Kristófer Acox: Var að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 19:00 Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og ætlar að spila næsta leik með KR í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta en annar leikur Keflavíkur og KR fer fram á mánudagskvöldið. Kristófer er landsliðsmaður og því mikill liðstyrkur fyrir hið sterka lið KR sem vann 19 stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik undanúrslitanna. Kristófer hefur undanfarin fjögur ár leikið með Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum og setti meðal annars skólamet í skotnýtingu auk þess að skora yfir þúsund stig í leikjum með skólanum. Kristófer mætti á fyrstu æfingu með KR-liðinu í kvöld en hann hefur spilað með mörgum strákanna áður, bæði með landsliðnu og með KR áður en hann fór út í skóla. „Ég lenti bara í morgun og fer bara á fyrstu æfingu á eftir. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður á mánudaginn,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Guðjón Guðmundsson. „Það er mikil tilhlökkun enda fjögur ár síðan að ég spilaði síðast heima. Ég held að ég geti fullyrt það að ég hafi bætt mig mikið á þessum tíma í skólanum. Ég er búinn að æfa mikið og ég hef líka eytt tíma í að bæta minn leik á sumrin. Ég geng mjög sáttur frá þessu,“ sagði Kristófer. „Það er mjög mikill agi þarna úti og körfuboltinn er líka allt öðruvísi en hér heima. Þú ert að spila með meiri íþróttamönnum og að spila á móti strákum sem eru kannski að fara í NBA,“ sagði Kristófer. „Planið er að koma heim í eitt ár en ég sé það meira eftir sumarið hvernig þetta fer. Vonandi næ ég að gera eitthvað á Eurobasket en ég veit meira eftir sumarið,“ sagði Kristófer. „Ég held að það sé best fyrir mig að koma heim í eitt ár og spila mína réttu stöðu. Ég ætla að leggja áherslu á það í sumar og komast í það að spila aðra stöðu en ég hef verið að gera út í Bandaríkjunum. Ísland er mjög góður staður fyrir það,“ sagði Kristófer en það má sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30 Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45 Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17 Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00 Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Kristófer stigahæstur í sigri Furman | Ekki á heimleið strax Kristófer Acox átti sannkallaðan stórleik í fimmtán stiga sigri Furman á heimavelli í kvöld en hann nýtti ellefu af tólf skotum sínum í leiknum og tók tíu fráköst fyrir tvöfaldri tvennu. 25. mars 2017 22:30
Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á Kristófer Acox, leikmaður Furman-háskólans og íslenska landsliðsins í körfubolta, segist hafa verið að stríða landanum er hann birti mynd af pizzusneið á Twitter-síðu sinni í gær en hann hefur heyrt orðrómana um að hann sé að snúa aftur í KR-treyjuna. 26. mars 2017 14:45
Kristófer Acox tekur slaginn með KR í úrslitakeppninni Ógnarsterkt lið KR-inga fékk í dag liðsstyrk þegar staðfest var að landsliðsmaðurinn Kristófer Acox myndi leika með liðinu það sem eftir lifir úrslitakeppninnar en Kristófer kemur aftur í lið KR eftir að hafa leikið með Furman í bandaríska háskólaboltanum undanfarin ár. 25. mars 2017 17:17
Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR Kristófer Acox lenti á Íslandi í morgun og er orðinn löglegur leikmaður KR. Hann verður með Íslandsmeisturunum í öðrum leik liðsins gegn Keflavík. Kristófer hefur undirbúið þessa heimför síðan í desember. 31. mars 2017 06:00
Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. 31. mars 2017 12:00
Furman tapaði í nótt í síðasta leik Kristófers fyrir skólann Kristófer Acox spilaði í nótt síðasta leikinn á tímabilinu með Furman-háskólanum í bandaríska háskólakörfuboltanum en liðið datt þá út í undanúrslitum CollegeInsider.com úrslitakeppninnar (CIT). 30. mars 2017 11:00