Þar ber helst að nefna að ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er fremst á meðal jafningja í umfjölluninni.
Í greininni kemur fram að aðeins tíu prósent þyrluflugmanna eru konur og þykja þessar þær allra flottustu.
Ásdís er gríðarlega virk á Instagram og sýnir hún mikið frá þyrlulífi sínu þar. Í umfjöllun Daily Mail tekur Ásdís Rán mikið pláss og greinir miðilinn frá því að hún sé þriggja barna móðir, reki sitt eigið fyrirtæki og einnig sjónvarpskona.
Hér má lesa umfjöllun Daily Mail og hér að neðan má sjá nokkrar Instagram-myndir frá Ásdísi. Ásdís byrjaði að læra þyrluflug árið 2013 og hefur gengið virkilega vel.



