Öryggismál vinnustaða á Íslandi Þorgeir R. Valsson skrifar 23. júlí 2017 11:27 Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar