Leiðir hjá sér jólastressið 14. desember 2017 11:00 Nílsína Larsen Einarsdóttir þekkir ekki jólastress heldur nýtur aðventunnar við sultu- og skrúbbagerð. MYND/Anton Nílsína Larsen Einarsdóttir býr til jólagjafir fyrir hver jól. Það eru ýmist sultur, saft eða skrúbbar og hér gefur hún uppskrift að jólalegri kryddsultu sem kætir bragðlauka þeirra sem fá að smakka. Nílsína hefur búið til jólagjafirnar síðan hún man eftir sér. Helst eru það sultur, súrdeigsbrauð og sykurskrúbbar sem hún laumar í jólapakkana með aðalgjöfinni. „Ég geri alls konar,“ segir hún aðspurð um hvort það sé eitthvað framar öðru sem henni finnist eiga erindi til vina og vandamanna. „Ég elska að gera sultur og súrdeigsbrauð, ég hef verið að gefa sykurskrúbba og saltskrúbba gegnum tíðina sem ég bý til sjálf og ég man ekki eftir því hvenær ég hef ekki gert eitthvert smotterí með.“ Jólailminn af skrúbbunum fær hún úr kaffikorgi sem er nauðsynlegt innihaldsefni sem örvar blóðflæðið í húðinni. „Ég hef notað súkkulaði- og möndlukaffi og blandað við sykur eða salt til að gera skrúbbana og líka grýlukanil.“ Mest gaman finnst henni þó að gera jólasultuna. „Ég hef gert kryddaðar sultur með anís og kanil og einhverju svoleiðis, oftast bláberjasultu úr berjum sem ég tíni á haustin og set í frysti, þó nú sé auðvitað hægt að fá bláber hér allan ársins hring. Ég geri líka krækiberjasaft og set á flöskur og skreyti og rifsberjahlaup á hverju ári og sting því líka í pakkana. Ég reyni að nota krukkur sem til falla yfir árið, skreyti mikið með greni, nota borða, límmiða og eitthvað svona krúttlegt.“ Nílsína segist gera sulturnar í nóvember því hún hefur það líka fyrir sið að gauka góðgæti að fólki á aðventunni. „Það er svo gaman að mæta í heimsókn eða á jólafund í vinnunni eða með vinum með piparkökuöskju, gráðaost og kryddsultu.“ Hún segir það mismunandi eftir árum hvar áherslan liggur. „Það er ekkert svona þema heldur bara hvað er til hverju sinni.“ Hún viðurkennir samt að fólk leggi stundum inn pantanir. „Fólk á sitt uppáhald, sumir vilja sultu og aðrir eru til í að fá skrúbbinn góða.“ Jólin láta fyrst á sér kræla hjá Nílsínu þegar mandarínurnar birtast. „Svo fæ ég alltaf greniafskurð frá vinkonu minni sem býr í Kjósinni og þá finnst mér jólin vera komin.“ Nílsína kannast ekki við jólastress. „Það er svo fyndið að þegar allir fara í asa kringum jólin þá er ég meira svona inn á við, er bara heima að hafa það notalegt og dunda mér við að skreyta eða gera sultur og skrúbba. Það kemur með jólin til mín.“ Ekki var hægt að sleppa Nílsínu án þess að fá uppskrift að einhverju góðgæti.Kryddaða bláberjajóladjammið inniheldur m.a. bláber, stjörnuanís og kanil.Kryddað vegan bláberjajóladjamm 750 g bláber Safi úr einni sítrónu 100 ml af vatni 500 g sykur 1 kanilstöng 2 stjörnuanís 6 negulnaglar (má sleppa) ½ múskathneta Hleypir 2 msk. agar-agar (eða sama magn af gelatíni en þá er uppskriftin ekki vegan) 100 ml af vatni 1. Sjóðið bláberin, sítrónusafann og sykurinn niður. 2. Þegar sykurinn er bráðinn og ber farin að leysast upp þá má raspa ½ múskathnetu út í, bæta við kanilstöng, anísstjörnum og negulnöglum og sjóða í svona 35-40 mínútur. 3. Takið kanilstöngina og stjörnuanísinn (og negulnaglana) upp úr. 4. Hrærið agar-agar dufti og köldu vatni saman í skál og bleytið upp í öllu duftinu. Gott er að hræra vel áður en því er svo bætt út í pottinn. Sjóða í svona 7-10 mínútur til viðbótar. 5. Færið yfir á fallegar krukkur. Ég nota gjarnan krukkur sem falla til á heimilinu og endurnýti þær fyrir sultugerðina. Svo skreyti ég þær til dæmis með rauðum borða og einni kanilstöng. Eins er hægt að setja efnisbút yfir lokið og festa með grófu bandi. Úr þessari uppskrift fást 4-5 krukkur en það fer eftir stærð þeirra. Njótið með góðu súrdeigsbrauði eða piparkökum með gráðaosti. Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Nílsína Larsen Einarsdóttir býr til jólagjafir fyrir hver jól. Það eru ýmist sultur, saft eða skrúbbar og hér gefur hún uppskrift að jólalegri kryddsultu sem kætir bragðlauka þeirra sem fá að smakka. Nílsína hefur búið til jólagjafirnar síðan hún man eftir sér. Helst eru það sultur, súrdeigsbrauð og sykurskrúbbar sem hún laumar í jólapakkana með aðalgjöfinni. „Ég geri alls konar,“ segir hún aðspurð um hvort það sé eitthvað framar öðru sem henni finnist eiga erindi til vina og vandamanna. „Ég elska að gera sultur og súrdeigsbrauð, ég hef verið að gefa sykurskrúbba og saltskrúbba gegnum tíðina sem ég bý til sjálf og ég man ekki eftir því hvenær ég hef ekki gert eitthvert smotterí með.“ Jólailminn af skrúbbunum fær hún úr kaffikorgi sem er nauðsynlegt innihaldsefni sem örvar blóðflæðið í húðinni. „Ég hef notað súkkulaði- og möndlukaffi og blandað við sykur eða salt til að gera skrúbbana og líka grýlukanil.“ Mest gaman finnst henni þó að gera jólasultuna. „Ég hef gert kryddaðar sultur með anís og kanil og einhverju svoleiðis, oftast bláberjasultu úr berjum sem ég tíni á haustin og set í frysti, þó nú sé auðvitað hægt að fá bláber hér allan ársins hring. Ég geri líka krækiberjasaft og set á flöskur og skreyti og rifsberjahlaup á hverju ári og sting því líka í pakkana. Ég reyni að nota krukkur sem til falla yfir árið, skreyti mikið með greni, nota borða, límmiða og eitthvað svona krúttlegt.“ Nílsína segist gera sulturnar í nóvember því hún hefur það líka fyrir sið að gauka góðgæti að fólki á aðventunni. „Það er svo gaman að mæta í heimsókn eða á jólafund í vinnunni eða með vinum með piparkökuöskju, gráðaost og kryddsultu.“ Hún segir það mismunandi eftir árum hvar áherslan liggur. „Það er ekkert svona þema heldur bara hvað er til hverju sinni.“ Hún viðurkennir samt að fólk leggi stundum inn pantanir. „Fólk á sitt uppáhald, sumir vilja sultu og aðrir eru til í að fá skrúbbinn góða.“ Jólin láta fyrst á sér kræla hjá Nílsínu þegar mandarínurnar birtast. „Svo fæ ég alltaf greniafskurð frá vinkonu minni sem býr í Kjósinni og þá finnst mér jólin vera komin.“ Nílsína kannast ekki við jólastress. „Það er svo fyndið að þegar allir fara í asa kringum jólin þá er ég meira svona inn á við, er bara heima að hafa það notalegt og dunda mér við að skreyta eða gera sultur og skrúbba. Það kemur með jólin til mín.“ Ekki var hægt að sleppa Nílsínu án þess að fá uppskrift að einhverju góðgæti.Kryddaða bláberjajóladjammið inniheldur m.a. bláber, stjörnuanís og kanil.Kryddað vegan bláberjajóladjamm 750 g bláber Safi úr einni sítrónu 100 ml af vatni 500 g sykur 1 kanilstöng 2 stjörnuanís 6 negulnaglar (má sleppa) ½ múskathneta Hleypir 2 msk. agar-agar (eða sama magn af gelatíni en þá er uppskriftin ekki vegan) 100 ml af vatni 1. Sjóðið bláberin, sítrónusafann og sykurinn niður. 2. Þegar sykurinn er bráðinn og ber farin að leysast upp þá má raspa ½ múskathnetu út í, bæta við kanilstöng, anísstjörnum og negulnöglum og sjóða í svona 35-40 mínútur. 3. Takið kanilstöngina og stjörnuanísinn (og negulnaglana) upp úr. 4. Hrærið agar-agar dufti og köldu vatni saman í skál og bleytið upp í öllu duftinu. Gott er að hræra vel áður en því er svo bætt út í pottinn. Sjóða í svona 7-10 mínútur til viðbótar. 5. Færið yfir á fallegar krukkur. Ég nota gjarnan krukkur sem falla til á heimilinu og endurnýti þær fyrir sultugerðina. Svo skreyti ég þær til dæmis með rauðum borða og einni kanilstöng. Eins er hægt að setja efnisbút yfir lokið og festa með grófu bandi. Úr þessari uppskrift fást 4-5 krukkur en það fer eftir stærð þeirra. Njótið með góðu súrdeigsbrauði eða piparkökum með gráðaosti.
Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira