Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2017 12:00 Kristófer og Friðrik Ingi. vísir/daníel & ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“ Dominos-deild karla Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“
Dominos-deild karla Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira