Bið eftir greiningu á alzheimer skapar gífurlegt álag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 19:13 Eiginkona Magnúsar Andra greindist með alzheimer fimmtug. Hann segir afar mikilvægt að fá greiningu á sjúkdómnum sem fyrst. Bið eftir greiningu á alzheimer og eftir þjónustu að greiningu lokinni getur verið allt að tvö og hálft ár. Að meðaltali er árs bið eftir greiningu, þá tekur við allt að hálfs árs greiningarferli og að því loknu getur sjúklingurinn þurft að bíða í allt að ár eftir dagvistun. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna, segir biðina mikið álag fyrir sjúklinginn og aðstandendur. Hún segir marga leita til samtakanna vegna biðarinnar og vandans sem skapast. „Fólk er týnt í kerfinu, veit ekki hvert á að leita og er hreinlega við það að gefast upp. Það er mjög algengt að aðstandendur séu hreinlega örmagna. Makar ganga ótrúlega langt í umönnunarhlutverkinu. Miklu lengra en hægt er að gera eðlilega kröfu um.“ Sirrý segir sárlega skorta stefnu í málefnum fólks með heilabilun og á meðan engin stefna er sé erfitt að takast á við áskoranir í málaflokknum. „Maður skilur upp að vissu marki að það sé ekki hægt að veita meiri þjónustu því stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu um að það eigi að gera það," segir Sirrý. Kona Magnúsar Andra Hjaltasonar greindist með alzheimer fyrir fimm árum og þá aðeins fimmtug að aldri. Hann segir afar mikilvægt að fá greiningu sem fyrst. „Þá ertu laus við alla þessa óvissu og stress og áhyggjur. Þegar þú færð greiningu er kominn punktur til að vinna út frá," segir hann en hjónin héldu greiningunni leyndri í fyrstu þar til að það kom að þeim tímapunkti að þau urðu að halda fund með samstarfsfólki konunnar en hún starfaði sem kennari í grunnskólanum í Grindavík.Af hverju fannst ykkur þið þurfa að halda þessu leyndu fyrsta árið? Hræðsla, feimni. Aðallega hræðsla að opinbera þetta. Þetta var eitthvað sem við þekktum ekki nema af afspurn. Við vorum líka svo ung. Við vorum bara hrædd," svarar Magnús. Hann segir í þessu samhengi mikilvægt fyrir bæði sjúklinginn og aðstandendur að klára greiningarferlið sem allra fyrst. „Miðað við okkar létti þegar við klárðuðum þetta, þetta ferli, þá er það mikilvægt. Það var svo mikill léttir að opinbera þetta - þegar allir í bænum vissu þetta. Þá fengum við stuðning. Það var sleginn hjúpur utan um hana. Henni var bara fylgt," segir Magnús Andri. Tengdar fréttir Kári bjartsýnn-klínískar tilraunir hefjast um mitt ár Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mjög bjartsýnn á þróun lyfja gegn Alzheimer. "Ég held því fram að það séu yfirgnæfandi líkur á því að lyf sem hemja framgang sjúkdómsins verði til,“ segir Kári sem segir klínískar tilraunir hefjast um mitt ár. 1. apríl 2017 10:00 Horfir í gin úlfsins Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari, hélt framsögu á opnum fræðslufundi í Íslenskri erfðagreiningu í vikunni og ræddi um reynslu sína af því að greinast ung með Alzheimer. Hún vill opna umræðuna. Sirrý Sigurlaugardóttir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir sífellt fleiri yngri einstaklinga leita aðstoðar. 1. apríl 2017 09:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Bið eftir greiningu á alzheimer og eftir þjónustu að greiningu lokinni getur verið allt að tvö og hálft ár. Að meðaltali er árs bið eftir greiningu, þá tekur við allt að hálfs árs greiningarferli og að því loknu getur sjúklingurinn þurft að bíða í allt að ár eftir dagvistun. Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna, segir biðina mikið álag fyrir sjúklinginn og aðstandendur. Hún segir marga leita til samtakanna vegna biðarinnar og vandans sem skapast. „Fólk er týnt í kerfinu, veit ekki hvert á að leita og er hreinlega við það að gefast upp. Það er mjög algengt að aðstandendur séu hreinlega örmagna. Makar ganga ótrúlega langt í umönnunarhlutverkinu. Miklu lengra en hægt er að gera eðlilega kröfu um.“ Sirrý segir sárlega skorta stefnu í málefnum fólks með heilabilun og á meðan engin stefna er sé erfitt að takast á við áskoranir í málaflokknum. „Maður skilur upp að vissu marki að það sé ekki hægt að veita meiri þjónustu því stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu um að það eigi að gera það," segir Sirrý. Kona Magnúsar Andra Hjaltasonar greindist með alzheimer fyrir fimm árum og þá aðeins fimmtug að aldri. Hann segir afar mikilvægt að fá greiningu sem fyrst. „Þá ertu laus við alla þessa óvissu og stress og áhyggjur. Þegar þú færð greiningu er kominn punktur til að vinna út frá," segir hann en hjónin héldu greiningunni leyndri í fyrstu þar til að það kom að þeim tímapunkti að þau urðu að halda fund með samstarfsfólki konunnar en hún starfaði sem kennari í grunnskólanum í Grindavík.Af hverju fannst ykkur þið þurfa að halda þessu leyndu fyrsta árið? Hræðsla, feimni. Aðallega hræðsla að opinbera þetta. Þetta var eitthvað sem við þekktum ekki nema af afspurn. Við vorum líka svo ung. Við vorum bara hrædd," svarar Magnús. Hann segir í þessu samhengi mikilvægt fyrir bæði sjúklinginn og aðstandendur að klára greiningarferlið sem allra fyrst. „Miðað við okkar létti þegar við klárðuðum þetta, þetta ferli, þá er það mikilvægt. Það var svo mikill léttir að opinbera þetta - þegar allir í bænum vissu þetta. Þá fengum við stuðning. Það var sleginn hjúpur utan um hana. Henni var bara fylgt," segir Magnús Andri.
Tengdar fréttir Kári bjartsýnn-klínískar tilraunir hefjast um mitt ár Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mjög bjartsýnn á þróun lyfja gegn Alzheimer. "Ég held því fram að það séu yfirgnæfandi líkur á því að lyf sem hemja framgang sjúkdómsins verði til,“ segir Kári sem segir klínískar tilraunir hefjast um mitt ár. 1. apríl 2017 10:00 Horfir í gin úlfsins Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari, hélt framsögu á opnum fræðslufundi í Íslenskri erfðagreiningu í vikunni og ræddi um reynslu sína af því að greinast ung með Alzheimer. Hún vill opna umræðuna. Sirrý Sigurlaugardóttir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir sífellt fleiri yngri einstaklinga leita aðstoðar. 1. apríl 2017 09:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Kári bjartsýnn-klínískar tilraunir hefjast um mitt ár Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mjög bjartsýnn á þróun lyfja gegn Alzheimer. "Ég held því fram að það séu yfirgnæfandi líkur á því að lyf sem hemja framgang sjúkdómsins verði til,“ segir Kári sem segir klínískar tilraunir hefjast um mitt ár. 1. apríl 2017 10:00
Horfir í gin úlfsins Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fyrrverandi borgarritari, hélt framsögu á opnum fræðslufundi í Íslenskri erfðagreiningu í vikunni og ræddi um reynslu sína af því að greinast ung með Alzheimer. Hún vill opna umræðuna. Sirrý Sigurlaugardóttir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir sífellt fleiri yngri einstaklinga leita aðstoðar. 1. apríl 2017 09:00