Hafa hreiðrað um sig í niðurníddu hjólhýsi í Ljósheimum Sæunn Gísladóttir skrifar 13. maí 2017 07:00 Mennirnir hófu að gista í hjólhýsinu um helgina. vísir/gva Um síðustu helgi hófu menn að gista í hjólhýsi sem er í niðurníðslu á bílastæði við blokkarlengju í Ljósheimum. Íbúi í blokk þar segir ljóst að menn séu að nota þetta sem húsaskjól og sökum þess að þar sé ekki hreinlætisaðstaða hafi sést til þeirra að gera þarfir sínar á bak við runna við lóðina. Þetta valdi íbúum óþægindum. Íbúinn segir að hann gruni nágranna sinn um að eiga hjólhýsið, hann sé að minnsta kosti skráður fyrir trukknum sem lagt er upp við hjólhýsið. Annar nágranni hans segist hafa gengið á eigandann, en hann hafi hreytt í hann svörum; að vel gæti verið að menn hefðu athvarf í hjólhýsinu en hann væri búinn að selja það. Hjólhýsið hefur þó ekki verið fært, hafi það verið selt. Nágrannar eru uggandi yfir ástandinu. Mennirnir geri þarfir sínar á lóðinni, en ekki síst vegna þess að bak við hjólhýsið er leikvöllur og börn leiki sér þar. Íbúinn segist í samtali við Fréttablaðið hafa talað við lögregluna vegna málsins sem hafi sagt honum að svona búseta væri á gráu svæði. Fyrst og fremst væri þetta málefni heilbrigðisnefndar borgarinnar. Íbúinn hefur hingað til ekki náð sambandi við nefndina. Hann segir bíl hafa komið með mennina og sótt að minnsta kosti einn þeirra að því er virðist vera til vinnu. Því veltir hann fyrir sér hvort um verkamenn sé að ræða sem hafi ekki annað úrræði. Hann segir þetta óþægilegt fyrir íbúa. Menn séu farnir að ímynda sér að mennirnir gætu verið þjófar eða að þarna sé verið að selja fíkniefni. Hjólhýsið hefur áður valdið nágrönnum óþægindum. Það fauk á hvolf í vetur og var á hvolfi þar til lögreglan rak á eftir eigandanum að reisa það við og hurðin brotnaði af. Hún er enn þá brotin og hefur tréspjaldi verið komið fyrir en ekki er hægt að læsa eða loka hjólhýsinu. Ítrekað var reynt að ná sambandi við manninn sem talinn er enn eiga hjólhýsið við vinnslu fréttarinnar, án árangurs. Því er ekki ljóst hvort um er að ræða hústökumenn, leigjendur eða nýja eigendur hjólhýsisins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Um síðustu helgi hófu menn að gista í hjólhýsi sem er í niðurníðslu á bílastæði við blokkarlengju í Ljósheimum. Íbúi í blokk þar segir ljóst að menn séu að nota þetta sem húsaskjól og sökum þess að þar sé ekki hreinlætisaðstaða hafi sést til þeirra að gera þarfir sínar á bak við runna við lóðina. Þetta valdi íbúum óþægindum. Íbúinn segir að hann gruni nágranna sinn um að eiga hjólhýsið, hann sé að minnsta kosti skráður fyrir trukknum sem lagt er upp við hjólhýsið. Annar nágranni hans segist hafa gengið á eigandann, en hann hafi hreytt í hann svörum; að vel gæti verið að menn hefðu athvarf í hjólhýsinu en hann væri búinn að selja það. Hjólhýsið hefur þó ekki verið fært, hafi það verið selt. Nágrannar eru uggandi yfir ástandinu. Mennirnir geri þarfir sínar á lóðinni, en ekki síst vegna þess að bak við hjólhýsið er leikvöllur og börn leiki sér þar. Íbúinn segist í samtali við Fréttablaðið hafa talað við lögregluna vegna málsins sem hafi sagt honum að svona búseta væri á gráu svæði. Fyrst og fremst væri þetta málefni heilbrigðisnefndar borgarinnar. Íbúinn hefur hingað til ekki náð sambandi við nefndina. Hann segir bíl hafa komið með mennina og sótt að minnsta kosti einn þeirra að því er virðist vera til vinnu. Því veltir hann fyrir sér hvort um verkamenn sé að ræða sem hafi ekki annað úrræði. Hann segir þetta óþægilegt fyrir íbúa. Menn séu farnir að ímynda sér að mennirnir gætu verið þjófar eða að þarna sé verið að selja fíkniefni. Hjólhýsið hefur áður valdið nágrönnum óþægindum. Það fauk á hvolf í vetur og var á hvolfi þar til lögreglan rak á eftir eigandanum að reisa það við og hurðin brotnaði af. Hún er enn þá brotin og hefur tréspjaldi verið komið fyrir en ekki er hægt að læsa eða loka hjólhýsinu. Ítrekað var reynt að ná sambandi við manninn sem talinn er enn eiga hjólhýsið við vinnslu fréttarinnar, án árangurs. Því er ekki ljóst hvort um er að ræða hústökumenn, leigjendur eða nýja eigendur hjólhýsisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira