Andrea opnar umræðuna um átröskun: „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2017 18:51 Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við átröskun en samfélagið átti sig á. Andrea Pétursdóttir „Ég er ekki að gera þetta núna fyrir athygli heldur til þess að vera fordæmi fyrir stelpur sem eru eru að ganga í gegnum það sama. Þetta er mín hlið á átröskun.“ Þetta kemur fram í Facebookfærslu Andreu Pétursdóttir sem steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni, frá þrettán ára aldri, við átröskun. Opnar umræðuna Andrea hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hugrekki sitt og styrk. Hún lýsir því hvernig sjúkdómurinn byrjaði þegar hún var yngri og hvernig hann þróaðist á verri veg. Andrea segir, í samtali við Vísi, að hún hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum. Hún segist stolt af því að hafa stigið fram og varpað ljósi á hættulegan sjúkdóm ,,Það er svo samfélagslega samþykkt að vilja grennast og vilja koma sér í form og þess háttar. Fyrst þegar ég byrjaði ætlaði ég bara að koma mér í gott form og allir hrósuðu mér,“ segir Andrea og bendir á að það hafi hins vegar verið byrjunin á vandanum. Andrea birti myndir með Facebookfærslu sinni sem sýndu áhrif sjúkdómsins.Andra PétursdóttirSjúdómurinn leynist víða Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við sjúkdóma tengda átröskun, en samfélagið átti sig á. „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt. Það eru svo margir, sérstaklega stelpur á aldrinum 10-15. Þetta er bara út um allt. Maður er alltaf að heyra hvernig maður á að vera og hvað maður á að gera,“ segir Andrea og telur að samfélagsmiðlar spili stóran þátt í að dreifa slæmum boðskap til fólks og búi til ímynd sem erfitt er að fylgja eftir. Að sögn Andreu eru lífsstílssbloggarar á samfélagsmiðlum mjög vinsælir á meðan ungs fólks en þar má oft finna lýsingar á því hvernig beri að hátta lífi sínu og ná árangri á ýmsum sviðum.Langt og strangt ferli Pétur Berg Eggertsson, faðir Andreu, segir sjúkdóminn hafa haft talsverð áhrif á fjölskylduna. „Þetta hefur mjög mikil áhrif og þetta er búið að vera langt og strangt ferli en við erum samt ánægð með að við fengum aðstoð og við nýttum okkur það. Við gátum ekkert ráðið við þetta sjálf. Við sáum það tiltölulega fljótt,“ segir Pétur. Skólahjúkrunarfræðingur kom auga á vandamálið og aðstoðaði fjölskylduna í baráttunni gegn sjúkdómnum. „Hún kom mjög til góða. Við eigum henni gott að þakka,“ leggur Pétur áherslu á.Andreu líður betur í dag.AndreaViðkvæmt mál Pétur segir að hann og móðir Andreu hafi reynt að fá hana ofan af því að skrifa umrædda Facebookfærslu. Í færslunni birtir Andrea myndir af sjálfri sér þegar hún var sem veikust. Þau töldu þetta vera viðkvæmt mál og höfðu áhyggjur af því að hún myndi fá yfir sig holskeflu af neikvæðni í kjölfarið í tengslum við myndirnar. „Hún var búin að tala um þetta í dálítinn tíma. Við vorum treg að leyfa henni að gera þetta en hún vildi endilega koma þessu frá sér. Hún hefur talað um að hún gæti hjálpað öðrum. Það skipti hana miklu máli,“ segir Pétur. Í dag líður Andreu mun betur. Hún segist hafa tekið miklum framförum og líti björtum augum á framtíðina.Facebookfærslu Andreu má sjá hér að neðan. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Ég er ekki að gera þetta núna fyrir athygli heldur til þess að vera fordæmi fyrir stelpur sem eru eru að ganga í gegnum það sama. Þetta er mín hlið á átröskun.“ Þetta kemur fram í Facebookfærslu Andreu Pétursdóttir sem steig nýverið fram og lýsti baráttu sinni, frá þrettán ára aldri, við átröskun. Opnar umræðuna Andrea hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hugrekki sitt og styrk. Hún lýsir því hvernig sjúkdómurinn byrjaði þegar hún var yngri og hvernig hann þróaðist á verri veg. Andrea segir, í samtali við Vísi, að hún hafi viljað vekja athygli á sjúkdómnum. Hún segist stolt af því að hafa stigið fram og varpað ljósi á hættulegan sjúkdóm ,,Það er svo samfélagslega samþykkt að vilja grennast og vilja koma sér í form og þess háttar. Fyrst þegar ég byrjaði ætlaði ég bara að koma mér í gott form og allir hrósuðu mér,“ segir Andrea og bendir á að það hafi hins vegar verið byrjunin á vandanum. Andrea birti myndir með Facebookfærslu sinni sem sýndu áhrif sjúkdómsins.Andra PétursdóttirSjúdómurinn leynist víða Andrea telur að mun fleiri séu að glíma við sjúkdóma tengda átröskun, en samfélagið átti sig á. „Ég veit um svo marga sem eru að glíma við eitthvað þessu líkt. Það eru svo margir, sérstaklega stelpur á aldrinum 10-15. Þetta er bara út um allt. Maður er alltaf að heyra hvernig maður á að vera og hvað maður á að gera,“ segir Andrea og telur að samfélagsmiðlar spili stóran þátt í að dreifa slæmum boðskap til fólks og búi til ímynd sem erfitt er að fylgja eftir. Að sögn Andreu eru lífsstílssbloggarar á samfélagsmiðlum mjög vinsælir á meðan ungs fólks en þar má oft finna lýsingar á því hvernig beri að hátta lífi sínu og ná árangri á ýmsum sviðum.Langt og strangt ferli Pétur Berg Eggertsson, faðir Andreu, segir sjúkdóminn hafa haft talsverð áhrif á fjölskylduna. „Þetta hefur mjög mikil áhrif og þetta er búið að vera langt og strangt ferli en við erum samt ánægð með að við fengum aðstoð og við nýttum okkur það. Við gátum ekkert ráðið við þetta sjálf. Við sáum það tiltölulega fljótt,“ segir Pétur. Skólahjúkrunarfræðingur kom auga á vandamálið og aðstoðaði fjölskylduna í baráttunni gegn sjúkdómnum. „Hún kom mjög til góða. Við eigum henni gott að þakka,“ leggur Pétur áherslu á.Andreu líður betur í dag.AndreaViðkvæmt mál Pétur segir að hann og móðir Andreu hafi reynt að fá hana ofan af því að skrifa umrædda Facebookfærslu. Í færslunni birtir Andrea myndir af sjálfri sér þegar hún var sem veikust. Þau töldu þetta vera viðkvæmt mál og höfðu áhyggjur af því að hún myndi fá yfir sig holskeflu af neikvæðni í kjölfarið í tengslum við myndirnar. „Hún var búin að tala um þetta í dálítinn tíma. Við vorum treg að leyfa henni að gera þetta en hún vildi endilega koma þessu frá sér. Hún hefur talað um að hún gæti hjálpað öðrum. Það skipti hana miklu máli,“ segir Pétur. Í dag líður Andreu mun betur. Hún segist hafa tekið miklum framförum og líti björtum augum á framtíðina.Facebookfærslu Andreu má sjá hér að neðan.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent