Heiðurs- og bæjar- listamenn Kópavogs Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:15 Margrét og Sigtryggur alsæl með heiðurinn og blómin. Við Sigtryggur höfum verið samstarfsfólk, erum nágrannar og vinir, eigum stelpur sem eru saman í bekk og okkar leiðir hafa krossast af mörgum ástæðum. Um tíma voru við bæði í Sykurmolunum. Það var því gaman að vera útnefnd með honum til titla í Kópavoginum,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, nýkjörinn heiðurslistamaður Kópavogs 2017. Hún segir engar kvaðir fylgja upphefðinni nema að bera titilinn í eitt ár og vera hvorki sér né bæjarfélaginu til skammar. Nafnbót Sigtryggs, bæjarlistamaður Kópavogs 2017, fylgja hins vegar verkefni og ákveðin peningaupphæð sem hann hyggst nota til uppbyggilegs verkefnis með fólki í bænum á aldrinum tólf til sextán ára. „Mig langar að fá eitthvað af því unga fólki sem ég þekki í tónlistarbransanum á Íslandi til að kenna unglingunum í Kópavogi hvernig tónlist er unnin í dag í tölvum. Bærinn hefur þegar skaffað skólafólkinu spjaldtölvur sem nýtast vel í þessu verkefni.“ Sigtryggur bendir á að til staðar í Kópavogi séu ágætar stofnanir sem hafi sinnt vel tónlist, eins og Tónlistarskóli Kópavogs, Kársneskórinn hennar Þórunnar Björnsdóttur og Skólahljómsveitin sem Össur Geirsson rekur af myndarskap. „Þetta gæti verið nýjung á sviði tónlistarmenntunar í bænum. Ég mundi helst vilja koma þessu verkefni inn sem vali í skólunum. Þá kæmi fólk sem er að vinna í poppmúsík, og þessir krakkar hlusta á, og yrði með kynningarfundi. Ég kæmi þessu sambandi bara á, unglingskrakkar í Kópavogi í dag eru ekki að hlusta á mig almennt.“ Margrét og Sigtryggur hafa víða komið við Margrét hefur samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir, gefið út barnaplötur og fleira. Hún spilar á píanó og var hljómborðsleikari Sykurmolanna um tíma. Hún hefur unnið við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp og skrifað barnabækur. Síðustu ár hefur hún verið afkastamikill handritshöfundur þátta, kvikmynda og leikhúss. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga. Sigtryggur Baldursson hefur verið virkur tónlistarmaður allt frá níunda áratug síðustu aldar. Sveitir sem hann hefur spilað í eru meðal annars Þeyr, Kukl og Sykurmolarnir. Hann stofnaði Bogomil og Milljónamæringana og síðustu ár hefur hann einnig unnið að sjónvarpsþáttagerð og verið framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira
Við Sigtryggur höfum verið samstarfsfólk, erum nágrannar og vinir, eigum stelpur sem eru saman í bekk og okkar leiðir hafa krossast af mörgum ástæðum. Um tíma voru við bæði í Sykurmolunum. Það var því gaman að vera útnefnd með honum til titla í Kópavoginum,“ segir Margrét Örnólfsdóttir, nýkjörinn heiðurslistamaður Kópavogs 2017. Hún segir engar kvaðir fylgja upphefðinni nema að bera titilinn í eitt ár og vera hvorki sér né bæjarfélaginu til skammar. Nafnbót Sigtryggs, bæjarlistamaður Kópavogs 2017, fylgja hins vegar verkefni og ákveðin peningaupphæð sem hann hyggst nota til uppbyggilegs verkefnis með fólki í bænum á aldrinum tólf til sextán ára. „Mig langar að fá eitthvað af því unga fólki sem ég þekki í tónlistarbransanum á Íslandi til að kenna unglingunum í Kópavogi hvernig tónlist er unnin í dag í tölvum. Bærinn hefur þegar skaffað skólafólkinu spjaldtölvur sem nýtast vel í þessu verkefni.“ Sigtryggur bendir á að til staðar í Kópavogi séu ágætar stofnanir sem hafi sinnt vel tónlist, eins og Tónlistarskóli Kópavogs, Kársneskórinn hennar Þórunnar Björnsdóttur og Skólahljómsveitin sem Össur Geirsson rekur af myndarskap. „Þetta gæti verið nýjung á sviði tónlistarmenntunar í bænum. Ég mundi helst vilja koma þessu verkefni inn sem vali í skólunum. Þá kæmi fólk sem er að vinna í poppmúsík, og þessir krakkar hlusta á, og yrði með kynningarfundi. Ég kæmi þessu sambandi bara á, unglingskrakkar í Kópavogi í dag eru ekki að hlusta á mig almennt.“ Margrét og Sigtryggur hafa víða komið við Margrét hefur samið tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir, gefið út barnaplötur og fleira. Hún spilar á píanó og var hljómborðsleikari Sykurmolanna um tíma. Hún hefur unnið við dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp og skrifað barnabækur. Síðustu ár hefur hún verið afkastamikill handritshöfundur þátta, kvikmynda og leikhúss. Nú síðast skrifaði hún þáttaröðina Fanga. Sigtryggur Baldursson hefur verið virkur tónlistarmaður allt frá níunda áratug síðustu aldar. Sveitir sem hann hefur spilað í eru meðal annars Þeyr, Kukl og Sykurmolarnir. Hann stofnaði Bogomil og Milljónamæringana og síðustu ár hefur hann einnig unnið að sjónvarpsþáttagerð og verið framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira