Umburðarlyndi stríðandi skoðana Þórarinn Hjartarson skrifar 6. mars 2017 10:43 Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. Síðastliðinn föstudag í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu, opinberaði Frosti Logason sínar skoðanir um úrslit íslensku tónlistarverðlaunanna. Frosti sagði val á popplagi ársins hafi litast af svokallaðri „PC“ menningu og að hans mati hafi annað lag átt að vinna. Samstarfsmaður Frosta, Máni Pétursson, var honum ósammála og tókust þeir á um þetta málefni ásamt þriðja aðila sem hringdi inn. Frosti greindi meðal annars frá þeirri skoðun sinni að karllæg gildi í orðræðu íslensks samfélags ættu einungis upp á pallborðið þegar inntak þeirra væru neikvæð og að umræða um konur sem fórnarlömb innan tónlistargeirans væri vanvirðing við konur. Í kjölfar þessara umræðna fór internetsamfélagið á aðra hliðina. Hver pistill á fætur öðrum sem og fésbókarfærslur hófu að birtast þar sem orð Frosta voru tekin úr samhengi og því haldið fram að orð hans gæfu til kynna að konur væru „líffræðilega vanhæfir trommarar“, svo eitthvað sé nefnt. KÍTÓN hefur látið málið sig varða og hefur sú krafa verið höfð uppi af hálfu þeirra að Forsti biðjist afsökunar á því að viðhafa skoðun sem ósamrýmanleg sé skoðunum hins háværa meirihluta. Ástæða þessara skrifa er ekki sú að ég sé sammála ummælum Frosta. Sumu var ég sammála og öðru var ég ósammála. Forsenda þessa stutta pistils er tvíþætt. Önnur er sú að í kjölfar upprisu svokallaðs „political-correctness“ á fólk rétt á ákveðnum skoðunum, en ekki öðrum. Það veltur á því hvort að þú sért sammála ríkjandi skoðunum innan ákveðinna orðræðna. Gagnrýni og skoðanir á hverskyns hlutum er nú kölluð „eiturorðræða“ (sem hún í mörgum tilfellum er). Þessum skoðunum er hinsvegar ekki svarað með rökum heldur er fólk kallað öllum illum nöfnum og ráðist er á manneskjuna frekar en málefnið. Samræður snúast ekki lengur um að sjá hluti frá sjónarhornum annarra heldur að öskra nógu hátt til þess að sporna við frekari umræðu. Síðari ástæða þessa pistils snýr að særingarmætti samfélagsmiðla. Með tilkomu þeirra geta einstaklingar miðlað sínum skoðunum til þúsunda á örstuttum tíma. Skoðanir Frosta í þessu tilfelli, sama hversu óréttmætar, eru skoðanir eins einstaklings. Óháð því hvort að fólk særist yfir skoðunum ókunnugra bætur stöðu einstaklinga sem eiga í hlut í raun litlu. Þú getur tekið að þér að rökræða við manneskju og sannfæra hana um réttmæti þinnar afstöðu á málinu. Að öskra „norn“ og taka ummæli þeirra úr samhengi gerir lítið annað en að fá klapp á bakið frá skoðanabræðrum þínum en stuðlar ekki að betra samfélagi. Vissulega þarf að berjast gegn orðræðu rasisma, kynjamisrétti og öðrum samfélagskvillum. Ef, hinsvegar, þeir einstaklingar sem halda uppi hatursorðræðu fá ekki að tjá sig, er ógerlegt að sporna við henni með málefnalegum rökræðum. Líkt og ég nefndi hér að ofan geta einstaklingar miðlað skoðunum til margra á stuttum tíma. Ef einstaklingur tekur þátt í umræðu á samfélagsmiðlum mun sá einstaklingur, óhjákvæmilega, verða vitni af umræðu sem honum/henni mislíkar eða er ósammála. Að fólki líði illa yfir rökræðum á hverskyns sviði, þýðir ekki að ráðlegt sé að sleppa þeim. Orð og skoðanir ókunnugra einstaklinga særa þig um leið og þú gefur þeim færi á að gera það. Ekki fyrr. Ef orðræða og samfélag á að færast í jákvæða átt verða meðlimir þess að ræða mál byggð á rökum. Ef umræður láta manni líða illa er ráðlegt að snúa sér að öðru sem lætur manni líða vel. Góðar stundir.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar