Fjölskylda Kushner sökuð um siðferðisbrest Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2017 10:27 Jared Kushner er sagður í lykilstöðu í ríkisstjórn Trump. Vísir/EPA Systir Jareds Kushner, tengdasonar og eins nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vísaði til stöðu bróður síns þegar hún reyndi að fá kínverska athafnamenn til að fjárfesta í lúxusíbúðum fjölskyldunnar gegn því að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Fjárfestunum var sagt að legðu þeir að minnsta kosti hálfa milljón dollara í byggingu tveggja skýjakljúfa í New Jersey sem Kushner-fjölskyldan reisir gætu þeir fengið landvistarleyfi fyrir fjárfesta í Bandaríkjunum.CNN segir að Nicole Kushner Meyer, systir Jared, hafi sérstaklega minnst á tengsl bróður síns við ríkisstjórn Trump þegar hún reyndi að sannfæra Kínverjana um að fjárfesta í verkefninu. Jared hefur sjálfur sagt sig frá fjölskyldufyrirtækinu, þar á meðal byggingarverkefninu í New Jersey. Blaðamönnum bæði New York Times og Washington Post var vísað á dyr af fundinum sem fór fram á lúxushóteli í Beijing í gær. Ástæðan væri sú að þeir ógnuðu „stöðugleika“ fundarins. Í frétt Washington Post segir að fjárfestunum hafi verið ráðlagt að leggja fé í verkefnið fyrr en seinna ef svo færi að reglurnar breyttust undir stjórn Trump. Blaðið segir ennfremur að Meyer hafi verið kynnt sem systir Jared í kynningarefni fyrir fundinn. Hann hefur verið helsti milliliður tengdaföður síns við stjórnvöld í Kína.„Auðvitað munu þeir vilja fjárfesta“„Þetta er ótrúlega heimskulegt og sérlega óviðeigandi. Þau gefa klárlega í skyn að Kushner-fjölskyldan muni tryggja þér vegabréfsáritun. Þeir munu ekki taka áhættuna. Auðvitað munu þeir vilja fjárfesta,“ segir Richard Painter, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins í siðareglum undir George W. Bush. Trump og fjölskylda hans hefur þegar legið undir gagnrýni fyrir hagsmunaárekstra. Forsetinn hefur neitað að birta skattskýrslur sínar og þá lét hann syni sína taka við fyrirtækjarekstri sínum í stað þess að koma honum í óháðar hendur. Dóttir hans Ivanka hefur sömuleiðis verið sökuð um að nota aðstöðu sína til að maka krókinn. Þannig var greint frá því að umsókn hennar um að skrá vörumerki í Kína hafi verið samþykkt sama dag og hún og faðir hennar snæddu með Xi Jinping, forseta Kína. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Systir Jareds Kushner, tengdasonar og eins nánasta ráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vísaði til stöðu bróður síns þegar hún reyndi að fá kínverska athafnamenn til að fjárfesta í lúxusíbúðum fjölskyldunnar gegn því að fá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Fjárfestunum var sagt að legðu þeir að minnsta kosti hálfa milljón dollara í byggingu tveggja skýjakljúfa í New Jersey sem Kushner-fjölskyldan reisir gætu þeir fengið landvistarleyfi fyrir fjárfesta í Bandaríkjunum.CNN segir að Nicole Kushner Meyer, systir Jared, hafi sérstaklega minnst á tengsl bróður síns við ríkisstjórn Trump þegar hún reyndi að sannfæra Kínverjana um að fjárfesta í verkefninu. Jared hefur sjálfur sagt sig frá fjölskyldufyrirtækinu, þar á meðal byggingarverkefninu í New Jersey. Blaðamönnum bæði New York Times og Washington Post var vísað á dyr af fundinum sem fór fram á lúxushóteli í Beijing í gær. Ástæðan væri sú að þeir ógnuðu „stöðugleika“ fundarins. Í frétt Washington Post segir að fjárfestunum hafi verið ráðlagt að leggja fé í verkefnið fyrr en seinna ef svo færi að reglurnar breyttust undir stjórn Trump. Blaðið segir ennfremur að Meyer hafi verið kynnt sem systir Jared í kynningarefni fyrir fundinn. Hann hefur verið helsti milliliður tengdaföður síns við stjórnvöld í Kína.„Auðvitað munu þeir vilja fjárfesta“„Þetta er ótrúlega heimskulegt og sérlega óviðeigandi. Þau gefa klárlega í skyn að Kushner-fjölskyldan muni tryggja þér vegabréfsáritun. Þeir munu ekki taka áhættuna. Auðvitað munu þeir vilja fjárfesta,“ segir Richard Painter, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins í siðareglum undir George W. Bush. Trump og fjölskylda hans hefur þegar legið undir gagnrýni fyrir hagsmunaárekstra. Forsetinn hefur neitað að birta skattskýrslur sínar og þá lét hann syni sína taka við fyrirtækjarekstri sínum í stað þess að koma honum í óháðar hendur. Dóttir hans Ivanka hefur sömuleiðis verið sökuð um að nota aðstöðu sína til að maka krókinn. Þannig var greint frá því að umsókn hennar um að skrá vörumerki í Kína hafi verið samþykkt sama dag og hún og faðir hennar snæddu með Xi Jinping, forseta Kína.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira