Aðlagaðist aðstæðunum í Sri Lanka fljótt Guðný Hrönn skrifar 30. janúar 2017 18:15 Vigdís Ólafsdóttir fór til Sri Lanka á vegum AIESEC-samtakanna. Vísir/Anton Brink Vigdís Ólafsdóttir starfar hjá AIESEC-samtökunum á Íslandi og vill nú minna áhugasama á að hægt er að sækja um að vera meðlimur í AIESEC til næstu mánaðamóta. „Við erum að leita að duglegu ungu fólki sem vill hafa áhrif og vinna í alþjóðlegu umhverfi. Við í AIESEC þróum leiðtogahæfni ungs fólks með því að gefa því tækifæri til að fara til útlanda í starfsnám eða sinna sjálfboðaliðastörfum,“ segir Vigdís Ólafsdóttir, sem fór sjálf á sínum tíma út til Srí Lanka á vegum AIESEC. „Já, ég hélt út til Srí Lanka í sumar ásamt vinkonu minni. Tilgangur ferðarinnar var að fræða ungmenni í Srí Lanka um mannréttindi. Við bjuggum í úthverfi Colombo ásamt öðrum sjálfboðaliðum frá AIESEC. Það kom á óvart hvað maður gat vanist aðstæðunum fljótt, enda var ekki annað í boði. Á kvöldin gátu lestirnar orðið ansi troðnar, fólk hékk bókstaflega utan á þeim, en ef við ætluðum að komast heim var ekki annað í stöðunni en að troðast í lestina,“ útskýrir Vigdís sem á ótal merkilegar sögur frá tíma sínum í Srí Lanka.Það er upplifun að ferðast með lest í Srí Lanka að sögn Vigdísar.„Já, það var til dæmis gömul kona sem sat fyrir utan kofann sinn í hverfinu okkar alla daga og við vinkonurnar höfðum rætt það okkar á milli að það væri eins og hún væri að bíða eftir dauðanum. Eitt kvöldið var hún ekki lengur á sínum stað. Þegar betur var að gáð lá hún á borðinu inni hjá sér, böðuð hvítu ljósi. Allt í kringum hana voru hvítir plaststólar og hvítir fánar. Það sást vel inn til hennar og við vorum í sjokki. Fólk í Srí Lanka hugsar öðruvísi um dauðann og gamalt fólk en Vesturlandabúar. Þegar ég sagði fólki frá því að níræð amma mín byggi ein og að flest gamalt fólk byggi á elliheimili skildi það ekki hvernig við gætum verið svona vond við fólkið sem ól okkur upp,“ rifjar Vigdís upp. „Það var gaman að geta skoðað menningu mína út frá menningu þeirra. Þau hafa líka allt aðra sýn á hefðir sem tengjast menningu, enda búa margir hópar sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð þar í landi. Á meðan ég sagði að það væru mannréttindi að velja sér maka bentu sumir á að það væru mannréttindi að fylgja sinni menningu svo það var oft snúið að fræða fólk um mannréttindi þegar skilgreiningin var ekki sú sama.“ Meðal þess sem Vigdís og aðrir meðlimir AIESEC gerðu í Srí Lanka var að halda fyrirlestra um kynbundið ofbeldi. „Eitt sinn þegar við vorum með fræðslu var einn félaga minna með miklar áhyggjur af því að kennarinn myndi hringja í lögregluna því við værum komin yfir strikið með því að minnast á meyjarhaftið. Ég efast ekki um að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því hversu langt við erum komin í jafnréttismálum. Það að fara til Srí Lanka var ótrúlegt tækifæri til að eiga opinskáar samræður við heimamenn og deila þeim framförum sem hafa átt sér stað hér á Íslandi með fólkinu, sem og að víkka sjóndeildarhringinn.“ Vigdís segir þessa lífsreynslu hafa þroskað hana og hún mælir hiklaust með að áhugasöm ungmenni kynni sér samtökin. „Þetta er ódýr og spennandi leið fyrir fólk til að fá starfsreynslu og efla leiðtogahæfni sína. Einnig er þetta kjörið tækifæri til að kynnast menningu annarra landa og um leið láta gott af sér leiða.“ Vigdís bendir á að allir þeir sem hafa áhuga á að fara út á vegum félagsins geti nálgast upplýsingar um það starfsnám og sjálfboðaliðastörf sem samtökin bjóða upp á á vefnum opportunities.aiesec.org. Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Vigdís Ólafsdóttir starfar hjá AIESEC-samtökunum á Íslandi og vill nú minna áhugasama á að hægt er að sækja um að vera meðlimur í AIESEC til næstu mánaðamóta. „Við erum að leita að duglegu ungu fólki sem vill hafa áhrif og vinna í alþjóðlegu umhverfi. Við í AIESEC þróum leiðtogahæfni ungs fólks með því að gefa því tækifæri til að fara til útlanda í starfsnám eða sinna sjálfboðaliðastörfum,“ segir Vigdís Ólafsdóttir, sem fór sjálf á sínum tíma út til Srí Lanka á vegum AIESEC. „Já, ég hélt út til Srí Lanka í sumar ásamt vinkonu minni. Tilgangur ferðarinnar var að fræða ungmenni í Srí Lanka um mannréttindi. Við bjuggum í úthverfi Colombo ásamt öðrum sjálfboðaliðum frá AIESEC. Það kom á óvart hvað maður gat vanist aðstæðunum fljótt, enda var ekki annað í boði. Á kvöldin gátu lestirnar orðið ansi troðnar, fólk hékk bókstaflega utan á þeim, en ef við ætluðum að komast heim var ekki annað í stöðunni en að troðast í lestina,“ útskýrir Vigdís sem á ótal merkilegar sögur frá tíma sínum í Srí Lanka.Það er upplifun að ferðast með lest í Srí Lanka að sögn Vigdísar.„Já, það var til dæmis gömul kona sem sat fyrir utan kofann sinn í hverfinu okkar alla daga og við vinkonurnar höfðum rætt það okkar á milli að það væri eins og hún væri að bíða eftir dauðanum. Eitt kvöldið var hún ekki lengur á sínum stað. Þegar betur var að gáð lá hún á borðinu inni hjá sér, böðuð hvítu ljósi. Allt í kringum hana voru hvítir plaststólar og hvítir fánar. Það sást vel inn til hennar og við vorum í sjokki. Fólk í Srí Lanka hugsar öðruvísi um dauðann og gamalt fólk en Vesturlandabúar. Þegar ég sagði fólki frá því að níræð amma mín byggi ein og að flest gamalt fólk byggi á elliheimili skildi það ekki hvernig við gætum verið svona vond við fólkið sem ól okkur upp,“ rifjar Vigdís upp. „Það var gaman að geta skoðað menningu mína út frá menningu þeirra. Þau hafa líka allt aðra sýn á hefðir sem tengjast menningu, enda búa margir hópar sem aðhyllast mismunandi trúarbrögð þar í landi. Á meðan ég sagði að það væru mannréttindi að velja sér maka bentu sumir á að það væru mannréttindi að fylgja sinni menningu svo það var oft snúið að fræða fólk um mannréttindi þegar skilgreiningin var ekki sú sama.“ Meðal þess sem Vigdís og aðrir meðlimir AIESEC gerðu í Srí Lanka var að halda fyrirlestra um kynbundið ofbeldi. „Eitt sinn þegar við vorum með fræðslu var einn félaga minna með miklar áhyggjur af því að kennarinn myndi hringja í lögregluna því við værum komin yfir strikið með því að minnast á meyjarhaftið. Ég efast ekki um að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því hversu langt við erum komin í jafnréttismálum. Það að fara til Srí Lanka var ótrúlegt tækifæri til að eiga opinskáar samræður við heimamenn og deila þeim framförum sem hafa átt sér stað hér á Íslandi með fólkinu, sem og að víkka sjóndeildarhringinn.“ Vigdís segir þessa lífsreynslu hafa þroskað hana og hún mælir hiklaust með að áhugasöm ungmenni kynni sér samtökin. „Þetta er ódýr og spennandi leið fyrir fólk til að fá starfsreynslu og efla leiðtogahæfni sína. Einnig er þetta kjörið tækifæri til að kynnast menningu annarra landa og um leið láta gott af sér leiða.“ Vigdís bendir á að allir þeir sem hafa áhuga á að fara út á vegum félagsins geti nálgast upplýsingar um það starfsnám og sjálfboðaliðastörf sem samtökin bjóða upp á á vefnum opportunities.aiesec.org.
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira