Körfubolti

Kristófer: Vildi gefa fólkinu eitthvað til að japla á

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kristófer hrærði í mönnum á Twitter í gær
Kristófer hrærði í mönnum á Twitter í gær vísir/getty

Kristófer Acox, leikmaður Furman í bandaríska háskólakörfuboltanum, vakti marga til lífsins með tísti í gær sem virtist gefa til kynna að hann myndi snúa heim og taka þátt í úrslitakeppni Dominos-deildar karla með uppeldisfélagi sínu, KR.

Orðrómur hefur verið um að landsliðsmaðurinn myndi snúa aftur að tímabilinu loknu með Furman-háskólanum en hann er á lokaári sínu í skólanum.

Líkt og Vísir fjallaði um átti hann stóran þátt í sigri Furman á Campbell Fighting Camels í gær en með sigrinum komst Furman í undanúrslit College Insider Tournament.

Var Kristófer stigahæstur í sigrinum á Campbell í gær með tvöfalda tvennu, 24 stig og tíu fráköst en hann hitti úr ellefu af tólf skotum sínum í leiknum.Ljóst er að það yrði gríðarlegur liðsstyrkur fyrir KR að fá Kristófer í raðir sínar en hann lék síðast með liðinu árið 2013 en hann sagðist hafa tekið eftir umræðunni og haft gaman af er Vísir heyrði í honum.

„Ég er búinn að sjá mikið tal um þetta á samfélagsmiðlunum undanfarna daga og mismunandi skoðanir svo ég ákvað að gefa þeim eitthvað til að japla á. Við komumst áfram í undanúrslitin og eigum leik á miðvikudaginn og hvað kemur eftir það er óvíst,“ sagði Kristófer sem sagði að það yrði þó skemmtilegt að taka lokabaráttuna með uppeldisfélaginu.

„Ég get náttúrulega ekki spilað á Íslandi á meðan ég er ennþá leikmaður Furman svo við verðum að sjá til í bili.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.