkur og hafa gaman. Gleðin ræður ríkjum á Drunk Rabbit.“ Andrés segir Íslendinga passa sérlega vel inn í írsku stemninguna. „Okkur finnst alltaf fleiri og fleiri Íslendingar koma til okkar, það tekur alltaf smá tíma að sannfæra Íslendinginn um nýja staði, en ég held að við séum öll með írskt blóð í okkur og nú er klárlega kjörið tækifæri fyrir landann að mæta á degi heilags Patreks í afmælið og upplifa alvöru írska stemningu og dúndrandi tilboð.“ Í tilefni afmælisins settu eigendur skemmtilegan leik á laggirnar. „Leikurinn er á Facebook og í vinning er ferð fyrir tvo til Cork á Írlandi. Einnig erum við með nokkra aukavinninga eins og bjórkort á Drunk Rabbit, Guinness-bjórkassa ásamt glösum, Jameson Whiskey-körfu og snúning í Lukkuhjólinu okkar. Þannig að það er fullt af skemmtilegum vinningum í boði,“ segir Andrés.
Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning