Malavískt eðalrapp á KEX Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2017 16:30 Tay Grin kemur fram. Malavíski rapparinn og HeForShe leiðtoginn Tay Grin kemur fram á styrktartónleikum ungmennaráðs UN Women á Íslandi miðvikudagskvöldið 21. júní á Kex ásamt tónlistarkonunni Hildi og rapparanum Tiny. Viðburðurinn nýtur stuðnings breska sendiráðsins og ICEIDA, alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Tónleikagestum verður einnig veitt innsýn í líf stúlkna og kvenna í Malaví og þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir. Hátt brottfall stúlkna úr námi í Malaví má að hluta til rekja til tíðablæðinga og skorts á dömubindum. Malavískar stúlkur hafa takmarkaðan aðgang að dömubindum og öðrum hreinlætisvörum tengdar tíðablæðingum. Algengt er því að stúlkur mæti ekki í skólann og haldi sig heima fyrir meðan á blæðingum stendur. Stúlkur sem missa mánaðarlega nokkra daga úr skóla eru líklegri til að hætta námi varanlega. Þar sem stúlkurnar hljóta ekki grunnmenntun aukast líkurnar á að þær verði giftar barnungar eldri mönnum og verða þar með berskjaldaðri fyrir ofbeldi, fátækt og mæðradauða. Því yngri sem þær eru giftar því líklegra er að þær eignist börn á barnsaldri en lífshættulegir fylgikvillar fylgja meðgöngu og fæðingum ungra mæðra. Með því að mæta á tónleikana á Kex gefst almenningi kostur á að styðja við kaup á fjölnota dömubindum fyrir malavískar skólastúlkur og upplifa um leið malavískt eðalrapp frá vinsælasta hip hop listamanni landsins. Ekkert kostar inn á tónleikana en fólki er boðið að styrkja verkefnið um 1000 kr. sem jafngildir einum pakka af bindum fyrir eina stúlku. Dagskráin hefst klukkan 19:30 og stendur yfir til klukkan 22. Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Malavíski rapparinn og HeForShe leiðtoginn Tay Grin kemur fram á styrktartónleikum ungmennaráðs UN Women á Íslandi miðvikudagskvöldið 21. júní á Kex ásamt tónlistarkonunni Hildi og rapparanum Tiny. Viðburðurinn nýtur stuðnings breska sendiráðsins og ICEIDA, alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Tónleikagestum verður einnig veitt innsýn í líf stúlkna og kvenna í Malaví og þeim áskorunum sem þær standa frammi fyrir. Hátt brottfall stúlkna úr námi í Malaví má að hluta til rekja til tíðablæðinga og skorts á dömubindum. Malavískar stúlkur hafa takmarkaðan aðgang að dömubindum og öðrum hreinlætisvörum tengdar tíðablæðingum. Algengt er því að stúlkur mæti ekki í skólann og haldi sig heima fyrir meðan á blæðingum stendur. Stúlkur sem missa mánaðarlega nokkra daga úr skóla eru líklegri til að hætta námi varanlega. Þar sem stúlkurnar hljóta ekki grunnmenntun aukast líkurnar á að þær verði giftar barnungar eldri mönnum og verða þar með berskjaldaðri fyrir ofbeldi, fátækt og mæðradauða. Því yngri sem þær eru giftar því líklegra er að þær eignist börn á barnsaldri en lífshættulegir fylgikvillar fylgja meðgöngu og fæðingum ungra mæðra. Með því að mæta á tónleikana á Kex gefst almenningi kostur á að styðja við kaup á fjölnota dömubindum fyrir malavískar skólastúlkur og upplifa um leið malavískt eðalrapp frá vinsælasta hip hop listamanni landsins. Ekkert kostar inn á tónleikana en fólki er boðið að styrkja verkefnið um 1000 kr. sem jafngildir einum pakka af bindum fyrir eina stúlku. Dagskráin hefst klukkan 19:30 og stendur yfir til klukkan 22.
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira