Hleypur 165 kílómetra í eyðimörk Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 14:00 Ásta tekur þátt maraþonhlaupum um allan heim. Líf Ástu Kristínar Parker er ævintýri líkast. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Arabíuríkinu Óman í höfuðborginni Múskat þar sem umhverfið er sveipað dulúð og minnir helst á leiksvið Aladdíns. Ásta Kristín, sem er menntaður dýralæknir, er keppnismanneskja í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og kappsfullur maraþonhlaupari. Þessa dagana tekst hún á við þraut sem er ekki á færi nema allra reyndustu hlaupara, eyðimerkurhlaup í Wahiba eyðimörkinni í Óman. Alls eru hlaupnir 165 kílómetrar í gegnum gífurlegar sandbreiður. Einungis velþjálfaðir hlauparar mega skrá sig til leiks, en það eru hundrað þátttakendur frá 15 þjóðlöndum sem taka þátt. Keppnin fer fram dagana 17.-25. nóvember, áhugasamir geta fylgst með hlaupinu á heimasíðu maraþonsins www.marathonoman.com.Þrekraun í eyðimörk „Ég tók þátt í þessari keppni í fyrra, og lofaði sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur. Síðasta keppni reyndist mér afskaplega erfið, það tekur á að hlaupa í gegnum sandhóla og endalausar sandbreiður. Ég barðist við flökurleika, blóðsykursfall og krampa. En ég stóð ekki við loforðið og skráði mig til leiks á ný. Ég er töluvert betur undir þetta búin að þessu sinni. Ég æfði mig í Wahiba eyðmörkinni hér í Óman, en ekki jafn mikið reyndar og upphaflega stóð til því að ég hef verið við góðgerðarstörf í Taílandi.“ Hlaupaleiðinni er skipt í sex hluta og gista keppendur í tjöldum í eyðimörkinni á milli hlaupaleiða, endamarkið er við Arabíuhaf. Keppendur hlaupa með eigin vistir og tjöld, lengsta einstaka dagleiðin er 40 kílómetrar. Einn hluti er hlaupinn að næturlagi, en þá ríkir algjör þögn í Wahiba eyðimörkinni og stjörnurnar lýsa leiðina. Keppni af þessu tagi væri ekki möguleg yfir sumartímann, en hitastigið í eyðimörkinni er rétt yfir 30 gráður á þessum árstíma að jafnaði en rakinn þó nokkur.Ásta kennir dýraskurðlækningar í Taílandi á vegum góðgerðarsamtakanna Worldwide Veterinary Service.Hleypur af því að hún getur það „Ég var alltaf léleg í öllum boltaíþróttum þegar ég var yngri svo ég hleyp í staðinn. Þegar ég keppti í róðri á háskólaárunum í Edinborg þá voru hlaup hluti af æfingunum okkar.“ Þess má geta að Ásta er margfaldur Skotlands- og Bretlandsmeistari í kappróðri. Árið 1994 tók hún þátt samveldisleikunum í Kanada, fyrir hönd Skotlands.Hlaupararnir hlaupa með allan búnað á bakinu bæði matvöru og tjald.„Það eru ekki mörg ár síðan ég fór að keppa í hlaupum, vinkona mín stakk upp á því að ég keppti í hálfu maraþoni í Reykjavík og ég hef vart stoppað síðan.“ Árangur Ástu er ekki síðri í hlaupaskónum en í róðrinum og í sumar vann hún Íslandsmeistaramót kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu, og hún hefur unnið maraþonið í Múskat fjögur ár í röð og svo mætti lengi telja. „En þessa miðaldra hlaupakerlingu vantar hlaupaþjálfara,“ segir Ásta og hlær við. „Það er enginn í boði hér í Óman, ég hef bara hannað mín eigin æfingaplön. Íþróttalífið hér er á byrjunarstigi miðað við það sem við þekkjum á Vesturlöndum. Hér fæ ég til dæmis ekki íþróttaskó eða fatnað, það kaupi ég í Evrópu.“ En hvert skyldi markmiðið vera með öllum þessum hlaupum? „Langtímamarkmiðið mitt er að komast nær þremur tímum í maraþoni áður en ég verð of gömul til að hlaupa og til þess vantar mig styrktaraðila en ég er einmitt að leita að honum.“Ásta Kristín Parker býr í borginni Múskat í Arabíuríkinu Óman og er margfaldur Ómanmeistari í maraþoni.Kennir ungum dýralæknum í Taílandi Ásta Kristín starfaði sem dýralæknir í fjölmörg ár í Bretlandi þar sem hún var búsett lengst af. „Ég hef sinnt dýralækningum minna eftir að við fjölskyldan fluttum til Múskat, vann við það hérna til að byrja með. Ég þurfti að kynna mér uppskurð á úlföldum eftir að ég flutti hingað, eðlilega þar sem úlfaldarnir hér eru fleiri en hestar og töluvert minna um gæludýr en á Englandi.“ Í vetur hefur Ásta dvalið í Chiang Maí í Taílandi á vegum góðgerðarsamtakanna Worldwide Veterinary Service (WVS). Samtökin senda dýralækna, hjúkrunarfræðinga og lyf til vanþróaðari landa. Eitt helsta verkefni samtakanna er að berjast gegn hundaæði sem dregur fjölda fólks og dýra til dauða á þessum slóðum. Í ár hleypur Ásta til styrktar samtökunum, áhugasamir geta styrkt hana og flett henni upp á www.justgiving.com og lagt málefninu lið.Hlauparar í eyðimerkurmaraþoninu þurfa að leggja 165 kílómetra að baki.„Að starfa við dýralækningar í vanþróuðum löndum er allt öðruvísi en á Vesturlöndum. Aðstæður eru frekar frumstæðar, jafnvel ekki aðgengi að blóðrannsóknum eða röntgen. Lyf eru oft ekki fáanleg, það flækir málin ef hvorki eru til verkjastillandi lyf né efni til svæfinga. Tilfinningin er stundum eins og að hafa bara plástur til að laga beinbrot. Samtökin berjast markvisst fyrir útrýmingu hundaæðis í þróunarlöndunum og til að ná því markmiði bólusetjum við þúsundir hunda á þessum svæðum. Ég er að kenna ungum dýralæknum skurðlækningar, fer næst til Góa á Indlandi í sama tilgangi og verð þar fram að jólum.“Á hlaupum um heiminn Undirbúningur undir næsta hlaup hefst innan skamms þrátt fyrir að eyðimerkurhlaupið sé enn í fullum gangi. „Ég býst við að taka eina til tvær vikur í að ná mér eftir þetta og svo byrjar undirbúningur fyrir Múskat maraþonið sem fer fram í janúar og svo er það Boston í apríl og að sjálfsögðu Reykjavík í sumar,“ segir Ásta Kristín og leggur af stað í leiðangur. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Líf Ástu Kristínar Parker er ævintýri líkast. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Arabíuríkinu Óman í höfuðborginni Múskat þar sem umhverfið er sveipað dulúð og minnir helst á leiksvið Aladdíns. Ásta Kristín, sem er menntaður dýralæknir, er keppnismanneskja í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur og kappsfullur maraþonhlaupari. Þessa dagana tekst hún á við þraut sem er ekki á færi nema allra reyndustu hlaupara, eyðimerkurhlaup í Wahiba eyðimörkinni í Óman. Alls eru hlaupnir 165 kílómetrar í gegnum gífurlegar sandbreiður. Einungis velþjálfaðir hlauparar mega skrá sig til leiks, en það eru hundrað þátttakendur frá 15 þjóðlöndum sem taka þátt. Keppnin fer fram dagana 17.-25. nóvember, áhugasamir geta fylgst með hlaupinu á heimasíðu maraþonsins www.marathonoman.com.Þrekraun í eyðimörk „Ég tók þátt í þessari keppni í fyrra, og lofaði sjálfri mér að gera þetta aldrei aftur. Síðasta keppni reyndist mér afskaplega erfið, það tekur á að hlaupa í gegnum sandhóla og endalausar sandbreiður. Ég barðist við flökurleika, blóðsykursfall og krampa. En ég stóð ekki við loforðið og skráði mig til leiks á ný. Ég er töluvert betur undir þetta búin að þessu sinni. Ég æfði mig í Wahiba eyðmörkinni hér í Óman, en ekki jafn mikið reyndar og upphaflega stóð til því að ég hef verið við góðgerðarstörf í Taílandi.“ Hlaupaleiðinni er skipt í sex hluta og gista keppendur í tjöldum í eyðimörkinni á milli hlaupaleiða, endamarkið er við Arabíuhaf. Keppendur hlaupa með eigin vistir og tjöld, lengsta einstaka dagleiðin er 40 kílómetrar. Einn hluti er hlaupinn að næturlagi, en þá ríkir algjör þögn í Wahiba eyðimörkinni og stjörnurnar lýsa leiðina. Keppni af þessu tagi væri ekki möguleg yfir sumartímann, en hitastigið í eyðimörkinni er rétt yfir 30 gráður á þessum árstíma að jafnaði en rakinn þó nokkur.Ásta kennir dýraskurðlækningar í Taílandi á vegum góðgerðarsamtakanna Worldwide Veterinary Service.Hleypur af því að hún getur það „Ég var alltaf léleg í öllum boltaíþróttum þegar ég var yngri svo ég hleyp í staðinn. Þegar ég keppti í róðri á háskólaárunum í Edinborg þá voru hlaup hluti af æfingunum okkar.“ Þess má geta að Ásta er margfaldur Skotlands- og Bretlandsmeistari í kappróðri. Árið 1994 tók hún þátt samveldisleikunum í Kanada, fyrir hönd Skotlands.Hlaupararnir hlaupa með allan búnað á bakinu bæði matvöru og tjald.„Það eru ekki mörg ár síðan ég fór að keppa í hlaupum, vinkona mín stakk upp á því að ég keppti í hálfu maraþoni í Reykjavík og ég hef vart stoppað síðan.“ Árangur Ástu er ekki síðri í hlaupaskónum en í róðrinum og í sumar vann hún Íslandsmeistaramót kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu, og hún hefur unnið maraþonið í Múskat fjögur ár í röð og svo mætti lengi telja. „En þessa miðaldra hlaupakerlingu vantar hlaupaþjálfara,“ segir Ásta og hlær við. „Það er enginn í boði hér í Óman, ég hef bara hannað mín eigin æfingaplön. Íþróttalífið hér er á byrjunarstigi miðað við það sem við þekkjum á Vesturlöndum. Hér fæ ég til dæmis ekki íþróttaskó eða fatnað, það kaupi ég í Evrópu.“ En hvert skyldi markmiðið vera með öllum þessum hlaupum? „Langtímamarkmiðið mitt er að komast nær þremur tímum í maraþoni áður en ég verð of gömul til að hlaupa og til þess vantar mig styrktaraðila en ég er einmitt að leita að honum.“Ásta Kristín Parker býr í borginni Múskat í Arabíuríkinu Óman og er margfaldur Ómanmeistari í maraþoni.Kennir ungum dýralæknum í Taílandi Ásta Kristín starfaði sem dýralæknir í fjölmörg ár í Bretlandi þar sem hún var búsett lengst af. „Ég hef sinnt dýralækningum minna eftir að við fjölskyldan fluttum til Múskat, vann við það hérna til að byrja með. Ég þurfti að kynna mér uppskurð á úlföldum eftir að ég flutti hingað, eðlilega þar sem úlfaldarnir hér eru fleiri en hestar og töluvert minna um gæludýr en á Englandi.“ Í vetur hefur Ásta dvalið í Chiang Maí í Taílandi á vegum góðgerðarsamtakanna Worldwide Veterinary Service (WVS). Samtökin senda dýralækna, hjúkrunarfræðinga og lyf til vanþróaðari landa. Eitt helsta verkefni samtakanna er að berjast gegn hundaæði sem dregur fjölda fólks og dýra til dauða á þessum slóðum. Í ár hleypur Ásta til styrktar samtökunum, áhugasamir geta styrkt hana og flett henni upp á www.justgiving.com og lagt málefninu lið.Hlauparar í eyðimerkurmaraþoninu þurfa að leggja 165 kílómetra að baki.„Að starfa við dýralækningar í vanþróuðum löndum er allt öðruvísi en á Vesturlöndum. Aðstæður eru frekar frumstæðar, jafnvel ekki aðgengi að blóðrannsóknum eða röntgen. Lyf eru oft ekki fáanleg, það flækir málin ef hvorki eru til verkjastillandi lyf né efni til svæfinga. Tilfinningin er stundum eins og að hafa bara plástur til að laga beinbrot. Samtökin berjast markvisst fyrir útrýmingu hundaæðis í þróunarlöndunum og til að ná því markmiði bólusetjum við þúsundir hunda á þessum svæðum. Ég er að kenna ungum dýralæknum skurðlækningar, fer næst til Góa á Indlandi í sama tilgangi og verð þar fram að jólum.“Á hlaupum um heiminn Undirbúningur undir næsta hlaup hefst innan skamms þrátt fyrir að eyðimerkurhlaupið sé enn í fullum gangi. „Ég býst við að taka eina til tvær vikur í að ná mér eftir þetta og svo byrjar undirbúningur fyrir Múskat maraþonið sem fer fram í janúar og svo er það Boston í apríl og að sjálfsögðu Reykjavík í sumar,“ segir Ásta Kristín og leggur af stað í leiðangur.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira