Langar að lesa ævisögu Michelle Obama Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2017 12:15 Eliza Reid hóf átakið Allir lesa og las í strætisvagni á ferð um borgina. Vísir/Eyþór Allir lesa, landsleikur í lestri, fer fram yfir þorrann, eða dagana 27. janúar til 19. febrúar. Þetta er í þriðja sinn sem er blásið til keppninnar. Landsleikurinn hófst í gær með bókelskum farþegum í strætisvagni, þeirra á meðal var forsetafrúin Eliza Reid. Hún og eiginmaður hennar styðja lestrarátakið með ráðum og dáð og mynda lið með börnum sínum. „Ég er að lesa nokkrar bækur núna. Á íslensku er ég að lesa eina af uppáhaldsbókunum mínum frá fornu fari, Morðið í Austurlandahraðlestinni. Ég var að ljúka við skáldsögu sem heitir The Best Kind of People eftir Zoe Whittall og sú næsta á listanum er Half Blood Blues eftir Esi Edugyan. Ég er líka að lesa Harry Potter og blendingsprinsinn fyrir eldri strákana mína tvo,“ segir Eliza.Ertu með leslista? Hvað ætlarðu að lesa í átakinu?„Ég er með tvær bókahillur fullar af bókum sem ég á eftir lesa. Þannig að þegar ég klára bók finn ég mér aðra í þessum hillum. Ég get nefnt skáldsögur eins og Do Not Say We Have Nothing eftir Madeleine Thien [hún var tilnefnd til Booker-verðlaunanna í fyrra] og Mánastein eftir Sjón. Af öðrum bókum en skáldverkum eru það t.d. Inconvenient Indian eftir Thomas King og Startle and Illuminate, en það er bók með textum um skrif eftir Pulitzer-höfundinn Carol Shields sem dóttir hennar og dóttursonur tóku saman eftir hennar dag. Mig langar líka til að lesa ævisögu Michelle Obama eftir Peter Slevin en á eftir að ná mér í hana.“ Elizu finnst erfitt að mæla með ákveðnum bókum. „Af því að það er svo misjafnt hvað fólki finnst skemmtilegt að lesa. Ég hef t.d. gaman af alls konar glæpasögum, bæði frá Íslandi og öðrum löndum. Þegar ég er ekki alveg upp á mitt besta og langar bara til að kúra uppi í rúmi með bók finnst mér alltaf gott að lesa aftur bækur eftir Agöthu Christie. Jan Morris er einn af mínum uppáhaldsferðabókahöfundum en hún hefur skrifað í marga áratugi. Meðal uppáhaldsskáldsagnanna eru A Fine Balance eftir Rohinton Mystry og Regeneration-þríleikurinn eftir Pat Barker. Ég hef gaman af alls konar endurminningabókum og fræðibókum, sérstaklega pólitískum æviminningum,“ segir Eliza. „Þegar ég lít í bókahilluna mína sé ég sumar af uppáhaldsbókunum mínum, t.d. Blood and Sand eftir Frank Gardner, Infidel eftir Ayaan Hirsi Ali, In the Footsteps of Mr. Kurtz eftir Michela Wrong, og bók sem á kannski sérstaklega vel við þessa dagana, verðlaunabókina Walls eftir Marcello Di Cintio.“ Hver sem er getur skráð sig á allirlesa.is. Hægt er að keppa sem einstaklingur eða í liði og skrá niður þann tíma sem varið er í lestur. Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Allir lesa, landsleikur í lestri, fer fram yfir þorrann, eða dagana 27. janúar til 19. febrúar. Þetta er í þriðja sinn sem er blásið til keppninnar. Landsleikurinn hófst í gær með bókelskum farþegum í strætisvagni, þeirra á meðal var forsetafrúin Eliza Reid. Hún og eiginmaður hennar styðja lestrarátakið með ráðum og dáð og mynda lið með börnum sínum. „Ég er að lesa nokkrar bækur núna. Á íslensku er ég að lesa eina af uppáhaldsbókunum mínum frá fornu fari, Morðið í Austurlandahraðlestinni. Ég var að ljúka við skáldsögu sem heitir The Best Kind of People eftir Zoe Whittall og sú næsta á listanum er Half Blood Blues eftir Esi Edugyan. Ég er líka að lesa Harry Potter og blendingsprinsinn fyrir eldri strákana mína tvo,“ segir Eliza.Ertu með leslista? Hvað ætlarðu að lesa í átakinu?„Ég er með tvær bókahillur fullar af bókum sem ég á eftir lesa. Þannig að þegar ég klára bók finn ég mér aðra í þessum hillum. Ég get nefnt skáldsögur eins og Do Not Say We Have Nothing eftir Madeleine Thien [hún var tilnefnd til Booker-verðlaunanna í fyrra] og Mánastein eftir Sjón. Af öðrum bókum en skáldverkum eru það t.d. Inconvenient Indian eftir Thomas King og Startle and Illuminate, en það er bók með textum um skrif eftir Pulitzer-höfundinn Carol Shields sem dóttir hennar og dóttursonur tóku saman eftir hennar dag. Mig langar líka til að lesa ævisögu Michelle Obama eftir Peter Slevin en á eftir að ná mér í hana.“ Elizu finnst erfitt að mæla með ákveðnum bókum. „Af því að það er svo misjafnt hvað fólki finnst skemmtilegt að lesa. Ég hef t.d. gaman af alls konar glæpasögum, bæði frá Íslandi og öðrum löndum. Þegar ég er ekki alveg upp á mitt besta og langar bara til að kúra uppi í rúmi með bók finnst mér alltaf gott að lesa aftur bækur eftir Agöthu Christie. Jan Morris er einn af mínum uppáhaldsferðabókahöfundum en hún hefur skrifað í marga áratugi. Meðal uppáhaldsskáldsagnanna eru A Fine Balance eftir Rohinton Mystry og Regeneration-þríleikurinn eftir Pat Barker. Ég hef gaman af alls konar endurminningabókum og fræðibókum, sérstaklega pólitískum æviminningum,“ segir Eliza. „Þegar ég lít í bókahilluna mína sé ég sumar af uppáhaldsbókunum mínum, t.d. Blood and Sand eftir Frank Gardner, Infidel eftir Ayaan Hirsi Ali, In the Footsteps of Mr. Kurtz eftir Michela Wrong, og bók sem á kannski sérstaklega vel við þessa dagana, verðlaunabókina Walls eftir Marcello Di Cintio.“ Hver sem er getur skráð sig á allirlesa.is. Hægt er að keppa sem einstaklingur eða í liði og skrá niður þann tíma sem varið er í lestur.
Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira