Lagt til að kennitöluflakkarar verði settir í atvinnurekstrarbann Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2017 19:09 Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband íslands kynntu í dag sameiginlegar tillögur sem ætlaðar eru til að berjast gegn kennitöluflakki. Kennitöluflakk er þegar félag hættir starfsemi eftir gjaldþrot en rekstur heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu til að komast undan lagalegum skuldbindingum. Ætla má að tjón vegna kennitöluflakks hlaupi á milljörðum króna á hverju ári. Samkvæmt ástralskri rannsókn ber ríkissjóður þriðjung tjónsins, starfsmenn 11 prósent en önnur fyrirtæki 55 prósent. Íslensk rannsókn frá árinu 2005 sýnir að 73% íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir tjóni vegna kennitöluflakks. „Við erum að stíga sameinuð fram til að berjast gegn þessari meinsemd í samfélaginu. Við viljum að íslenskt lagaumhverfi verið uppfært og geri svipaðar breytingar og gerðar voru á Norðurlöndunum og víðs vegar í Vestur-Evrópu á 10. áratug síðustu aldar. Leikreglur á Íslandi eiga að vera sambærilegar við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lagt er til að ríkisskattstjóri geti úrskurðað kennitöluflakkara í atvinnurekstrarbann - að þeim verði bannað að eiga og reka hluta- og einkahlutafélög í allt að þrjú ár. Á árunum 2008 til 2015 komu 202 framkvæmdastjórar við sögu í þremur eða fleiri gjaldþrotum á Ísland og 481 stjórnarmenn. Alþýðusambandið hefur lengi barist fyrir málinu en ekki hefur áður náð samstaða um tillögur þeirra. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bendir á tillögur frá árinu 2011 sem fengu ekki framgang. En nú stíga atvinnurekendur og launamenn saman fram. „Ég vænti þess að nú verði auðveldara að eiga við stjórnvöld, þar sem það er búið að slípa kantana af þessu," segir Gylfi. Halldór tekur undir orð hans. „Næsta skref verður stigið af löggjafanum. Þar liggur boltinn. Ég tel okkur hafa lagt sannfærandi rök fram og SA mun ekki láta sitt eftir liggja til að þetta mál geti orðið að lögum á þingi.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband íslands kynntu í dag sameiginlegar tillögur sem ætlaðar eru til að berjast gegn kennitöluflakki. Kennitöluflakk er þegar félag hættir starfsemi eftir gjaldþrot en rekstur heldur áfram í gegnum annað félag með nýrri kennitölu til að komast undan lagalegum skuldbindingum. Ætla má að tjón vegna kennitöluflakks hlaupi á milljörðum króna á hverju ári. Samkvæmt ástralskri rannsókn ber ríkissjóður þriðjung tjónsins, starfsmenn 11 prósent en önnur fyrirtæki 55 prósent. Íslensk rannsókn frá árinu 2005 sýnir að 73% íslenskra fyrirtækja hafa orðið fyrir tjóni vegna kennitöluflakks. „Við erum að stíga sameinuð fram til að berjast gegn þessari meinsemd í samfélaginu. Við viljum að íslenskt lagaumhverfi verið uppfært og geri svipaðar breytingar og gerðar voru á Norðurlöndunum og víðs vegar í Vestur-Evrópu á 10. áratug síðustu aldar. Leikreglur á Íslandi eiga að vera sambærilegar við það sem gerist í nágrannalöndum okkar," segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lagt er til að ríkisskattstjóri geti úrskurðað kennitöluflakkara í atvinnurekstrarbann - að þeim verði bannað að eiga og reka hluta- og einkahlutafélög í allt að þrjú ár. Á árunum 2008 til 2015 komu 202 framkvæmdastjórar við sögu í þremur eða fleiri gjaldþrotum á Ísland og 481 stjórnarmenn. Alþýðusambandið hefur lengi barist fyrir málinu en ekki hefur áður náð samstaða um tillögur þeirra. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, bendir á tillögur frá árinu 2011 sem fengu ekki framgang. En nú stíga atvinnurekendur og launamenn saman fram. „Ég vænti þess að nú verði auðveldara að eiga við stjórnvöld, þar sem það er búið að slípa kantana af þessu," segir Gylfi. Halldór tekur undir orð hans. „Næsta skref verður stigið af löggjafanum. Þar liggur boltinn. Ég tel okkur hafa lagt sannfærandi rök fram og SA mun ekki láta sitt eftir liggja til að þetta mál geti orðið að lögum á þingi.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira