Eldur rakinn til klæðningar Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. ágúst 2017 06:00 Þetta er í annað sinn á innan við þremur árum sem eldur brýst út í húsinu. vísir/epa Lögreglan í Dúbaí opnaði í gær götur í kringum Kyndilinn, eitt hæsta hús í heimi. Götum þar var lokað eftir að eldur braust út aðfaranótt föstudagsins og var íbúunum vísað burt úr húsinu. Bandaríska ABC fréttastofan segir að enginn hafi slasast alvarlega í eldsvoðanum. Þó fengu nokkrir aðhlynningu vegna reykeitrunar. Eldurinn braust út klukkan eitt að staðartíma og var það í annað sinn á innan við þremur árum sem eldur brýst út. Ekki þykir fullvíst um orsök eldsins en klæðning hússins þykir eldfim. Eldurinn teygði sig upp 40 hæðir hússins á einni hlið þess og tók slökkvistarfið rúma tvo klukkutíma. Klukkan hálf fjögur var tilkynnt að slökkviliðsmenn hefðu náð tökum á eldinum. Þegar eldur kviknaði í Kyndlinum í febrúar 2015 varð heldur ekki mannskaði. Miklar skemmdir urðu þó og var enn þá verið að gera við þegar eldurinn blossaði upp í fyrrinótt. Í báðum tilfellum vöknuðu íbúar við brunaboða og starfsfólk hússins bankaði á dyr til þess að tryggja að fólk yfirgæfi húsið. Eldur hefur komið upp í fjölda skýjakljúfa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum undanfarin ár. Þar á meðal í 63 hæða hóteli í Dúbaí að kvöldi nýárs árið 2016. Hótelgestir sluppu allir án teljandi meiðsla. Á fimmtudagskvöld kviknaði líka í hótelbyggingu og tók nokkra tíma að slökkva eldinn. Fyrr á þessu ári voru samþykktar reglur í Dúbaí um að skipta ætti út eldfimri klæðningu fyrir betri klæðingu. Yfirvöld telja að minnst 30 þúsund byggingar í furstadæmunum séu með slíka klæðningu. Þótt reglurnar hafi tekið gildi er óljóst hvernig yfirvöld eiga að framfylgja þeim og neyða eigendur til að skipta um eldfimu klæðninguna á húsum sínum og setja aðra öruggari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Lögreglan í Dúbaí opnaði í gær götur í kringum Kyndilinn, eitt hæsta hús í heimi. Götum þar var lokað eftir að eldur braust út aðfaranótt föstudagsins og var íbúunum vísað burt úr húsinu. Bandaríska ABC fréttastofan segir að enginn hafi slasast alvarlega í eldsvoðanum. Þó fengu nokkrir aðhlynningu vegna reykeitrunar. Eldurinn braust út klukkan eitt að staðartíma og var það í annað sinn á innan við þremur árum sem eldur brýst út. Ekki þykir fullvíst um orsök eldsins en klæðning hússins þykir eldfim. Eldurinn teygði sig upp 40 hæðir hússins á einni hlið þess og tók slökkvistarfið rúma tvo klukkutíma. Klukkan hálf fjögur var tilkynnt að slökkviliðsmenn hefðu náð tökum á eldinum. Þegar eldur kviknaði í Kyndlinum í febrúar 2015 varð heldur ekki mannskaði. Miklar skemmdir urðu þó og var enn þá verið að gera við þegar eldurinn blossaði upp í fyrrinótt. Í báðum tilfellum vöknuðu íbúar við brunaboða og starfsfólk hússins bankaði á dyr til þess að tryggja að fólk yfirgæfi húsið. Eldur hefur komið upp í fjölda skýjakljúfa í Sameinuðu arabísku furstadæmunum undanfarin ár. Þar á meðal í 63 hæða hóteli í Dúbaí að kvöldi nýárs árið 2016. Hótelgestir sluppu allir án teljandi meiðsla. Á fimmtudagskvöld kviknaði líka í hótelbyggingu og tók nokkra tíma að slökkva eldinn. Fyrr á þessu ári voru samþykktar reglur í Dúbaí um að skipta ætti út eldfimri klæðningu fyrir betri klæðingu. Yfirvöld telja að minnst 30 þúsund byggingar í furstadæmunum séu með slíka klæðningu. Þótt reglurnar hafi tekið gildi er óljóst hvernig yfirvöld eiga að framfylgja þeim og neyða eigendur til að skipta um eldfimu klæðninguna á húsum sínum og setja aðra öruggari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira