Íslendingur vill „karlmannslausu tónlistarhátíðina“ til sín Atli Ísleifsson skrifar 1. ágúst 2017 11:45 Kristján Fannar Sigurðarson starfar á ferðamálaskrifstofu Falkenberg en grínistinn Emma Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni um karlmannslausa tónlistarhátíð. Facebook-síða Kristjáns Fannars/Wikipedia Kristján Fannar Sigurðarson vinnur nú að því að kanna möguleika á að fá „karlmannslausu tónlistarhátíðina“ til bæjarins Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar. „Það eru enn mörg spurningamerki en mér finnst þetta áhugavert,“ segir Kristján Fannar sem starfar á ferðamálaskrifstofu Falkenberg. Hann komst á dögunum í samband við sænska grínistann og útvarpskonuna Emma Knyckare sem varpaði fyrst fram hugmyndinni um að skipuleggja karlmannslausa tónlistarhátíð eftir tíð kynferðisbrot á tónlistarhátíðum í landinu. Kristján segir að kynferðisbrotamálum á tónlistarhátíðinum hafi farið fjölgandi í Svíþjóð á síðustu árum. „Emma varpaði fram hugmyndinni um að skipuleggja karlmannslausa tónlistarhátíð eftir að tilkynnt var um fjölda slíkra brota á Bråvallahátíðinni fyrr í sumar. Það var mikið skrifað um þetta og mér fannst þetta áhugavert. Svo las ég einhverja grein þar sem Emma hvatti sveitarfélög sem hefðu áhuga á að halda svona hátíð til að hafa samband við sig,“ segir Kristján Fannar. Hann segir Emmu hafa verið mjög ánægða að frétta af áhuga Falkenberg. Rætt var við Kristján Fannar í Hallands Nyheter um möguleikann á að Falkenberg haldi hátíðina.Óljóst hvort löglegt sé að halda slíka hátíð Kristján Fannar segist hafa fengið heimild frá bæjaryfirvöldum til að kanna málið frekar. „Emma mun funda með sínu fólki síðar í þessum mánuði og svo ætlum við vonandi að ræða saman. Við viljum alla vega heyra meira, hvað hún sjái fyrir sér fjölmenna hátíð og hvernig hún sjái hana fyrir sér. Og hvort Falkenberg geti yfir höfuð haldið slíka hátíð. Við vitum ekki hvort þau sjái fyrir sér hátíð inni í miðjum bæ, eða úti í náttúrunni. Sömuleiðis vitum við ekki hvort það sé yfir höfuð löglegt að halda svona hátíð þar sem körlum er ekki boðið, en það verður kannað.“Tilkynnt var um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir á Bråvallahátíðinni í sumar.Vísir/EPAÞar til allir karlmenn læri að haga sér Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter eftir að fréttir bárust um að tilkynnt hafi verið um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir á Bråvalla-hátíðinni. „Hvað finnst ykkur um við hendum upp svakalegri hátíð þar sem aðrir en karlmenn eru velkomnir og sem við höldum gangandi þar til að ALLIR karlmenn læri hvernig eigi að haga sér?“ sagði Knyckare.Í viðtali við Dagens Nyheter sagði Emma að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa þar sem nærri þúsund manns hafi boðist til að hjálpa til. „Hverjir eru það sem nauðga? Jú, karlmenn. En ef við skipuleggjum tónlistarhátíð þar sem þeir mega ekki koma? Það var þannig sem ég hugsaði. Mér finnst það hræðilegt að hálf þjóðin skuli finna fyrir óöryggi. Þannig að þegar á næsta ári verður annar möguleiki í boði: Rokkhátíð þar sem stelpur geta fundið fyrir öryggi,“ sagði Knyckare. Tengdar fréttir Skipuleggur karlmannslausa tónlistarhátíð eftir tíð kynferðisbrot á Bråvalla-hátíðinni Sænski grínistinn og útvarpskonan Emma Knyckare stefnir nú að því að halda tónlistarhátíð þar sem öllum karlmönnum verður meinaður aðgangur. 5. júlí 2017 13:14 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Kristján Fannar Sigurðarson vinnur nú að því að kanna möguleika á að fá „karlmannslausu tónlistarhátíðina“ til bæjarins Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar. „Það eru enn mörg spurningamerki en mér finnst þetta áhugavert,“ segir Kristján Fannar sem starfar á ferðamálaskrifstofu Falkenberg. Hann komst á dögunum í samband við sænska grínistann og útvarpskonuna Emma Knyckare sem varpaði fyrst fram hugmyndinni um að skipuleggja karlmannslausa tónlistarhátíð eftir tíð kynferðisbrot á tónlistarhátíðum í landinu. Kristján segir að kynferðisbrotamálum á tónlistarhátíðinum hafi farið fjölgandi í Svíþjóð á síðustu árum. „Emma varpaði fram hugmyndinni um að skipuleggja karlmannslausa tónlistarhátíð eftir að tilkynnt var um fjölda slíkra brota á Bråvallahátíðinni fyrr í sumar. Það var mikið skrifað um þetta og mér fannst þetta áhugavert. Svo las ég einhverja grein þar sem Emma hvatti sveitarfélög sem hefðu áhuga á að halda svona hátíð til að hafa samband við sig,“ segir Kristján Fannar. Hann segir Emmu hafa verið mjög ánægða að frétta af áhuga Falkenberg. Rætt var við Kristján Fannar í Hallands Nyheter um möguleikann á að Falkenberg haldi hátíðina.Óljóst hvort löglegt sé að halda slíka hátíð Kristján Fannar segist hafa fengið heimild frá bæjaryfirvöldum til að kanna málið frekar. „Emma mun funda með sínu fólki síðar í þessum mánuði og svo ætlum við vonandi að ræða saman. Við viljum alla vega heyra meira, hvað hún sjái fyrir sér fjölmenna hátíð og hvernig hún sjái hana fyrir sér. Og hvort Falkenberg geti yfir höfuð haldið slíka hátíð. Við vitum ekki hvort þau sjái fyrir sér hátíð inni í miðjum bæ, eða úti í náttúrunni. Sömuleiðis vitum við ekki hvort það sé yfir höfuð löglegt að halda svona hátíð þar sem körlum er ekki boðið, en það verður kannað.“Tilkynnt var um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir á Bråvallahátíðinni í sumar.Vísir/EPAÞar til allir karlmenn læri að haga sér Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter eftir að fréttir bárust um að tilkynnt hafi verið um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir á Bråvalla-hátíðinni. „Hvað finnst ykkur um við hendum upp svakalegri hátíð þar sem aðrir en karlmenn eru velkomnir og sem við höldum gangandi þar til að ALLIR karlmenn læri hvernig eigi að haga sér?“ sagði Knyckare.Í viðtali við Dagens Nyheter sagði Emma að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa þar sem nærri þúsund manns hafi boðist til að hjálpa til. „Hverjir eru það sem nauðga? Jú, karlmenn. En ef við skipuleggjum tónlistarhátíð þar sem þeir mega ekki koma? Það var þannig sem ég hugsaði. Mér finnst það hræðilegt að hálf þjóðin skuli finna fyrir óöryggi. Þannig að þegar á næsta ári verður annar möguleiki í boði: Rokkhátíð þar sem stelpur geta fundið fyrir öryggi,“ sagði Knyckare.
Tengdar fréttir Skipuleggur karlmannslausa tónlistarhátíð eftir tíð kynferðisbrot á Bråvalla-hátíðinni Sænski grínistinn og útvarpskonan Emma Knyckare stefnir nú að því að halda tónlistarhátíð þar sem öllum karlmönnum verður meinaður aðgangur. 5. júlí 2017 13:14 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Skipuleggur karlmannslausa tónlistarhátíð eftir tíð kynferðisbrot á Bråvalla-hátíðinni Sænski grínistinn og útvarpskonan Emma Knyckare stefnir nú að því að halda tónlistarhátíð þar sem öllum karlmönnum verður meinaður aðgangur. 5. júlí 2017 13:14