Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2017 20:36 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. Vísir/afp Egyptar hafa gert drög að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er þau komin í hendur forsvarsmanna allra þeirra fimmtán ríkja sem mynda Öryggisráðið. Heimildir Reuters herma að í drögunum sé þess krafist að breyting á stöðu Jerúsalem hafi ekkert lagalegt gildi. Í drögunum að ályktuninni eru hvorki Bandaríkin né Donald Trump nefnd á nafn. Talið er að innan Öryggisráðsins sé breiður stuðningur við ályktunina en á sama tíma er það talið viðbúið að Bandaríkin hafni henni. Í drögum að ályktun um stöðu Jerúsalem segir að: „því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun Öryggisráðsins,“ er haft eftir heimildarmanni Reuters. Til þess að ályktun Öryggisráðsins sé samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum þess að styðja ályktunina en í ljósi þess að Bandaríkin eru eitt af fimm fastaríkjum í öryggisráðinu sem hafa neitunarvald getað þau stöðvað málið. Fastaríkin sem búa yfir neitunarvaldi í Öryggisráðinu eru, auk Bandaríkjanna, Frakkland, Bretland, Rússland og Kína. Þann sjötta desember síðastliðinn greindi Bandaríkjaforseti frá þeirri ákvörðun sinni að Jerúsalem yrði viðurkennd sem höfuðborg Ísraels auk þess sem sendiráð Bandaríkjanna yrði flutt til Jerúsalem.Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir frá því að Bandaríkjaforseti upplýsti um ákvörðun sína. Myndin er af átökum á Vesturbakkanum.visir/afpÍ kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar hafa mótmæli verið haldin í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Á föstudag skaut herlið Ísraelsmanna fjóra Palestínumenn til bana og þá særðust hundrað og fimmtíu í átökunum. Ákvörðun forsetans hefur víða um heim verið mótmælt harðlega. Palestínumenn segja að með útspili Bandaríkjaforseta hafi hann ógnað friðarviðræðum. Sádí Arabar fordæma stefnubreytingu Trumps og þá hefur meirihluti þeirra ríkja sem mynda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna farið fram á neyðarfund. Tengdar fréttir Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Egyptar hafa gert drög að ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er þau komin í hendur forsvarsmanna allra þeirra fimmtán ríkja sem mynda Öryggisráðið. Heimildir Reuters herma að í drögunum sé þess krafist að breyting á stöðu Jerúsalem hafi ekkert lagalegt gildi. Í drögunum að ályktuninni eru hvorki Bandaríkin né Donald Trump nefnd á nafn. Talið er að innan Öryggisráðsins sé breiður stuðningur við ályktunina en á sama tíma er það talið viðbúið að Bandaríkin hafni henni. Í drögum að ályktun um stöðu Jerúsalem segir að: „því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun Öryggisráðsins,“ er haft eftir heimildarmanni Reuters. Til þess að ályktun Öryggisráðsins sé samþykkt þurfa níu af fimmtán ríkjum þess að styðja ályktunina en í ljósi þess að Bandaríkin eru eitt af fimm fastaríkjum í öryggisráðinu sem hafa neitunarvald getað þau stöðvað málið. Fastaríkin sem búa yfir neitunarvaldi í Öryggisráðinu eru, auk Bandaríkjanna, Frakkland, Bretland, Rússland og Kína. Þann sjötta desember síðastliðinn greindi Bandaríkjaforseti frá þeirri ákvörðun sinni að Jerúsalem yrði viðurkennd sem höfuðborg Ísraels auk þess sem sendiráð Bandaríkjanna yrði flutt til Jerúsalem.Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir frá því að Bandaríkjaforseti upplýsti um ákvörðun sína. Myndin er af átökum á Vesturbakkanum.visir/afpÍ kjölfar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar hafa mótmæli verið haldin í Jerúsalem, Vesturbakkanum og Gaza. Á föstudag skaut herlið Ísraelsmanna fjóra Palestínumenn til bana og þá særðust hundrað og fimmtíu í átökunum. Ákvörðun forsetans hefur víða um heim verið mótmælt harðlega. Palestínumenn segja að með útspili Bandaríkjaforseta hafi hann ógnað friðarviðræðum. Sádí Arabar fordæma stefnubreytingu Trumps og þá hefur meirihluti þeirra ríkja sem mynda Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna farið fram á neyðarfund.
Tengdar fréttir Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Boða til mótmæla vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence fer í opinbera heimsókn til Jerúsalem í næstu viku. Yfirvöld í Palestínu boða til mótmæla. 16. desember 2017 16:19
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent