Bann norskrar skíðagöngustjörnu staðfest og lengt | Missir af Ólympíuleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. ágúst 2017 12:30 Johaug á blaðamannafundi. Vísir/Getty Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan. Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Therese Johaug, ein skærasta stjarna Noregs í skíðagöngu, mun ekki keppa á Vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu á næsta ári. Það var staðfest í dag en Áfrýjunardómstóll íþróttamála í Lausanne staðfesti átján mánaða keppnisbann yfir henni. „Hjarta mitt er brostið. Ég átti mér draum um að fara á Ólympíuleikana,“ sagði hún tárvot á blaðamannafundi skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp. „Mér finnst þetta ósanngjarnt. Mér finnst að það hafi verið komið fram við mig á ósanngjarnan máta í þessu máli,“ sagði hún enn fremur. Johaug var upphaflega dæmd í þrettán mánaða bann sem hefði gert henni kleift að keppa á leikunum í Pyeongchang í febrúar. En Alþjóðaskíðasambandið áfrýjaði einnig fyrir dómstólnum og vildi fá lengra keppnisbann. Johaug féll á lyfjaprófi en sterar fundust í sýni hennar á síðasta ári. Hún hélt því fram að hafa notað varasalva þegar hún var við æfingar á Ítalíu. Læknir norska keppnisliðsins útvegaði henni varasalvann sem húnn fékk fyrir sólbruna á vörum. „Ég tel að ég hafi ekki haft rangt við. Ég fór til sérfræðings sem lét mig fá smyrsli. Ég spurði hvort að það væri á bannlista og hann sagði nei.“ Í úrskurði dómstólsins sagði að Johaug hefði ekki gætt að því að lesa á pakkningu smyrslins, þar sem kom fram að það innihélt lyf sem eru á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Taldi það viðeigandi refsing að dæma hana í átján mánaða keppnisbann og lengja þar með fyrra bann um fimm mánuði. Alþjóðaskíðasambandið kvaðst í dag sátt við niðurstöðu dómstólsins. Myndband frá blaðamannafundi Johaug má sjá hér fyrir neðan.
Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira