Umburðarlyndi stríðandi skoðana Þórarinn Hjartarson skrifar 6. mars 2017 10:43 Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun