„Gott að sjá að þetta barn geti grátið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2017 10:30 Sólrún og Björn Bragi gefa saman út bókina Heima. Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gefur út bókina Heima ásamt Birni Braga Arnarssyni fyrir þessi jól. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan máta. Eftir að Sólrún eignaðist sitt fyrsta barn fékk hún áhuga á náttúrulegum þrifnaðaraðferðum og hefur hún forðast notkun á skaðlegum efnum á heimilinu síðan. Sólrún heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem um 25 þúsund Íslendingar fylgjast með henni á hverjum degi. „Ég var búin að fá þessa hugmynd útfrá Snapchat og blogginu, að hafa þetta allt saman á einum stað,“ segir Sólrún í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fæ ótal margar fyrirspurnir á hverjum degi varðandi allskonar hluti og eyði miklum tíma í það að svara mínum fylgjendum. Það að fólki finnist fallegt heima hjá mér og vilji fá hugmyndir og leiðbeiningar frá mér finnst mér mjög skemmtilegt.“ Hún segir að grínistinn Björn Bragi hafi haft samband við sig í byrjun ársins og komið fram með þá hugmynd að gefa út hreinlætisbók. „Þetta er bara eitthvað sem allir þurfa að gera sem eiga heimili. Þetta er auðvitað ekkert alltaf það skemmtilegasta sem ég geri, en maður þarf að gera þetta.“Svona lítur bókin út.Sólrún segist hafa horft á móður sína þrífa þegar hún var ung og oft á tíðum hugsað; „Hvernig nennir hún þessu?“ „Ég veit að það halda margir að bókin fjalli bara um þrif og þrif á fatnaði, en þetta er rosalega mikið um allt sem tengist heimilinu. Í raun er þetta bara öll svör við þeim spurningum sem ég fæ, á einum stað.“ Hún segist stundum eiga í erfileikum með að fara að sofa ef hlutirnir eru ekki á sínum stað. „Ég þríf bara alltaf á föstudögum. Ef það er aðeins farið að sjá á hlutunum í miðri viku, þá reyni ég að róa mig og hugsa að ég ætli bara að þrífa á föstudeginum. Ég get slakað á líka og maður getur alveg orðið manískur að spá svona mikið í þetta.“ Sólrún á dóttir sem hún sýnir stundum frá á Snapchat. „Hún er auðvitað oftast að dansa við Frozen og voðalega sæt. Um daginn fórum við í sund saman og hún tók eitthvað rosalegt frekjukast. Þá kemur einhver kona að mér og segir; „Gott að sjá að þetta barn geti grátið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gefur út bókina Heima ásamt Birni Braga Arnarssyni fyrir þessi jól. Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan máta. Eftir að Sólrún eignaðist sitt fyrsta barn fékk hún áhuga á náttúrulegum þrifnaðaraðferðum og hefur hún forðast notkun á skaðlegum efnum á heimilinu síðan. Sólrún heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem um 25 þúsund Íslendingar fylgjast með henni á hverjum degi. „Ég var búin að fá þessa hugmynd útfrá Snapchat og blogginu, að hafa þetta allt saman á einum stað,“ segir Sólrún í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fæ ótal margar fyrirspurnir á hverjum degi varðandi allskonar hluti og eyði miklum tíma í það að svara mínum fylgjendum. Það að fólki finnist fallegt heima hjá mér og vilji fá hugmyndir og leiðbeiningar frá mér finnst mér mjög skemmtilegt.“ Hún segir að grínistinn Björn Bragi hafi haft samband við sig í byrjun ársins og komið fram með þá hugmynd að gefa út hreinlætisbók. „Þetta er bara eitthvað sem allir þurfa að gera sem eiga heimili. Þetta er auðvitað ekkert alltaf það skemmtilegasta sem ég geri, en maður þarf að gera þetta.“Svona lítur bókin út.Sólrún segist hafa horft á móður sína þrífa þegar hún var ung og oft á tíðum hugsað; „Hvernig nennir hún þessu?“ „Ég veit að það halda margir að bókin fjalli bara um þrif og þrif á fatnaði, en þetta er rosalega mikið um allt sem tengist heimilinu. Í raun er þetta bara öll svör við þeim spurningum sem ég fæ, á einum stað.“ Hún segist stundum eiga í erfileikum með að fara að sofa ef hlutirnir eru ekki á sínum stað. „Ég þríf bara alltaf á föstudögum. Ef það er aðeins farið að sjá á hlutunum í miðri viku, þá reyni ég að róa mig og hugsa að ég ætli bara að þrífa á föstudeginum. Ég get slakað á líka og maður getur alveg orðið manískur að spá svona mikið í þetta.“ Sólrún á dóttir sem hún sýnir stundum frá á Snapchat. „Hún er auðvitað oftast að dansa við Frozen og voðalega sæt. Um daginn fórum við í sund saman og hún tók eitthvað rosalegt frekjukast. Þá kemur einhver kona að mér og segir; „Gott að sjá að þetta barn geti grátið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira